Rússinn dansandi sem má loksins keppa á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 09:00 Roman Khrennikov með þeim Björgvini Karli Guðmundssyni og Söru Sigmunsdóttur en hann setti þessa mynd inn á Instagram síðu sína. Mynd/Instagram Það eru breyttar aðstæður á heimsleikunum í ár vegna kórónuveirunnar og það gæti hentað íþróttafólkinu mismunandi vel. Roman Khrennikov er mögulega sá sem græðir einna mest á því að heimsleikarnir fara í gegnum netið í ár. Roman Khrennikov hefur verið kallaður rússneski Break dansarinn og hefur eignast marga aðdáenda með frábærri frammistöðu hérna megina Atlantshafsins. Tommy Marquez hjá Morning Chalk Up fór yfir það hvaða CrossFit fólk græðir mest á því að íþróttafólkið getur keppt á heimsleikunum á heimavelli í stað þess að þurfa að ferðast til Bandaríkjanna. Fyrri hluti úrslitanna fer í gegnum netið þar sem fimm bestu karlarnir og fimm bestu konurnar tryggja sér sæti í ofurúrslitum sem fara fram í Kaliforníu fylki í Bandaríkjunum. Morning Chalk Up segir að Rússinn Roman Khrennikov og hin ástralska Kara Saunders græði mest á því að geta keppt á heimavelli. Það eru góðar ástæður fyrir því. View this post on Instagram Finish this week with a dance . . @wit.fitness #WIT #witfitness A post shared by Roman Khrennikov (@roman_khrennikov) on Jan 25, 2020 at 12:24am PST Kara Saunders er eina af ástralska CrossFit fólkinu sem fær ekki leyfi til að ferðast til Bandaríkjanna vegna sóttvarnarreglna í heimalandinu. Það kemur þeim því vel að geta keppt í heimalandinu. Kara Saunders eignaðist líka dóttur sína fyrir aðeins sextán mánuðum sínum og það er einnig flókið mál að ferðast með smábarn yfir hálfan hnöttinn. Kara Saunders getur nú vonandi keppt á heimsleikunum án þess að þurfa að fara frá barninu sínu. Hver dagur sem hún fær í viðbót í endurkomu sinni (kallar það momback en ekki comeback) nýtist henni einnig vel í staðinn fyrir að eyða þeim í löng ferðalög og að venjast tímamismun í Bandaríkjunum. Kara Saunders komst á verðlaunapallinn á Rogue Invitational mótinu í sumar og það þrátt fyrir að þurfa að keppa um miðja nótt. Hún er því líkleg til að nýta sér vel þessar aðstæður. Rússinn Roman Khrennikov græðir síðan án efa mest af þvi af karlkeppendunum að heimsleikarnir fari nú fram í gegnum netið. Það eru margir búnir að bíða lengi eftir því að sjá Roman Khrennikov keppa á heimsleikunum. Hann hefur hingað til ekki getað fengið að keppa í Bandaríkjunum og það þýðir engir heimsleikar til þessa. Roman Khrennikov hefur samt skapað sér nafn með því að vinna Evrópumeistaratitil og rússneska meistaramótið. Hann vann líka CrossFit Italian Showdown mótið og hefur oft komið sér á pall á Sanctional mótum. Það eina sem vantar á ferilskrána er að keppa á heimsleikunum. Khrennikov hefur unnið sér þátttökurétt á heimsleikunum undanfarin þrjú ár en hefur hingað til ekki tekist að fá vegabréfsáritun til Bandaríkjanna til að keppa. Nú þarf Roman Khrennikov ekki að ferðast til Bandaríkjanna til að keppa á heimsleikunum heldur getur hann keppt í gegnum netið eins og aðrir. Nái Roman Khrennikov eitt af fimm efstu sætunum sem gefa þátttökurétt í ofurúrslitunum þá eykur það örugglega líkurnar á því að hann fái loksins vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá samantektina hjá Tommy Marquez. View this post on Instagram When CrossFit HQ announced a new two-stage format for the 2020 CrossFit Games with the first portion being entirely online, two athletes in particular stand to benefit (even just a little) from getting to compete in their home gyms and countries: Kara Saunders and Roman Khrennikov. Stage 1 of competition kicks off in just 11 days. For more coverage, tune in to Morningchalkup.com. ___ #crossfit #crossfitgames #crossfitgames2020 #morningchalkup @karasaundo @roman_khrennikov @tommymarquez A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Sep 7, 2020 at 10:43am PDT CrossFit Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sjá meira
Það eru breyttar aðstæður á heimsleikunum í ár vegna kórónuveirunnar og það gæti hentað íþróttafólkinu mismunandi vel. Roman Khrennikov er mögulega sá sem græðir einna mest á því að heimsleikarnir fara í gegnum netið í ár. Roman Khrennikov hefur verið kallaður rússneski Break dansarinn og hefur eignast marga aðdáenda með frábærri frammistöðu hérna megina Atlantshafsins. Tommy Marquez hjá Morning Chalk Up fór yfir það hvaða CrossFit fólk græðir mest á því að íþróttafólkið getur keppt á heimsleikunum á heimavelli í stað þess að þurfa að ferðast til Bandaríkjanna. Fyrri hluti úrslitanna fer í gegnum netið þar sem fimm bestu karlarnir og fimm bestu konurnar tryggja sér sæti í ofurúrslitum sem fara fram í Kaliforníu fylki í Bandaríkjunum. Morning Chalk Up segir að Rússinn Roman Khrennikov og hin ástralska Kara Saunders græði mest á því að geta keppt á heimavelli. Það eru góðar ástæður fyrir því. View this post on Instagram Finish this week with a dance . . @wit.fitness #WIT #witfitness A post shared by Roman Khrennikov (@roman_khrennikov) on Jan 25, 2020 at 12:24am PST Kara Saunders er eina af ástralska CrossFit fólkinu sem fær ekki leyfi til að ferðast til Bandaríkjanna vegna sóttvarnarreglna í heimalandinu. Það kemur þeim því vel að geta keppt í heimalandinu. Kara Saunders eignaðist líka dóttur sína fyrir aðeins sextán mánuðum sínum og það er einnig flókið mál að ferðast með smábarn yfir hálfan hnöttinn. Kara Saunders getur nú vonandi keppt á heimsleikunum án þess að þurfa að fara frá barninu sínu. Hver dagur sem hún fær í viðbót í endurkomu sinni (kallar það momback en ekki comeback) nýtist henni einnig vel í staðinn fyrir að eyða þeim í löng ferðalög og að venjast tímamismun í Bandaríkjunum. Kara Saunders komst á verðlaunapallinn á Rogue Invitational mótinu í sumar og það þrátt fyrir að þurfa að keppa um miðja nótt. Hún er því líkleg til að nýta sér vel þessar aðstæður. Rússinn Roman Khrennikov græðir síðan án efa mest af þvi af karlkeppendunum að heimsleikarnir fari nú fram í gegnum netið. Það eru margir búnir að bíða lengi eftir því að sjá Roman Khrennikov keppa á heimsleikunum. Hann hefur hingað til ekki getað fengið að keppa í Bandaríkjunum og það þýðir engir heimsleikar til þessa. Roman Khrennikov hefur samt skapað sér nafn með því að vinna Evrópumeistaratitil og rússneska meistaramótið. Hann vann líka CrossFit Italian Showdown mótið og hefur oft komið sér á pall á Sanctional mótum. Það eina sem vantar á ferilskrána er að keppa á heimsleikunum. Khrennikov hefur unnið sér þátttökurétt á heimsleikunum undanfarin þrjú ár en hefur hingað til ekki tekist að fá vegabréfsáritun til Bandaríkjanna til að keppa. Nú þarf Roman Khrennikov ekki að ferðast til Bandaríkjanna til að keppa á heimsleikunum heldur getur hann keppt í gegnum netið eins og aðrir. Nái Roman Khrennikov eitt af fimm efstu sætunum sem gefa þátttökurétt í ofurúrslitunum þá eykur það örugglega líkurnar á því að hann fái loksins vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá samantektina hjá Tommy Marquez. View this post on Instagram When CrossFit HQ announced a new two-stage format for the 2020 CrossFit Games with the first portion being entirely online, two athletes in particular stand to benefit (even just a little) from getting to compete in their home gyms and countries: Kara Saunders and Roman Khrennikov. Stage 1 of competition kicks off in just 11 days. For more coverage, tune in to Morningchalkup.com. ___ #crossfit #crossfitgames #crossfitgames2020 #morningchalkup @karasaundo @roman_khrennikov @tommymarquez A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Sep 7, 2020 at 10:43am PDT
CrossFit Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sjá meira