Hættir eftir sjötíu ár hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 16:30 Ken Friar var á Wembley þegar Arsenal tryggði sér enska bikarinn í byrjun ágúst. Arsenal vann sjö Englandsmeistaratitla og enska bikarinn ellefu sinnum á starfaldri sínum hjá Arsenal. Getty/Stuart MacFarlane/ Það hefur margt breyst í heiminum á sjö áratugum en einum starfsmanni hjá Arsenal tókst þó að vera hjá félaginu í allan þennan tíma. Ken Friar hefur nú sagt sig úr stjórninni hjá Arsenal en hann hefur verið sjötíu ár hjá félaginu. Ken Friar er nú 86 ára gamall en hann kom fyrst til Arsenal árið 1950. Þegar Friar byrjaði að vinna hjá Arsenal þá var sem dæmi hinn fimmtán ára gamli Elvis Presley nýfluttur til Memphis og rétt að byrja að læra á gítarinn. Friar byrjaði að vinna í miðasölunni en vann sig upp og varð síðar framkvæmdastjóri. Hann kom mikið að því þegar Arsemal flutti sig frá Highbury yfir á Emirates Stadium. Our much beloved and respected executive director, Ken Friar, is to become a life president of the club from today after deciding to step down from the board and retire from his executive responsibilities.— Arsenal (@Arsenal) September 1, 2020 „Samfélagið, fótboltinn og félagið hafa breyst gríðarlega á þessum árum en Arsenal hefur verið stöðugt afl,“ sagði Ken Friar í viðtali við heimasíðu Arsenal. „Við höfum unnið og tapað mörgum fótboltaleikjum á þessum tíma en við höfum á sama tíma áttað okkur á því hversu mikilvægu hlutverki við sinnum í okkar samfélagi og enn víðar. Ég veit að menn munu halda því áfram,“ sagði Ken Friar. „Ég tók þess ákvörðun fyrir nokkrum mánuðum og áður en faraldurinn mætti á svæðið. Félagið er í góðum höndum hjá Stan og Josh Kroenke sem og stjórninni og starfsfólkinu,“ sagði Ken Friar. Ken Friar var heiðraður við þessu tímamót með því að verða heiðursforseti hjá félaginu. Enski boltinn England Bretland Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira
Það hefur margt breyst í heiminum á sjö áratugum en einum starfsmanni hjá Arsenal tókst þó að vera hjá félaginu í allan þennan tíma. Ken Friar hefur nú sagt sig úr stjórninni hjá Arsenal en hann hefur verið sjötíu ár hjá félaginu. Ken Friar er nú 86 ára gamall en hann kom fyrst til Arsenal árið 1950. Þegar Friar byrjaði að vinna hjá Arsenal þá var sem dæmi hinn fimmtán ára gamli Elvis Presley nýfluttur til Memphis og rétt að byrja að læra á gítarinn. Friar byrjaði að vinna í miðasölunni en vann sig upp og varð síðar framkvæmdastjóri. Hann kom mikið að því þegar Arsemal flutti sig frá Highbury yfir á Emirates Stadium. Our much beloved and respected executive director, Ken Friar, is to become a life president of the club from today after deciding to step down from the board and retire from his executive responsibilities.— Arsenal (@Arsenal) September 1, 2020 „Samfélagið, fótboltinn og félagið hafa breyst gríðarlega á þessum árum en Arsenal hefur verið stöðugt afl,“ sagði Ken Friar í viðtali við heimasíðu Arsenal. „Við höfum unnið og tapað mörgum fótboltaleikjum á þessum tíma en við höfum á sama tíma áttað okkur á því hversu mikilvægu hlutverki við sinnum í okkar samfélagi og enn víðar. Ég veit að menn munu halda því áfram,“ sagði Ken Friar. „Ég tók þess ákvörðun fyrir nokkrum mánuðum og áður en faraldurinn mætti á svæðið. Félagið er í góðum höndum hjá Stan og Josh Kroenke sem og stjórninni og starfsfólkinu,“ sagði Ken Friar. Ken Friar var heiðraður við þessu tímamót með því að verða heiðursforseti hjá félaginu.
Enski boltinn England Bretland Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira