Neville: Þetta Man. United lið getur ekki barist um titilinn á þessu tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 14:00 Manchester United þarf sterkari leikmenn en þá Jesse Lingard, Brandon Williams, Timothy Fosu-Mensah eða Odion Ighalo EPA-EFE/Oli Scarff Manchester United hefur ekki gengið vel í að styrkja leikmannahópinn sinn í sumar og það er ljóst á orðum Gary Neville að gamli fyrirliði United liðsins er ekki nægilega sáttur með þróun mála. Manchester United er við það að ganga frá kaupum á miðjumanninum Donny van de Beek frá Ajax og mun borga um 40 milljónir punda fyrir hann. Neville segir að liðið þurfi á miklu meiri liðstyrk að halda ætli það að berjast um enska meistaratitilinn á komandi tímabili. Gary Neville ræddi við Sky Sports News um komandi leiktíð hjá Manchester United sem gaf stuðningsmönnum sínum von með flottum endi þar sem liðið spilaði sig upp í Meistaradeildarsæti. „Þessi leikmannahópur Manchester United, eins og hann lítur út í dag, hefur ekki burði til að berjast um enska meistaratitilinn á þessari leiktíð,“ sagði Gary Neville. "The #MUFC squad, as it stands today, cannot challenge for the Premier League title this season." @GNev2 has given his verdict on former club Manchester United ahead of the new Premier League season...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2020 „Hópurinn þurfti fjóra eða fimm nýja leikmenn og hann þarf ennþá á þessum fjórum eða fimm nýju leikmönnum að halda. Ég er búinn að segja þetta í eitt ár og hef meira segja talað um leikstöðurnar sem þarf að bæta,“ sagði Gary Neville. „Það er pirrandi sem stuðningsmaður United að félagið hafi ekki gengið frá sínum málum fyrr en það hafa komið upp tímapunktar á síðustu tíu árum þar sem félagið hefur farið á taugum á félagsskiptamarkaðnum. Þetta eru dæmi þegar menn hafa brugðust of hart við, borgað of mikið fyir menn og hreinlega valið vitlaust,“ sagði Gary Neville. „Þú verður því að vera skynsamur. Ef samningur er ekki í boði þá sleppir þú honum. Það er hins vegar að byggjast upp spenna á samfélagsmiðlum. Af hverju er ekki búið að kaupa Jadon Sancho? Af hverju náðu menn ekki í Thiago Alcantara? Af hverju erum við ekki að fá þessa menn sem eru að fara til hinna liðanna?,“ sagði Gary Neville. „Aðalmálið er að þeir þurfa nýja leikmenn. Þeir þurfa að ná í þessa menn til að komast upp í hóp tveggja efstu liðanna. Það hlýtur að vera markmið Ole Gunnars Solskjær á þessu tímabili og til að ná því þá þarf hann að fá meiri liðstyrk. Stjórnin gerir sér grein fyrir því,“ sagði Gary Neville. „Þeir eru hins vegar að eiga við klóka menn í hinum félögunum og þurfa að takast á við alla umboðsmennina sem eru á markaðnum. Það er ekki auðvelt en þetta er eitthvað sem þeir verða að gera,“ sagði Neville en það má lesa allt um hans skoðun hér. Enski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira
Manchester United hefur ekki gengið vel í að styrkja leikmannahópinn sinn í sumar og það er ljóst á orðum Gary Neville að gamli fyrirliði United liðsins er ekki nægilega sáttur með þróun mála. Manchester United er við það að ganga frá kaupum á miðjumanninum Donny van de Beek frá Ajax og mun borga um 40 milljónir punda fyrir hann. Neville segir að liðið þurfi á miklu meiri liðstyrk að halda ætli það að berjast um enska meistaratitilinn á komandi tímabili. Gary Neville ræddi við Sky Sports News um komandi leiktíð hjá Manchester United sem gaf stuðningsmönnum sínum von með flottum endi þar sem liðið spilaði sig upp í Meistaradeildarsæti. „Þessi leikmannahópur Manchester United, eins og hann lítur út í dag, hefur ekki burði til að berjast um enska meistaratitilinn á þessari leiktíð,“ sagði Gary Neville. "The #MUFC squad, as it stands today, cannot challenge for the Premier League title this season." @GNev2 has given his verdict on former club Manchester United ahead of the new Premier League season...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2020 „Hópurinn þurfti fjóra eða fimm nýja leikmenn og hann þarf ennþá á þessum fjórum eða fimm nýju leikmönnum að halda. Ég er búinn að segja þetta í eitt ár og hef meira segja talað um leikstöðurnar sem þarf að bæta,“ sagði Gary Neville. „Það er pirrandi sem stuðningsmaður United að félagið hafi ekki gengið frá sínum málum fyrr en það hafa komið upp tímapunktar á síðustu tíu árum þar sem félagið hefur farið á taugum á félagsskiptamarkaðnum. Þetta eru dæmi þegar menn hafa brugðust of hart við, borgað of mikið fyir menn og hreinlega valið vitlaust,“ sagði Gary Neville. „Þú verður því að vera skynsamur. Ef samningur er ekki í boði þá sleppir þú honum. Það er hins vegar að byggjast upp spenna á samfélagsmiðlum. Af hverju er ekki búið að kaupa Jadon Sancho? Af hverju náðu menn ekki í Thiago Alcantara? Af hverju erum við ekki að fá þessa menn sem eru að fara til hinna liðanna?,“ sagði Gary Neville. „Aðalmálið er að þeir þurfa nýja leikmenn. Þeir þurfa að ná í þessa menn til að komast upp í hóp tveggja efstu liðanna. Það hlýtur að vera markmið Ole Gunnars Solskjær á þessu tímabili og til að ná því þá þarf hann að fá meiri liðstyrk. Stjórnin gerir sér grein fyrir því,“ sagði Gary Neville. „Þeir eru hins vegar að eiga við klóka menn í hinum félögunum og þurfa að takast á við alla umboðsmennina sem eru á markaðnum. Það er ekki auðvelt en þetta er eitthvað sem þeir verða að gera,“ sagði Neville en það má lesa allt um hans skoðun hér.
Enski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Sjá meira