Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2020 10:59 Mason Greenwood og Phil Foden héldu upp á fyrsta landsleikinn með því að fá heimsókn á hótel enska landsliðsins. getty/hafliði breiðfjörð Ungstirni enska landsliðsins, Mason Greenwood og Phil Foden, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu tvær íslenskar stelpur upp á hótel til sín um helgina. Frá þessu var fyrst greint á 433.is. Leikmennirnir æfðu ekki með landsliðinu á Laugardalsvelli í morgun. Greenwood og Foden léku báðir sinn fyrsta A-landsleik fyrir England þegar liðið vann Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni á laugardaginn. „Mjög fokking stressuð“ Strákarnir héldu upp á áfangann með því að bjóða tveimur íslenskum stelpum á Hótel Sögu í Reykjavík sem enska liðið dvelur á. Stelpurnar greindu frá hótelheimsókninni á Snapchat þar sem eftirfarandi samtal fór meðal annars fram: Kona 1: Það er Sunday hjá okkur XXXX og við vorum að bóka hótel. Til að hitta hvern? Kona 2: Mason Greenwood Kona 1: Sem að spilar með Manchester. Og ég er bara eitthvað að fara að joina, gista með henni á hótelinu. How do you feel? Kona 2: Stressuð, mjög fokking stressuð. Í framhaldinu birtu þær stutt myndband sem er greinilega tekið á hótelherberginu þar sem sjá má þá Greenwood og Foden. Ljóst er að Greenwood og Foden gerðust þarna sekir um brot á sóttvarnarreglum. Í landsliðsferðum eiga leikmenn að halda sig mest inni á hótelinu og forðast samskipti við aðra en samherja sína eða starfsfólk landsliðsins. Til samanburðar hefur íslenski landsliðshópurinn haldið sig alveg útaf fyrir sig síðan hann kom saman á mánudag. Leikmenn fá ekki að hitta börn sín eða fara í anddyri hótelsins. Liðið er nú komið til Belgíu þar sem liðið mætir heimamönnum á morgun. Miður sín að myndbandið hefði farið í umferð Stelpurnar ræddu málið við 433.is en gáfu lítið upp. Önnur þeirra sagðist ekki vilja ræða málið til að koma þeim Greenwood og Foden ekki í frekari vandræði. Þær sögðust miður sín yfir því að myndbandið hafi farið í umferð, það hafi aðeins verið hugsað fyrir nána vini. Greenwood, sem er átján ára, er einhleypur en hinn tvítugi Foden er í sambandi og á strák á öðru ári. Englendingar, sem æfðu á Laugardalsvelli í morgun, halda af landi brott seinna í dag og fara til Kaupmannahafnar þar sem þeir mæta Dönum í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. Greenwood og Foden verða ekki hluti af leikmannahópi Englands en hvorugur æfði með liðinu í morgun. Uppfært: Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðins, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að hann væri meðvitaður um að tveir leikmenn liðsins hefðu brotið sóttvarnareglur. Hann ætlar ekki að tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira
Ungstirni enska landsliðsins, Mason Greenwood og Phil Foden, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu tvær íslenskar stelpur upp á hótel til sín um helgina. Frá þessu var fyrst greint á 433.is. Leikmennirnir æfðu ekki með landsliðinu á Laugardalsvelli í morgun. Greenwood og Foden léku báðir sinn fyrsta A-landsleik fyrir England þegar liðið vann Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni á laugardaginn. „Mjög fokking stressuð“ Strákarnir héldu upp á áfangann með því að bjóða tveimur íslenskum stelpum á Hótel Sögu í Reykjavík sem enska liðið dvelur á. Stelpurnar greindu frá hótelheimsókninni á Snapchat þar sem eftirfarandi samtal fór meðal annars fram: Kona 1: Það er Sunday hjá okkur XXXX og við vorum að bóka hótel. Til að hitta hvern? Kona 2: Mason Greenwood Kona 1: Sem að spilar með Manchester. Og ég er bara eitthvað að fara að joina, gista með henni á hótelinu. How do you feel? Kona 2: Stressuð, mjög fokking stressuð. Í framhaldinu birtu þær stutt myndband sem er greinilega tekið á hótelherberginu þar sem sjá má þá Greenwood og Foden. Ljóst er að Greenwood og Foden gerðust þarna sekir um brot á sóttvarnarreglum. Í landsliðsferðum eiga leikmenn að halda sig mest inni á hótelinu og forðast samskipti við aðra en samherja sína eða starfsfólk landsliðsins. Til samanburðar hefur íslenski landsliðshópurinn haldið sig alveg útaf fyrir sig síðan hann kom saman á mánudag. Leikmenn fá ekki að hitta börn sín eða fara í anddyri hótelsins. Liðið er nú komið til Belgíu þar sem liðið mætir heimamönnum á morgun. Miður sín að myndbandið hefði farið í umferð Stelpurnar ræddu málið við 433.is en gáfu lítið upp. Önnur þeirra sagðist ekki vilja ræða málið til að koma þeim Greenwood og Foden ekki í frekari vandræði. Þær sögðust miður sín yfir því að myndbandið hafi farið í umferð, það hafi aðeins verið hugsað fyrir nána vini. Greenwood, sem er átján ára, er einhleypur en hinn tvítugi Foden er í sambandi og á strák á öðru ári. Englendingar, sem æfðu á Laugardalsvelli í morgun, halda af landi brott seinna í dag og fara til Kaupmannahafnar þar sem þeir mæta Dönum í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. Greenwood og Foden verða ekki hluti af leikmannahópi Englands en hvorugur æfði með liðinu í morgun. Uppfært: Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðins, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að hann væri meðvitaður um að tveir leikmenn liðsins hefðu brotið sóttvarnareglur. Hann ætlar ekki að tjá sig frekar um málið að svo stöddu.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira