Dæmi um að fólk sé óvinnufært vegna síþreytu eftir kórónuveirusmit Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. september 2020 20:30 Guðrún Sæmundsdóttir er formaður ME félagsins. BALDUR HRAFNKELL Þrjátíu sem fengu aðeins væg einkenni covid-19 eru á biðlista eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi. Dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu og vísbendingar eru um að veiran geti valdið ólæknandi sjúkdómnum síþreytu. Sérfræðingar um allan heim velta fyrir sér mögulegum afleiðingum Covid-19 á þá sem hafa smitast. Því er meðal annars velt upp hvort Covid-19 geti valdið ME sjúkdómnum sem á íslensku hefur verið kallaður síþreyta. „Þetta er fjölþættur sjúkdómur sem sameiginlegt einkenni er mikil yfirgengileg þreyta en svo er fjöldi annarra einkenna sem kemur fram. Ég held ég treysti mér ekki til að ræða ennþá samhengi þarna við en hins vegar þá eru ákveðnar vísbendingar komnar fram í þá átt að þarna geti verið tengsl á milli þannig það er alla vegana ljóst að covid er miklu meira en venjuleg flensa eins og kannski margir voru að gera ráð fyrri í upphafi,“ sagði Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar.BALDUR HRAFNKELL Fjórir sem fengu aðeins væg einkenni kórónuveirunnar eru í endurhæfingu á Reykjalundi. Fjórir til viðbótar fara í endurhæfingu á næstunni og tæplega þrjátíu manns bíða eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi vegna þreytu og mikils úthaldsleysis eftir kórónuveirusmit. Fólk óvinnufært vegna síþreytu Formaður ME félagsins segir að dæmi séu um að fólk sem smitaðist af kórónuveirunni hafi haft samband við félagið vegna síþreytu. „Fólk er eitthvað að vakna til meðvitundar um að það geti verið að það fái ME sjúkdóminn í kjölfar Covid19,“ sagði Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. Einkenni ME sjúkdómsins er örmögnun eftir álag eða áreinslu. „Batteríið í fólki er í raun og veru bilað. Það er kannski bara með 20% orku á meðan aðrir eru með hundrað prósent orku og hún verður að duga allan daginn. Ef farið er yfir þolmörkin þá fær fólk yfirleitt heilaþoku,“ sagði Guðrún. Þeir sem hafa haft samband við ykkur í kölfar kórónuveirufaraldursins, eru dæmi um að fólk sé óvinnufært? „Já það er algjörlega óvinnufært,“ sagði Guðrún. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn og var hann ekki í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum, þar af einn með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið í tveimur tilvikum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greindist innanlands Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Sá var ekki í sóttkví. Virkum smitum fækkar milli daga og sömuleiðis fólki í sóttkví. 5. september 2020 11:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Þrjátíu sem fengu aðeins væg einkenni covid-19 eru á biðlista eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi. Dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu og vísbendingar eru um að veiran geti valdið ólæknandi sjúkdómnum síþreytu. Sérfræðingar um allan heim velta fyrir sér mögulegum afleiðingum Covid-19 á þá sem hafa smitast. Því er meðal annars velt upp hvort Covid-19 geti valdið ME sjúkdómnum sem á íslensku hefur verið kallaður síþreyta. „Þetta er fjölþættur sjúkdómur sem sameiginlegt einkenni er mikil yfirgengileg þreyta en svo er fjöldi annarra einkenna sem kemur fram. Ég held ég treysti mér ekki til að ræða ennþá samhengi þarna við en hins vegar þá eru ákveðnar vísbendingar komnar fram í þá átt að þarna geti verið tengsl á milli þannig það er alla vegana ljóst að covid er miklu meira en venjuleg flensa eins og kannski margir voru að gera ráð fyrri í upphafi,“ sagði Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar.BALDUR HRAFNKELL Fjórir sem fengu aðeins væg einkenni kórónuveirunnar eru í endurhæfingu á Reykjalundi. Fjórir til viðbótar fara í endurhæfingu á næstunni og tæplega þrjátíu manns bíða eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi vegna þreytu og mikils úthaldsleysis eftir kórónuveirusmit. Fólk óvinnufært vegna síþreytu Formaður ME félagsins segir að dæmi séu um að fólk sem smitaðist af kórónuveirunni hafi haft samband við félagið vegna síþreytu. „Fólk er eitthvað að vakna til meðvitundar um að það geti verið að það fái ME sjúkdóminn í kjölfar Covid19,“ sagði Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. Einkenni ME sjúkdómsins er örmögnun eftir álag eða áreinslu. „Batteríið í fólki er í raun og veru bilað. Það er kannski bara með 20% orku á meðan aðrir eru með hundrað prósent orku og hún verður að duga allan daginn. Ef farið er yfir þolmörkin þá fær fólk yfirleitt heilaþoku,“ sagði Guðrún. Þeir sem hafa haft samband við ykkur í kölfar kórónuveirufaraldursins, eru dæmi um að fólk sé óvinnufært? „Já það er algjörlega óvinnufært,“ sagði Guðrún. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn og var hann ekki í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum, þar af einn með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið í tveimur tilvikum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greindist innanlands Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Sá var ekki í sóttkví. Virkum smitum fækkar milli daga og sömuleiðis fólki í sóttkví. 5. september 2020 11:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Einn greindist innanlands Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Sá var ekki í sóttkví. Virkum smitum fækkar milli daga og sömuleiðis fólki í sóttkví. 5. september 2020 11:00