Foreldrarnir héldu að hann væri að segja þeim frá því að konan væri ólétt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 12:30 Conor Coady var ekki nógu góður fyrir Liverpool liðið fyrir sex árum en nú er hann kominn í enska landsliðið. Getty/Sam Bagnall Conor Coady er á leiðinni til Íslands með enska landsliðinu á föstudaginn og hann var mjög spenntur þegar hann sagði mömmu sinni og pabba fréttirnar. Conor Coady, miðvörður Úlfanna, hefur unnið sig aftur upp efir að Liverpool lét hann fara fyrir sex árum og landsliðsþjálfarinn Gareth Soutgate er nú búinn að taka hann inn í enska landsliðshópinn sinn. Conor Coady er nú 27 ára gamall og að fá sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu. Hann var í unglingalandsliðum Englands frá sextán til tuttugu ára aldri. Coady kom upp hjá Liverpool en yfirgaf félagið árið 2014 þegar hann samdi við Huddersfield í ensku b-deildinni. Conor Coady kom til Wolverhampton Wanderers árið 2015 og hjálpaði liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Hann er nú fyrirliði liðsins sem hefur verið að gera flotta hluti í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar leiktíðir. Conor Coady sagði BBC skemmtilega sögu af því þegar hann sagði foreldrum sínum frá því að hann væri kominn í enska landsliðið. "Me and my wife said to my parents: 'We've got news for you."Conor Coady says his parents thought news of his England call-up was he telling them his wife was pregnant https://t.co/ldhpj5rGdn #wwfc pic.twitter.com/ho4SB3g8MH— BBC Sport (@BBCSport) September 2, 2020 „Ég og konan mín sögðu við foreldra mína: Við höfum fréttir fyrir ykkur,“ sagði Conor Coady. „Ég hafði tekið utan um konuna mína og mamma og pabbi sögðu: Ó, Amie er ekki ófrísk aftur er það?,“ sagði Conor Coady. Conor og Amie Coady eiga þrjá stráka saman en það var ekki von á fjölgun í fjölskyldunni. „Ég sagði: Nei, ég á þegar þrjá stráka,“ sagði Conor Coady og sagði foreldrum gleðifréttirnar. Hann sagðist líka verið skjálfandi eftir símtalið frá landsliðsþjálfaranum. Gareth Southgate hafði verið að reyna að ná í hann og Coady hringdi til baka. „Þetta var símtal sem ég mun aldrei gleyma svo lengi sem ég lifi,“ sagði Conor Coady. „Ég hugsa aldrei of langt fram í tímann og einbeiti mér bara að nútíðinni. Ég vil bara halda áfram að spila fótbolta. Ég er í frábæru félagi og ég vissi það að ef ég myndi leggja mikið á mig þá gæti hlutir gerst og ég hafði heppnina með mér,“ sagði Conor Coady. Coady var fyrirliði enska sautján ára landsliðsins á EM 2010 og hann var líka fyrirliði tuttugu ára landsliðsins á HM 2013. Harry Kane, Eric Dier og John Stones voru allir í þessum liðum og þeir hafa síðan komist í enska landsliðið en ekki Coady. "My phone was going off in my pocket, I thought 'Ah I'll ring them back when I get home' I had a text saying Gareth Southgate's trying to ring you. I picked the boys up and ran back home"Conor Coady explains how he nearly missed Gareth Southgate's phone call pic.twitter.com/zcOSekOqEN— Football Daily (@footballdaily) September 2, 2020 Þegar Nuno Espirito Santo tók við Úlfunum þá notaði hann Coady í þriggja manna vörn sem er kerfi sem Gareth Southgate notar hjá enska landsliðinu. „Ég horfi á alla leiki enska landsliðsins svo ég veit vel hversu erfitt er að komast í þetta lið. Þetta hefur verið draumur hjá mér undanfarin tvö ár. Núna þegar ég er kominn í liðið þá vil ég njóta þess og reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get hvort sem það er á æfingum eða í leikjum,“ sagði Conor Coady. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Sjá meira
Conor Coady er á leiðinni til Íslands með enska landsliðinu á föstudaginn og hann var mjög spenntur þegar hann sagði mömmu sinni og pabba fréttirnar. Conor Coady, miðvörður Úlfanna, hefur unnið sig aftur upp efir að Liverpool lét hann fara fyrir sex árum og landsliðsþjálfarinn Gareth Soutgate er nú búinn að taka hann inn í enska landsliðshópinn sinn. Conor Coady er nú 27 ára gamall og að fá sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu. Hann var í unglingalandsliðum Englands frá sextán til tuttugu ára aldri. Coady kom upp hjá Liverpool en yfirgaf félagið árið 2014 þegar hann samdi við Huddersfield í ensku b-deildinni. Conor Coady kom til Wolverhampton Wanderers árið 2015 og hjálpaði liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Hann er nú fyrirliði liðsins sem hefur verið að gera flotta hluti í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar leiktíðir. Conor Coady sagði BBC skemmtilega sögu af því þegar hann sagði foreldrum sínum frá því að hann væri kominn í enska landsliðið. "Me and my wife said to my parents: 'We've got news for you."Conor Coady says his parents thought news of his England call-up was he telling them his wife was pregnant https://t.co/ldhpj5rGdn #wwfc pic.twitter.com/ho4SB3g8MH— BBC Sport (@BBCSport) September 2, 2020 „Ég og konan mín sögðu við foreldra mína: Við höfum fréttir fyrir ykkur,“ sagði Conor Coady. „Ég hafði tekið utan um konuna mína og mamma og pabbi sögðu: Ó, Amie er ekki ófrísk aftur er það?,“ sagði Conor Coady. Conor og Amie Coady eiga þrjá stráka saman en það var ekki von á fjölgun í fjölskyldunni. „Ég sagði: Nei, ég á þegar þrjá stráka,“ sagði Conor Coady og sagði foreldrum gleðifréttirnar. Hann sagðist líka verið skjálfandi eftir símtalið frá landsliðsþjálfaranum. Gareth Southgate hafði verið að reyna að ná í hann og Coady hringdi til baka. „Þetta var símtal sem ég mun aldrei gleyma svo lengi sem ég lifi,“ sagði Conor Coady. „Ég hugsa aldrei of langt fram í tímann og einbeiti mér bara að nútíðinni. Ég vil bara halda áfram að spila fótbolta. Ég er í frábæru félagi og ég vissi það að ef ég myndi leggja mikið á mig þá gæti hlutir gerst og ég hafði heppnina með mér,“ sagði Conor Coady. Coady var fyrirliði enska sautján ára landsliðsins á EM 2010 og hann var líka fyrirliði tuttugu ára landsliðsins á HM 2013. Harry Kane, Eric Dier og John Stones voru allir í þessum liðum og þeir hafa síðan komist í enska landsliðið en ekki Coady. "My phone was going off in my pocket, I thought 'Ah I'll ring them back when I get home' I had a text saying Gareth Southgate's trying to ring you. I picked the boys up and ran back home"Conor Coady explains how he nearly missed Gareth Southgate's phone call pic.twitter.com/zcOSekOqEN— Football Daily (@footballdaily) September 2, 2020 Þegar Nuno Espirito Santo tók við Úlfunum þá notaði hann Coady í þriggja manna vörn sem er kerfi sem Gareth Southgate notar hjá enska landsliðinu. „Ég horfi á alla leiki enska landsliðsins svo ég veit vel hversu erfitt er að komast í þetta lið. Þetta hefur verið draumur hjá mér undanfarin tvö ár. Núna þegar ég er kominn í liðið þá vil ég njóta þess og reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get hvort sem það er á æfingum eða í leikjum,“ sagði Conor Coady.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Sjá meira