Hafþór Júlíus lofar því að láta nettröllin líta illa út í Las Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 08:30 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig vel niður eins og sést á þessari mynd af Instagram síðu hans. Mynd/Instagram Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að breyta sér úr kraftlyftingamanni í hnefaleikamann. Það hafa margir gagnrýnt kappann fyrir hnefaleikatilþrifin hans hingað til og mótherji hans í Las Vegas hefur sem dæmi ekki miklar áhyggjur. Hafþór Júlíus hefur aftur á móti þegar bætt sig mikið á stuttum tíma og er núna kominn í miklu betra hnefaleikaform en hann var í byrjun. Fjallið er orðinn svo kokhraustur að hann er farinn að sýna heilmikið frá hnefaleikaæfingunum sínum á Youtube. Hafþór var nefnilega óhræddur við að sýna mikið af sér í hnefaleikahringnum á dögunum og gefa þá fyrrnefndum gagnrýnendum tækifæri til að skjóta á hann á ný. View this post on Instagram Sparring video up on my YouTube channel! Click fast. Link is in my bio!! A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Sep 1, 2020 at 8:38am PDT Hafþór Júlíus Björnsson reyndi sig á móti mörgum ólíkum hnefaleikaköppum á æfingunni en þeir áttu það þó sameiginlegt að vera svipað háir og væntanlegur mótherji hans sem er Eddie Hall. „Ég náði nokkrum góðum höggum en fékk líka nokkur góð högg. Í síðasta bardaganum þá leyfði ég Skúla að ná nokkrum höggum á mig. Ég verð líka að vera vanur að fá högg. Ég ætla að undirbúa mig fyrir allt og það mun ekkert koma mér á óvart í Las Vegas,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ég að berjast við æfingafélaga einu sinni í viku núna og hina dagana þá er ég að æfa tækniþættina. Ekki endilega hraða heldur frekar fótavinnu og að hreyfa sig rétt,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í lok æfingarinnar. Hann beindi síðan orðum sínum til allra nettröllanna en það er nóg af þeim hjá svona frægum manni. „Það eru margir að skrifa það á netinu að ég sé svo seinn og þungur á mér, að ég sé aumkunarverður og að ég sé hitt og þetta. Þið megið segja það sem þið viljið. Á næsta ári mun ég fagna sigri og ég get ekki beðið eftir að sýna að þið höfðuð rangt fyrir ykkur,“ sagði Hafþór Júlíus. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið af Hafþóri Júlíusi að berjast. watch on YouTube Box Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að breyta sér úr kraftlyftingamanni í hnefaleikamann. Það hafa margir gagnrýnt kappann fyrir hnefaleikatilþrifin hans hingað til og mótherji hans í Las Vegas hefur sem dæmi ekki miklar áhyggjur. Hafþór Júlíus hefur aftur á móti þegar bætt sig mikið á stuttum tíma og er núna kominn í miklu betra hnefaleikaform en hann var í byrjun. Fjallið er orðinn svo kokhraustur að hann er farinn að sýna heilmikið frá hnefaleikaæfingunum sínum á Youtube. Hafþór var nefnilega óhræddur við að sýna mikið af sér í hnefaleikahringnum á dögunum og gefa þá fyrrnefndum gagnrýnendum tækifæri til að skjóta á hann á ný. View this post on Instagram Sparring video up on my YouTube channel! Click fast. Link is in my bio!! A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Sep 1, 2020 at 8:38am PDT Hafþór Júlíus Björnsson reyndi sig á móti mörgum ólíkum hnefaleikaköppum á æfingunni en þeir áttu það þó sameiginlegt að vera svipað háir og væntanlegur mótherji hans sem er Eddie Hall. „Ég náði nokkrum góðum höggum en fékk líka nokkur góð högg. Í síðasta bardaganum þá leyfði ég Skúla að ná nokkrum höggum á mig. Ég verð líka að vera vanur að fá högg. Ég ætla að undirbúa mig fyrir allt og það mun ekkert koma mér á óvart í Las Vegas,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ég að berjast við æfingafélaga einu sinni í viku núna og hina dagana þá er ég að æfa tækniþættina. Ekki endilega hraða heldur frekar fótavinnu og að hreyfa sig rétt,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í lok æfingarinnar. Hann beindi síðan orðum sínum til allra nettröllanna en það er nóg af þeim hjá svona frægum manni. „Það eru margir að skrifa það á netinu að ég sé svo seinn og þungur á mér, að ég sé aumkunarverður og að ég sé hitt og þetta. Þið megið segja það sem þið viljið. Á næsta ári mun ég fagna sigri og ég get ekki beðið eftir að sýna að þið höfðuð rangt fyrir ykkur,“ sagði Hafþór Júlíus. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið af Hafþóri Júlíusi að berjast. watch on YouTube
Box Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira