Langflestir sáttir við sóttvarnaraðgerðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2020 16:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi þar sem sóttvarnaraðgerðir voru kynntar. Í baksýn eru Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Almenningur virðist almennt ánægður með sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda sem verið hafa í gildi undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Þá vilja fleiri harðari aðgerðir en vægari aðgerðir, bæði innanlands og á landamærum, en flestir eru sáttir við núverandi fyrirkomulag. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem birtar voru á Vísindavefnum í dag. Könnunin var lögð fyrir netpanel Félagsvísindastofnunar dagana 13. ágúst til 30. ágúst. Sendur var út spurningalisti á 500 einstaklinga á hverjum degi svo hægt væri að merkja mun á svörum milli daga ef einhver yrði. ágúst. Þátttakendur voru annars vegar spurðir um viðhorf til þeirra sóttvarnaraðgerða sem í gildi eru innanlands og hins vegar um viðhorf til sóttvarnaraðgerða sem í gildi eru á landamærum Íslands. Þátttakendur gátu svarað á þá leið að þeir vildu hertar aðgerðir, óbreyttar eða vægari aðgerðar. Samkvæmt könnuninni reyndist almenningur ánægður með þær aðgerðir sem settar voru um miðjan ágúst. Frá og með 19. ágúst hafa allir komufarþegar til landsins verið skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka er á landamærum og að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 5-6 daga fram að seinni sýnatöku. Þegar tímabilið í heild er skoðað kemur í ljós að um 13 prósent vilja vægari aðgerðir innanlands, 24 prósent harðari en meirihluti, tæp 63 prósent, vill óbreyttar aðgerðir. Um 13 prósent vilja vægari aðgerðir á landamærum, 34 prósent vilja harðari aðgerðir og rúmlega 50 prósent óbreyttar aðgerðir. „Þegar við biðjum almenning um að velja á milli harðari aðgerða á landamærum eða innanlands, þá vill langhæsta hlutfallið, eða tæp 67% harðari aðgerðir á landamærunum, í samanburði við tæp 18% sem kjósa slíkt innanlands og tæp 16% sem vilja ekki að aðgerðir séu hertar, hvorki á landamærum né innanlands,“ segir í niðurstöðu könnunarinnar. Þá birtist sama mynd þegar nýjustu niðurstöður eru skoðaðar sérstaklega. Þær gefi til kynna að mikill meirihluti svarenda, eða tveir af hverjum þremur, kjósi óbreyttar aðgerðir, hvort sem er á landamærum eða innanlands. Niðurstöðurnar eru settar fram á myndrænan hátt hér fyrir neðan. Mynd 1 sýnir afstöðu til aðgerða innanlands eftir dögum, og sjá má að viðhorfin hafa ekki breyst mikið yfir tímabilið. Þeir sem vilja vægari aðgerðir eru á bilinu 7-19%, harðari aðgerðir vilja 18-35% en stærsti hlutinn er sáttur við aðgerðir, eða frá 49 til 71%. Það er því alltaf um eða vel yfir helmingur landsmanna sem eru sáttir við aðgerðir innanlands. Mynd 1. Mynd 2 sýnir afstöðu til aðgerða á landamærunum eftir dögum, en þar má sjá að á bilinu 7-21% vilja vægari aðgerðir á landamærunum, 37-68% vilja óbreyttar aðgerðir, en 19-61% vilja hertari aðgerðir. „Þarna má sjá verulegan mun eftir dögum, sem væntanlega skýrist að því að svarendur um miðjan ágúst eru líklegir til að hafa í huga vægari aðgerðir sem voru í sumar og vildu sjá aðgerðir hertar. Þegar aðgerðir eru svo hertar 19. ágúst þá er meirihlutinn sáttur við þær aðgerðir,“ segir í niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar. Mynd 2. Mynd 3 sýnir að á bilinu 56-78% Íslendinga vilja frekar herða aðgerðir á landamærunum, á meðan einungis 14-21% vilja frekar herða aðgerðir innanlands. Á bilinu 7-26% vilja ekki hertar aðgerðir. „Af þessu má draga þá ályktun að tiltölulega mikil sátt hafi ríkt á meðal Íslendinga varðandi hertar aðgerðir, að minnsta kosti fram til 30. ágúst.“ Mynd 3. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Almenningur virðist almennt ánægður með sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda sem verið hafa í gildi undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Þá vilja fleiri harðari aðgerðir en vægari aðgerðir, bæði innanlands og á landamærum, en flestir eru sáttir við núverandi fyrirkomulag. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem birtar voru á Vísindavefnum í dag. Könnunin var lögð fyrir netpanel Félagsvísindastofnunar dagana 13. ágúst til 30. ágúst. Sendur var út spurningalisti á 500 einstaklinga á hverjum degi svo hægt væri að merkja mun á svörum milli daga ef einhver yrði. ágúst. Þátttakendur voru annars vegar spurðir um viðhorf til þeirra sóttvarnaraðgerða sem í gildi eru innanlands og hins vegar um viðhorf til sóttvarnaraðgerða sem í gildi eru á landamærum Íslands. Þátttakendur gátu svarað á þá leið að þeir vildu hertar aðgerðir, óbreyttar eða vægari aðgerðar. Samkvæmt könnuninni reyndist almenningur ánægður með þær aðgerðir sem settar voru um miðjan ágúst. Frá og með 19. ágúst hafa allir komufarþegar til landsins verið skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka er á landamærum og að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 5-6 daga fram að seinni sýnatöku. Þegar tímabilið í heild er skoðað kemur í ljós að um 13 prósent vilja vægari aðgerðir innanlands, 24 prósent harðari en meirihluti, tæp 63 prósent, vill óbreyttar aðgerðir. Um 13 prósent vilja vægari aðgerðir á landamærum, 34 prósent vilja harðari aðgerðir og rúmlega 50 prósent óbreyttar aðgerðir. „Þegar við biðjum almenning um að velja á milli harðari aðgerða á landamærum eða innanlands, þá vill langhæsta hlutfallið, eða tæp 67% harðari aðgerðir á landamærunum, í samanburði við tæp 18% sem kjósa slíkt innanlands og tæp 16% sem vilja ekki að aðgerðir séu hertar, hvorki á landamærum né innanlands,“ segir í niðurstöðu könnunarinnar. Þá birtist sama mynd þegar nýjustu niðurstöður eru skoðaðar sérstaklega. Þær gefi til kynna að mikill meirihluti svarenda, eða tveir af hverjum þremur, kjósi óbreyttar aðgerðir, hvort sem er á landamærum eða innanlands. Niðurstöðurnar eru settar fram á myndrænan hátt hér fyrir neðan. Mynd 1 sýnir afstöðu til aðgerða innanlands eftir dögum, og sjá má að viðhorfin hafa ekki breyst mikið yfir tímabilið. Þeir sem vilja vægari aðgerðir eru á bilinu 7-19%, harðari aðgerðir vilja 18-35% en stærsti hlutinn er sáttur við aðgerðir, eða frá 49 til 71%. Það er því alltaf um eða vel yfir helmingur landsmanna sem eru sáttir við aðgerðir innanlands. Mynd 1. Mynd 2 sýnir afstöðu til aðgerða á landamærunum eftir dögum, en þar má sjá að á bilinu 7-21% vilja vægari aðgerðir á landamærunum, 37-68% vilja óbreyttar aðgerðir, en 19-61% vilja hertari aðgerðir. „Þarna má sjá verulegan mun eftir dögum, sem væntanlega skýrist að því að svarendur um miðjan ágúst eru líklegir til að hafa í huga vægari aðgerðir sem voru í sumar og vildu sjá aðgerðir hertar. Þegar aðgerðir eru svo hertar 19. ágúst þá er meirihlutinn sáttur við þær aðgerðir,“ segir í niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar. Mynd 2. Mynd 3 sýnir að á bilinu 56-78% Íslendinga vilja frekar herða aðgerðir á landamærunum, á meðan einungis 14-21% vilja frekar herða aðgerðir innanlands. Á bilinu 7-26% vilja ekki hertar aðgerðir. „Af þessu má draga þá ályktun að tiltölulega mikil sátt hafi ríkt á meðal Íslendinga varðandi hertar aðgerðir, að minnsta kosti fram til 30. ágúst.“ Mynd 3.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira