Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 3. september 2020 22:22 Sveinn í Kálfskinni við gröf Hræreks konungs. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd við Eyjafjörð vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu norsks fylkiskonungs sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Konungsgröfin er við alfaraleið milli Dalvíkur og Akureyrar, í landi Kálfskinns. Hún er um það bil 400 metra frá þjóðveginum um Árskógsströnd. Það eru þó fáir sem koma að henni og sennilega ekki hátt hlutfall þjóðarinnar sem veit af henni. Sveinn Jónsson, fyrrverandi oddviti sveitarinnar, sem bjó í Kálfskinni í 75 ár, sýnir okkur gröfina, sem er einstök hérlendis. „Þetta er einasta konungsgröf að talið er á Íslandi,“ segir Sveinn. Talið er að Hrærekur konungur hafi komið að Kálfskinni í kringum árið 1020.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Á minningarsteini við gröfina stendur: „Hér er talið að Hrærekur konungur Dagsson frá Heiðmörk í Noregi sé grafinn. Dáinn að Kálfskinni um 1022.“ Neðar á smærra letri segir að steininn reisti Lionsklúbburinn Hrærekur árið 1976. Sagt er frá Hræreki í Heimskringlu, konungasögum Snorra Sturlusonar, Ólafs sögu helga. Þar kemur fram að Hrærekur hafi misst konungdæmi sitt á Heiðmörk eftir átök við annan norskan konung, Ólaf digra. „Ólafur yfirbugaði Hrærek, stakk úr honum augun og ætlaði að senda hann til Grænlands til að losna við hann,“ segir Sveinn. Ólafur fól íslenskum manni, Þórarni Nefjólssyni, að koma Hræreki úr landi með þessum orðum: „Að þú flytjir Hrærek til Grænlands og færir hann Leifi Eiríkssyni,“ segir í sögunni. „Þeir lenda í hafvillum og lenda á Íslandi,“ segir Sveinn. Hrærekur tók fyrst land í Breiðafirði, dvaldi síðan að Möðruvöllum í Eyjafirði en kom svo að Kálfskinni í kringum árið 1020, fyrir réttum þúsund árum. „Og hér dó hann eftir tvö ár og er grafinn hér. Og það er svo sem alveg sýnileg gröfin hans,“ segir Sveinn í Kálfskinni. Minningarskjöldur um Hrærek er við konungsgröfina, sem er friðlýst sem fornminjar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En það er erfitt fyrir ferðamenn að komast að gröfinni, þar er ekki einu sinni útskot fyrir bíla eða rútur. „Það er búið að teikna fallegan áningarstað. En það er ekkert fjármagn til að laga til svo að rútur og bílar geti verið þar og fólk gengið hérna. Ég hef að vísu mjög oft farið hér með ferðamenn, sérstaklega Norðmenn. Og ég hefði gjarnan viljað að Íslendingar vissu af þessu.“ Sveinn rifjar upp orð norsks læknis, sem kom að gröfinni. „Þá segir hann svona ósköp látlaust: Er þetta virðingin sem þið sýnið eina konungi sem grafinn er á Íslandi?“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalvíkurbyggð Noregur Fornminjar Ferðamennska á Íslandi Kóngafólk Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd við Eyjafjörð vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu norsks fylkiskonungs sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Konungsgröfin er við alfaraleið milli Dalvíkur og Akureyrar, í landi Kálfskinns. Hún er um það bil 400 metra frá þjóðveginum um Árskógsströnd. Það eru þó fáir sem koma að henni og sennilega ekki hátt hlutfall þjóðarinnar sem veit af henni. Sveinn Jónsson, fyrrverandi oddviti sveitarinnar, sem bjó í Kálfskinni í 75 ár, sýnir okkur gröfina, sem er einstök hérlendis. „Þetta er einasta konungsgröf að talið er á Íslandi,“ segir Sveinn. Talið er að Hrærekur konungur hafi komið að Kálfskinni í kringum árið 1020.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Á minningarsteini við gröfina stendur: „Hér er talið að Hrærekur konungur Dagsson frá Heiðmörk í Noregi sé grafinn. Dáinn að Kálfskinni um 1022.“ Neðar á smærra letri segir að steininn reisti Lionsklúbburinn Hrærekur árið 1976. Sagt er frá Hræreki í Heimskringlu, konungasögum Snorra Sturlusonar, Ólafs sögu helga. Þar kemur fram að Hrærekur hafi misst konungdæmi sitt á Heiðmörk eftir átök við annan norskan konung, Ólaf digra. „Ólafur yfirbugaði Hrærek, stakk úr honum augun og ætlaði að senda hann til Grænlands til að losna við hann,“ segir Sveinn. Ólafur fól íslenskum manni, Þórarni Nefjólssyni, að koma Hræreki úr landi með þessum orðum: „Að þú flytjir Hrærek til Grænlands og færir hann Leifi Eiríkssyni,“ segir í sögunni. „Þeir lenda í hafvillum og lenda á Íslandi,“ segir Sveinn. Hrærekur tók fyrst land í Breiðafirði, dvaldi síðan að Möðruvöllum í Eyjafirði en kom svo að Kálfskinni í kringum árið 1020, fyrir réttum þúsund árum. „Og hér dó hann eftir tvö ár og er grafinn hér. Og það er svo sem alveg sýnileg gröfin hans,“ segir Sveinn í Kálfskinni. Minningarskjöldur um Hrærek er við konungsgröfina, sem er friðlýst sem fornminjar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En það er erfitt fyrir ferðamenn að komast að gröfinni, þar er ekki einu sinni útskot fyrir bíla eða rútur. „Það er búið að teikna fallegan áningarstað. En það er ekkert fjármagn til að laga til svo að rútur og bílar geti verið þar og fólk gengið hérna. Ég hef að vísu mjög oft farið hér með ferðamenn, sérstaklega Norðmenn. Og ég hefði gjarnan viljað að Íslendingar vissu af þessu.“ Sveinn rifjar upp orð norsks læknis, sem kom að gröfinni. „Þá segir hann svona ósköp látlaust: Er þetta virðingin sem þið sýnið eina konungi sem grafinn er á Íslandi?“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dalvíkurbyggð Noregur Fornminjar Ferðamennska á Íslandi Kóngafólk Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent