Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins tók þátt í dagskráliðnum Yfirheyrslan í Brennslunni á FM957 í vikunni.
Þar svaraði hann fullt af spurningum og kom þar meðal annars í ljós að versta áleggið á pítsu að hans mati væri ananas, sem barn ætlaði hann sér að verða slökkviliðsmaður eða sprengisérfræðingur.
Sigmundur er verstur í því að ryksuga þegar kemur að heimilisverkunum en eiginkonan hans myndi líklega segja að hann væri verstur í öllu.
Draumar fara í taugarnar á Sigmundi og hann hrýtur töluvert. Það hefur minnkað töluvert eftir að hann tók af sér nokkur kíló.
Hér að neðan má sjá samtalið við Sigmund.