Sport

Katrín Tanja í lyfja­prófi tíu dögum fyrir heims­leikana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir teygir á.
Katrín Tanja Davíðsdóttir teygir á. mynd/katríntanja/instagram

Það styttist og styttist í heimsleikana í CrossFit og er okkar fólki spáð góðu gengi.

Þau Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson eru þar af leiðandi að undirbúa sig af miklum krafti þessa daganna.

Katrín Tanja er stödd í New England þar sem hún er stödd við æfingar en hún segist hafa verið tekin í lyfjapróf í gær, eins og allir keppendur fyrir leikana.

„Ég var í lyfjaprófi í morgun svo ræktin var aðeins fyrr en vanalega. Gaf mér tíma til þess að fara í gegnum Go Wod Mobility áður en ég fór að hlaupa. Tíu dagar!“ skrifaði Katrín Tanja.

Fjórir sérfræðingar sem voru fengnir til að spá fyrir heimslikunum spá því að Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggi sér sæti meðal þeirra fimm efstu í fyrri hlutanum.

Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir kepptu á svipuðu netmóti á Rogue Invitational mótinu í júní þar sem urðu bæði í öðru sætinu.

Pat Vellner hefur aftur á móti ekki sömu trú á Katrínu Tönju og hinir tveir. Noah Ohlsen og Armen Hammer spá því hins vegar að Katrín Tanja Davíðsdóttir nái einu af fimm efstu sætunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×