Draumur gæti ræst hjá unga Man. City manninum í Laugardalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 10:30 Phil Foden er búinn að ná sér í talsverða reynslu í stórum leikjum með Manchester City liðinu. EPA-EFE/Shaun Botterill Phil Foden er í enska landsliðshópnum sem á leiðinni til Íslands og getur því möguleika spilað sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum á laugardaginn kemur. Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate valdi hinn tvítuga Phil Foden í landsliðshópinn í fyrsta skiptið fyrir Þjóðadeildarleikina á móti Íslandi og Danmörku. Phil Foden hefur fengið mikið lof frá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, undanfarin ár en spænski stjórinn hefur jafnframt passað mikið upp á strákinn. „Ég er eiginlega ekki búinn að átta mig á þessu ennþá,“ sagði Phil Foden um landsliðssætið en BBC segir frá. Phil Foden says he will be realising the dream "of every kid on the estate" if he makes his England debut this week https://t.co/1YcxhnoI34 #mcfc pic.twitter.com/KwHmZIoSCP— BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2020 „Þegar ég var yngri þá dreymdi alla stráka í hverfinu um að spila fyrir enska landsliðið og við vorum að þykjast vera leikmenn landsliðsins,“ sagði Phil Foden. „Ég var einn af þessum strákum og nú er ég kominn í A-landsliðið. Það er svolítið klikkað,“ sagði Phil Foden „Ég vonast eftir því að fá fyrsta landsleikinn minn. Það verður stór stund fyrir mína fjölskyldu og ég mun reyna að njóta þess,“ sagði Phil Foden. Þetta yrði ekki fyrsti leikur hans á Laugardalsvelli því hann spilaði þar með liði Manchester City á móti West Ham í æfingaleik fyrir 2017-18 tímabilið. Leikurinn fór fram 4. ágúst 2017 og City vann leikinn 3-0 með mörkum frá Gabriel Jesus, Sergio Aguero og Raheem Sterling. Phil Foden spilaði vel með Manchester City liðinu á síðasta tímabil og skoraði 8 mörk í 38 leikjum af miðjunni. Hann var í byrjunarliðinu í úrslitaleik deildabikarsins á móti Aston Villa sem og í leiknum mikilvæga á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. "Pep s a believer that whoever trains well, he'll pick. I m going to prepare myself I d love to be a key player." Phil Foden has an England call-up but his focus is on establishing himself in the Man City side in David Silva's absencehttps://t.co/P3FLnhP2og #MCFC— FourFourTwo (@FourFourTwo) August 25, 2020 „Ég spilaði nokkra stóra leiki á þessu áru eins og bikarúrslitaleiki og stóra leiki í Meistaradeildinni. Það eru leikir sem allir vilja spila í. Stundum er það erfitt fyrir unga leikmenn að spila slíka leiki en Pep hefur verið þolinmóður með mig og spilað mér á réttum tímum,“ sagði Phil Foden. „Ég er búinn að læra mikið og er tilbúinn í að taka þetta skref,“ sagði Phil Foden. Phil Foden hefur alls spilað 51 leik fyrir yngri landslið Englendinga og skorað í þeim 19 mörk. Hann er búinn að spila 74 leiki fyrir Manchester City á undanförnum þremur tímabilum en fyrsta tækifærið í Meistaradeildinni með City fékk Foden þegar hann var aðeins 17 ára og 177 daga gamall. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Sjá meira
Phil Foden er í enska landsliðshópnum sem á leiðinni til Íslands og getur því möguleika spilað sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum á laugardaginn kemur. Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate valdi hinn tvítuga Phil Foden í landsliðshópinn í fyrsta skiptið fyrir Þjóðadeildarleikina á móti Íslandi og Danmörku. Phil Foden hefur fengið mikið lof frá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, undanfarin ár en spænski stjórinn hefur jafnframt passað mikið upp á strákinn. „Ég er eiginlega ekki búinn að átta mig á þessu ennþá,“ sagði Phil Foden um landsliðssætið en BBC segir frá. Phil Foden says he will be realising the dream "of every kid on the estate" if he makes his England debut this week https://t.co/1YcxhnoI34 #mcfc pic.twitter.com/KwHmZIoSCP— BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2020 „Þegar ég var yngri þá dreymdi alla stráka í hverfinu um að spila fyrir enska landsliðið og við vorum að þykjast vera leikmenn landsliðsins,“ sagði Phil Foden. „Ég var einn af þessum strákum og nú er ég kominn í A-landsliðið. Það er svolítið klikkað,“ sagði Phil Foden „Ég vonast eftir því að fá fyrsta landsleikinn minn. Það verður stór stund fyrir mína fjölskyldu og ég mun reyna að njóta þess,“ sagði Phil Foden. Þetta yrði ekki fyrsti leikur hans á Laugardalsvelli því hann spilaði þar með liði Manchester City á móti West Ham í æfingaleik fyrir 2017-18 tímabilið. Leikurinn fór fram 4. ágúst 2017 og City vann leikinn 3-0 með mörkum frá Gabriel Jesus, Sergio Aguero og Raheem Sterling. Phil Foden spilaði vel með Manchester City liðinu á síðasta tímabil og skoraði 8 mörk í 38 leikjum af miðjunni. Hann var í byrjunarliðinu í úrslitaleik deildabikarsins á móti Aston Villa sem og í leiknum mikilvæga á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. "Pep s a believer that whoever trains well, he'll pick. I m going to prepare myself I d love to be a key player." Phil Foden has an England call-up but his focus is on establishing himself in the Man City side in David Silva's absencehttps://t.co/P3FLnhP2og #MCFC— FourFourTwo (@FourFourTwo) August 25, 2020 „Ég spilaði nokkra stóra leiki á þessu áru eins og bikarúrslitaleiki og stóra leiki í Meistaradeildinni. Það eru leikir sem allir vilja spila í. Stundum er það erfitt fyrir unga leikmenn að spila slíka leiki en Pep hefur verið þolinmóður með mig og spilað mér á réttum tímum,“ sagði Phil Foden. „Ég er búinn að læra mikið og er tilbúinn í að taka þetta skref,“ sagði Phil Foden. Phil Foden hefur alls spilað 51 leik fyrir yngri landslið Englendinga og skorað í þeim 19 mörk. Hann er búinn að spila 74 leiki fyrir Manchester City á undanförnum þremur tímabilum en fyrsta tækifærið í Meistaradeildinni með City fékk Foden þegar hann var aðeins 17 ára og 177 daga gamall. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Sjá meira