Innlent

Skoðar að stytta sóttkví með sýnatöku

Birgir Olgeirsson skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.  Vísir/Vilhelm

Sóttvarnalæknir hefur til skoðunar að breyta fyrirkomulaginu um sóttkví innanlands. Hingað til hafa allir þeir sem eru útsettir fyrir smiti verið skikkaðir í 14 daga sóttkví.

„Þetta er svona ný hugmynd sem við erum að skoða. Það gæti verið þannig að við gætum stytt sóttkví með sýnatöku. Það er á fyrstu stigunum. Við eigum eftir að ljúka athugum um það,“ segir Þórólfur.

Fjöldi Íslendinga hefur verið settur í sóttkví frá því faraldurinn hófst í mars, en tæplega 25 þúsund manns hafa lokið sóttkví hér á landi. Til að minnka áhrifin á samfélagið sem sóttkví getur haft er verið að skoða að stytta hana með sýnatöku.

Þórólfur sagði á upplýsingafundinum í gær að flestir séu komnir með einkenni 7 – 10 dögum eftir að þeir hafa verið útsettir fyrir smiti. Veiran greinist yfirleitt hjá einstaklingum tveimur til þremur dögum áður en einkenni gera vart við sig.

Til álita komi að taka sýni á sjöunda degi sóttkvíar og stytta hana þannig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×