Jürgen Schweikardt, þjálfari TVB Stuttgart í þýsku bundesligunni í handbolta, fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann er með veiruna. Þýska félagið sagði frá þessu á sínum miðlum í dag.
Jürgen Schweikardt sýnir engin einkenni en þarf að vera í sóttkví fram í miðja næstu viku. Hann þarf þá að fara í annað próf og má aðeins hitta leikmenn sína aftur ef það er neikvætt.
TVB Stuttgart: Coronavirus bremst Jürgen Schweikardt aus https://t.co/ok6mIOJvlJ pic.twitter.com/uoCsSHZGdh
— Stuttgarter Zeitung (@StZ_NEWS) September 9, 2020
Elvar Ásgeirsson er að hefja sitt annað tímabil með félaginu en landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson er einn af nýju mönnunum í hópnum.
TVB Stuttgart ætlaði að spila æfingaleik á móti HC Erlangen á mánudaginn en þurfti að fresta leiknum eftir að smitið kom upp.
Jürgen Schweikardt er fertugur og hefur þjálfað liðið frá árinu 2018. Hann var einnig þjálfari þess frá 2013 til 2015 eða strax eftir að hann lagði skóna á hilluna.
Am Montagnachmittag erhielt der TVB Stuttgart vom Labor die Info, dass bei der Pooltestung der aktiv Spielbeteiligten vom Samstag ein Abstrich #positiv auf das #Corona-Virus ausgewertet wurde.
— TVB Stuttgart (@tvbstuttgart) September 9, 2020
Alles Informationen erhalten Sie in der #Pressemitteilung.https://t.co/HesMNv62zC
TVB Stuttgart verður því án þjálfar síns í BVG Handball Cup 2020 sem er æfingamót liða af Baden-Württemberg svæðinu og klárast um næstu helgi. Liðin sem eru komin í undanúrslitin auk TVB Stuttgart eru Rhein-Neckar Löwen, Frisch Auf Göppingen og HBW Balingen-Weilstetten.
Allir leikmenn og starfsmenn TVB Stuttgart þurfa að fara í kórónuveirupróf í dag til þess að vera viss um að enginn þeirra sé smitaður.
Séu allir neikvæðir þá má liðið spila undanúrslitaleik sinn á móti HBW Balingen-Weilstetten á föstudaginn. Rhein-Neckar Löwen og Frisch Auf Göppingen mætast í hinum undanúrslitaleiknum.