KR vann Fylki í spennandi leik Bjarni Bjarnason skrifar 2. september 2020 08:05 Fyrstu viðureigninni í Vodafone-deildinni lauk með sigri KR í hörkuspennandi leik við Fylki. Kortið Nuke var valið af liði KR sem var heimalið í þessari viðureign. Þaulreynt lið KR byrjaði með góðum stíganda í sókn (terrorist) og þegar þeir tóku fyrstu lotuna leit allt út fyrir að KR-ingar myndu fara auðveldlega í gegnum Fylkismenn. Fylkir reyndi að malda í móinn og náði að krækja í eina og eina lotu en náðu ekki að fylgja nógu vel eftir lotunum sem þeir tóku. Skipid (Tumi Geirsson), leikmaður Fylkis, tók út þrjá leikmenn KR í mikilvægu í áttundu lotu en það var ekki nóg til að koma Fylki af stað. Þeir voru þvingaðir til lélegra kaupa í 15. lotu og KR lokaði hálfleiknum í góðri stöðu 10-5. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleik líka vel með því að taka fyrstu lotu og það virtist ekki vera mikil von hjá Fylki. En Fylkir kom KR á óvart með því að kaupa í annarri lotu og komu sér af stað inn í leikinn. Staðan var 11-6 KR í vil, en það lið sem er fyrst í 16 vinnur leikinn. Markaði þessi leikflétta upphaf endurreisnarinnar fyrir Fylki. Þeir virtust vera búnir að stela keflinu af KR-ingum og stýrðu leiknum þrátt fyrir að vera undir. Þegar staðan var 14-13 fyrir KR þá leit allt út fyrir að leikurinn færi í framlengingu. Hvort það var inngrip óheilladísarinnar eða spennan sem náði til viruz (Magnús Árni Magnússon) þá klikkaði hann á mikilvægu skoti og komust KR-ingar aftur inn í leikinn, staðan 15-13 fyrir KR. Leikmenn Fylkis börðust hetjulega og fengu KR-ingar sannarlega að svitna en það dugði ekki til. KR vann leikinn 16-13. Fylkir sendi skýr skilaboð að þeir ætli sér að berjast um efstu fjögur sætin með stórskemmtilegum leik á heimavelli KR. Critical maður leiksins var Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) sem átti frábæran leik og tók margar áhrifamiklar ákvarðanir sem breyttu gangi leiksins KR í vil. Vodafone-deildin Rafíþróttir Fylkir KR Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti
Fyrstu viðureigninni í Vodafone-deildinni lauk með sigri KR í hörkuspennandi leik við Fylki. Kortið Nuke var valið af liði KR sem var heimalið í þessari viðureign. Þaulreynt lið KR byrjaði með góðum stíganda í sókn (terrorist) og þegar þeir tóku fyrstu lotuna leit allt út fyrir að KR-ingar myndu fara auðveldlega í gegnum Fylkismenn. Fylkir reyndi að malda í móinn og náði að krækja í eina og eina lotu en náðu ekki að fylgja nógu vel eftir lotunum sem þeir tóku. Skipid (Tumi Geirsson), leikmaður Fylkis, tók út þrjá leikmenn KR í mikilvægu í áttundu lotu en það var ekki nóg til að koma Fylki af stað. Þeir voru þvingaðir til lélegra kaupa í 15. lotu og KR lokaði hálfleiknum í góðri stöðu 10-5. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleik líka vel með því að taka fyrstu lotu og það virtist ekki vera mikil von hjá Fylki. En Fylkir kom KR á óvart með því að kaupa í annarri lotu og komu sér af stað inn í leikinn. Staðan var 11-6 KR í vil, en það lið sem er fyrst í 16 vinnur leikinn. Markaði þessi leikflétta upphaf endurreisnarinnar fyrir Fylki. Þeir virtust vera búnir að stela keflinu af KR-ingum og stýrðu leiknum þrátt fyrir að vera undir. Þegar staðan var 14-13 fyrir KR þá leit allt út fyrir að leikurinn færi í framlengingu. Hvort það var inngrip óheilladísarinnar eða spennan sem náði til viruz (Magnús Árni Magnússon) þá klikkaði hann á mikilvægu skoti og komust KR-ingar aftur inn í leikinn, staðan 15-13 fyrir KR. Leikmenn Fylkis börðust hetjulega og fengu KR-ingar sannarlega að svitna en það dugði ekki til. KR vann leikinn 16-13. Fylkir sendi skýr skilaboð að þeir ætli sér að berjast um efstu fjögur sætin með stórskemmtilegum leik á heimavelli KR. Critical maður leiksins var Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) sem átti frábæran leik og tók margar áhrifamiklar ákvarðanir sem breyttu gangi leiksins KR í vil.
Vodafone-deildin Rafíþróttir Fylkir KR Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti