„Við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið mun koma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2020 17:09 Þessi mynd er tekin í University of Massachusetts Medical School fyrr í mánuðinum. Rannsakandinn tekur blóð úr sjálfboðaliða sem tekur þátt í rannsókn og þróun bóluefnis gegn Covid-19. Getty/Craig F. Walker Enginn getur vitað fyrir víst hvaðan fyrsta örugga og áhrifaríka bóluefni gegn kórónuveirunni mun koma. Þetta segir Jeremy Farrar, einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum, og leggur áherslu á að öryggið sé algjört forgangsatriði þegar kemur að þróun og prófunum bóluefna. Rætt er við Farrar á vef Guardian en lyfjarisinn AstraZeneca hefur tímabundið frestað lokaprófunum á bóluefni eftir að einn þeirra sem tekið hafa þátt í prófunum á efninu fékk óútskýrðar aukaverkanir eftir að efninu hafði verið sprautað í hann. AstraZeneca hefur unnið að þróun efnisins í samstarfi við Oxford-háskóla á Englandi og hafa miklar vonir verið bundnar við að leyfi fengist fyrir bóluefninu fyrir árslok. Bóluefnið hafði þegar komist í gegnum tvö stig prófana en þriðja stigið, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur, felst í prófunum á um þrjátíu þúsund sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Suður-Afríku og Brasilíu. Þróun bóluefna mjög áhættusamt ferli Farrar segir að þróun bóluefna sé mjög áhættusamt ferli og að ekki sé hægt að treysta á aðeins eitt bóluefni og þróun og tilraunir með því. Þá sé nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að þótt öll bóluefnin sem séu í þróun komist á síðasta stig prófana þá sé ekki þar með sagt að þau muni öll koma á markað. Þá eigi ekkert land að gera ráð fyrir því að stjórnvöld þar geti keypt eins mikið af bóluefni og þau telji sig þurfa, án þess að hugsa um aðrar þjóðir heims. „Einhvers konar þjóðernishyggja þegar kemur að bóluefnum og bólusetningum hefur ekkert gildi. Það er ekki leiðin út úr faraldrinum og mun ekki hraða á hlutunum heldur í raun hægja á þeim. Og við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið, sem er öruggt og áhrifaríkt, mun koma,“ segir Farrar. Talsmaður AstraZeneca lagði áherslu á það í samtali við Guardian að óútskýrðu aukaverkanirnar hefðu aðeins komið fram hjá einum þátttakanda í rannsókninni. Þá væri það alvanalegt að prófunum á bóluefni væri frestað tímabundið. Óháðir aðilar hafa verið fengnir til þess að rannsaka hvort að aukaverkanirnar tengist bóluefninu eða ekki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Enginn getur vitað fyrir víst hvaðan fyrsta örugga og áhrifaríka bóluefni gegn kórónuveirunni mun koma. Þetta segir Jeremy Farrar, einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum, og leggur áherslu á að öryggið sé algjört forgangsatriði þegar kemur að þróun og prófunum bóluefna. Rætt er við Farrar á vef Guardian en lyfjarisinn AstraZeneca hefur tímabundið frestað lokaprófunum á bóluefni eftir að einn þeirra sem tekið hafa þátt í prófunum á efninu fékk óútskýrðar aukaverkanir eftir að efninu hafði verið sprautað í hann. AstraZeneca hefur unnið að þróun efnisins í samstarfi við Oxford-háskóla á Englandi og hafa miklar vonir verið bundnar við að leyfi fengist fyrir bóluefninu fyrir árslok. Bóluefnið hafði þegar komist í gegnum tvö stig prófana en þriðja stigið, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur, felst í prófunum á um þrjátíu þúsund sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Suður-Afríku og Brasilíu. Þróun bóluefna mjög áhættusamt ferli Farrar segir að þróun bóluefna sé mjög áhættusamt ferli og að ekki sé hægt að treysta á aðeins eitt bóluefni og þróun og tilraunir með því. Þá sé nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að þótt öll bóluefnin sem séu í þróun komist á síðasta stig prófana þá sé ekki þar með sagt að þau muni öll koma á markað. Þá eigi ekkert land að gera ráð fyrir því að stjórnvöld þar geti keypt eins mikið af bóluefni og þau telji sig þurfa, án þess að hugsa um aðrar þjóðir heims. „Einhvers konar þjóðernishyggja þegar kemur að bóluefnum og bólusetningum hefur ekkert gildi. Það er ekki leiðin út úr faraldrinum og mun ekki hraða á hlutunum heldur í raun hægja á þeim. Og við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið, sem er öruggt og áhrifaríkt, mun koma,“ segir Farrar. Talsmaður AstraZeneca lagði áherslu á það í samtali við Guardian að óútskýrðu aukaverkanirnar hefðu aðeins komið fram hjá einum þátttakanda í rannsókninni. Þá væri það alvanalegt að prófunum á bóluefni væri frestað tímabundið. Óháðir aðilar hafa verið fengnir til þess að rannsaka hvort að aukaverkanirnar tengist bóluefninu eða ekki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira