Southgate segir að Greenwood og Foden hafi verið barnalegir: „Mjög alvarlegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2020 13:15 Phil Foden og Mason Greenwood æfðu ekki með enska landsliðinu á Laugardalsvelli í morgun og eru á leið aftur til Englands. getty/Mike Egerton Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Mason Greenwood og Phil Foden hafi verið teknir úr enska landsliðshópnum vegna brots á sóttvarnarreglum. Greenwood og Foden fengu íslenskar stelpur upp á hótelherbergi til sín um helgina, eftir að hafa leikið sinn fyrsta landsleik þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni. Frá þessu var greint á 433.is. Southgate sagði að leikmennirnir hefðu sýnt barnalega hegðun sem ekki væri hægt að afsaka með ungum aldri þeirra. Greenwood er átján ára en Foden tvítugur. „Í morgun var mér greint frá því að strákarnir hefðu brotið sóttvarnarreglur. Við þurftum fljótlega að ákveða að þeir mættu ekki eiga nein samskipti við aðra í liðinu né fara á æfingu,“ sagði Southgate og bætti við að Greenwood og Foden myndu fljúga sér aftur til Englands. Enska liðið heldur hins vegar til Kaupmannahafnar þar sem það mætir Dönum í Þjóðadeildinni annað kvöld. BREAKING: Gareth Southgate reveals Phil Foden and Mason Greenwood have broken Covid guidelines and will be travelling back to England pic.twitter.com/Fnwdq5F3bL— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 7, 2020 „Þetta er mjög alvarleg staða og við höfum tekist þannig á við hana. Þeir voru barnalegir og við höfum gripið til viðeigandi ráðstafana. Ég veit að þeir eru ungir en allur heimurinn er að glíma við þennan faraldur og allir bera ábyrgð.“ Southgate vildi ekki fara mikið út í það hvaða áhrif þetta hefði á framtíð þeirra Greenwoods og Fodens með enska landsliðinu. „Það er of snemmt að segja þar til við höfum allar upplýsingar. Ég er sjálfur faðir unglinga og veit að þeir geta gert mistök. Það er ekki afsökun og við þurfum að skoða allt í framhaldinu,“ sagði Southgate. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Ensku ungstirnin úr leik eftir heimsóknina á hótelið Mason Greenwood og Phil Foden hafa verið reknir úr enska landsliðshópnum. Þetta staðfesta enskir fjölmiðlar nú í hádeginu. 7. september 2020 11:51 Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Mason Greenwood og Phil Foden hafi verið teknir úr enska landsliðshópnum vegna brots á sóttvarnarreglum. Greenwood og Foden fengu íslenskar stelpur upp á hótelherbergi til sín um helgina, eftir að hafa leikið sinn fyrsta landsleik þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni. Frá þessu var greint á 433.is. Southgate sagði að leikmennirnir hefðu sýnt barnalega hegðun sem ekki væri hægt að afsaka með ungum aldri þeirra. Greenwood er átján ára en Foden tvítugur. „Í morgun var mér greint frá því að strákarnir hefðu brotið sóttvarnarreglur. Við þurftum fljótlega að ákveða að þeir mættu ekki eiga nein samskipti við aðra í liðinu né fara á æfingu,“ sagði Southgate og bætti við að Greenwood og Foden myndu fljúga sér aftur til Englands. Enska liðið heldur hins vegar til Kaupmannahafnar þar sem það mætir Dönum í Þjóðadeildinni annað kvöld. BREAKING: Gareth Southgate reveals Phil Foden and Mason Greenwood have broken Covid guidelines and will be travelling back to England pic.twitter.com/Fnwdq5F3bL— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 7, 2020 „Þetta er mjög alvarleg staða og við höfum tekist þannig á við hana. Þeir voru barnalegir og við höfum gripið til viðeigandi ráðstafana. Ég veit að þeir eru ungir en allur heimurinn er að glíma við þennan faraldur og allir bera ábyrgð.“ Southgate vildi ekki fara mikið út í það hvaða áhrif þetta hefði á framtíð þeirra Greenwoods og Fodens með enska landsliðinu. „Það er of snemmt að segja þar til við höfum allar upplýsingar. Ég er sjálfur faðir unglinga og veit að þeir geta gert mistök. Það er ekki afsökun og við þurfum að skoða allt í framhaldinu,“ sagði Southgate.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Ensku ungstirnin úr leik eftir heimsóknina á hótelið Mason Greenwood og Phil Foden hafa verið reknir úr enska landsliðshópnum. Þetta staðfesta enskir fjölmiðlar nú í hádeginu. 7. september 2020 11:51 Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Sjá meira
Ensku ungstirnin úr leik eftir heimsóknina á hótelið Mason Greenwood og Phil Foden hafa verið reknir úr enska landsliðshópnum. Þetta staðfesta enskir fjölmiðlar nú í hádeginu. 7. september 2020 11:51
Lögreglan skoðar heimsókn íslensku stúlknanna til ensku landsliðsmannanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú heimsókn tveggja íslenskra stúlkna á hótel í Reykjavík þar sem enska landsliðið gisti um helgina. 7. september 2020 11:31
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59