Eini enski landsliðsmaðurinn til að skora hjá Íslandi í Laugardalnum spilaði ekki fleiri landsleiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 14:00 Paul Goddard sést hér með þeim Gary Owen, Tommy Caton og Sammy Lee sem unnu allir EM U21 með enska landsliðinu seinna um sumarið 1982. Getty/Peter Robinson Ísland og England mætast í Þjóðdeildinni í Laugardalnum á morgun og þá er gaman að rifja upp eina landsleikinn á ferli manns sem var kallaður „Sarge“. Ísland mætti Englandi síðasti í Laugardalnum 2. júní 1982 eða aðeins tveimur dögum áður en Ron Greenwood valdi enska landsliðshópinn fyrir HM 1982. Paul Goddard, kallaður „Sarge“, er eini enski landsliðsmaðurinn sem hefur skorað hjá íslenska landsliðinu í Laugardalnum en landsleikurinn í Laugardalnum fyrir 38 árum var einstakur á hans ferli. Vorið 1982 var Paul Goddard aðeins rúmlega 22 ára gamall og hafði spilað vel með nýliðum West Ham í ensku deildinni. 17 mörk í deildinni skiluðu Goddard sæti í 40 manna landsliðshóp Ron Greenwood fyrir HM á Spáni 1982. Paul Goddard í leik með liði West Ham United.Getty/Allsport Paul Goddard byrjaði á varamannabekknum á Laugardalsvelli 2. júní en átti eftir að koma inn á sem varamaður fyrir hálfleik í sínum fyrsta landsleik. Goddard kom inn á 40. mínútu eftir að Cyrille Regis meiddist. Goddard bjargaði andliti enska landsliðsins með því að jafna metin á 69. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Glenn Hoddle. Íslenska liðið var þá búið að vera yfir í 46 mínútur eða í raun í heilan hálfleik. Paul Goddard var ekki valinn í HM-hóp enska landsliðsins tveimur dögum síðar og átti aldrei eftir að klæðast enska A-landsliðsbúningnum aftur. Leikmennirnir sem spiluðu leikinn á Íslandi voru þeir menn sem voru að reyna að vinna sér sæti í HM-hópnum og komust á endanum sex þeirra með á HM. Knattspyrnusamband Íslands fékk síðan enska knattspyrnusambandið til að skrá leikinn með A-landsleik en upphaflega ætluðu Englendingar að skrá hann sem b-landsleik. Paul Goddard skoraði hins vegar 5 mörk í 8 leikjum með 21 árs landsliðinu frá 1980 til 1982 en Goddard var í Evrópumeistaraliði Englendingar á U21 mótinu seinna um sumarið 1982. Goddard skoraði síðan tólf mörk í ensku deildinni tímabilið 1982-83 en missti síðan mikið úr á 1983-84 tímabilinu vegna meiðsla. Hann meiddist síðan illa á öxl í fyrsta leik 1985-86 tímabilsins og missti síðan sætið til Frank McAvennie á einu besta tímabili í sögu West Ham. Goddard spilaði sinn síðasta leik með West Ham í nóvember 1986 og hann kvaddi eftir 71 mark í 213 leikjum með liðinu. West Ham seldi hann til Newcastle fyrir nýtt félagsmet á þeim tíma eða 415 þúsund pund. Paul Goddard var seldur til Derby County 1988 og spilaði síðan með Millwall (1989-91) og Ipswich Town (1991-94) áður en skórnir fóru upp á hillu. Landsleikirnir urðu hins vegar ekki fleiri en þessi eini á Laugardalsvellinum á þessu júníkvöldi fyrir meira en 38 árum síðan. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á morgun og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.00 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Sjá meira
Ísland og England mætast í Þjóðdeildinni í Laugardalnum á morgun og þá er gaman að rifja upp eina landsleikinn á ferli manns sem var kallaður „Sarge“. Ísland mætti Englandi síðasti í Laugardalnum 2. júní 1982 eða aðeins tveimur dögum áður en Ron Greenwood valdi enska landsliðshópinn fyrir HM 1982. Paul Goddard, kallaður „Sarge“, er eini enski landsliðsmaðurinn sem hefur skorað hjá íslenska landsliðinu í Laugardalnum en landsleikurinn í Laugardalnum fyrir 38 árum var einstakur á hans ferli. Vorið 1982 var Paul Goddard aðeins rúmlega 22 ára gamall og hafði spilað vel með nýliðum West Ham í ensku deildinni. 17 mörk í deildinni skiluðu Goddard sæti í 40 manna landsliðshóp Ron Greenwood fyrir HM á Spáni 1982. Paul Goddard í leik með liði West Ham United.Getty/Allsport Paul Goddard byrjaði á varamannabekknum á Laugardalsvelli 2. júní en átti eftir að koma inn á sem varamaður fyrir hálfleik í sínum fyrsta landsleik. Goddard kom inn á 40. mínútu eftir að Cyrille Regis meiddist. Goddard bjargaði andliti enska landsliðsins með því að jafna metin á 69. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Glenn Hoddle. Íslenska liðið var þá búið að vera yfir í 46 mínútur eða í raun í heilan hálfleik. Paul Goddard var ekki valinn í HM-hóp enska landsliðsins tveimur dögum síðar og átti aldrei eftir að klæðast enska A-landsliðsbúningnum aftur. Leikmennirnir sem spiluðu leikinn á Íslandi voru þeir menn sem voru að reyna að vinna sér sæti í HM-hópnum og komust á endanum sex þeirra með á HM. Knattspyrnusamband Íslands fékk síðan enska knattspyrnusambandið til að skrá leikinn með A-landsleik en upphaflega ætluðu Englendingar að skrá hann sem b-landsleik. Paul Goddard skoraði hins vegar 5 mörk í 8 leikjum með 21 árs landsliðinu frá 1980 til 1982 en Goddard var í Evrópumeistaraliði Englendingar á U21 mótinu seinna um sumarið 1982. Goddard skoraði síðan tólf mörk í ensku deildinni tímabilið 1982-83 en missti síðan mikið úr á 1983-84 tímabilinu vegna meiðsla. Hann meiddist síðan illa á öxl í fyrsta leik 1985-86 tímabilsins og missti síðan sætið til Frank McAvennie á einu besta tímabili í sögu West Ham. Goddard spilaði sinn síðasta leik með West Ham í nóvember 1986 og hann kvaddi eftir 71 mark í 213 leikjum með liðinu. West Ham seldi hann til Newcastle fyrir nýtt félagsmet á þeim tíma eða 415 þúsund pund. Paul Goddard var seldur til Derby County 1988 og spilaði síðan með Millwall (1989-91) og Ipswich Town (1991-94) áður en skórnir fóru upp á hillu. Landsleikirnir urðu hins vegar ekki fleiri en þessi eini á Laugardalsvellinum á þessu júníkvöldi fyrir meira en 38 árum síðan. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á morgun og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.00 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Sjá meira