Fótbolti

Bára um Söru: „Hún rís alltaf upp í mót­læti“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara Björk fyrir leikinn í gær.
Sara Björk fyrir leikinn í gær. vísir/getty

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sparkspekingur, segir að Evrópusigur Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í gær lýsi henni afar vel.

Sara Björk varð í gær annar Íslendingurinn til þess að næla sér í gullverðlaun í Meistaradeild Evrópu en Eiður Smári Guðjohnsen varð Evrópumeistari með Barcelona tímabilið 2008/2009.

Helena Ólafsdóttir, Bára og Margrét Lára Viðarsdóttir greindu leikinn niður í þaula eftir leikinn í gær og þær glöddust eðlilega með Hafnfirðingnum.

„Þetta er hennar saga. Hún rís alltaf upp í mótlæti og alls staðar sem hún hefur fengið séns þá grípur hún hann,“ sagði Bára.

„Hún kemur sextán ára inn í A-landsliðið. Hún hefur alltaf fest sig í sessi mjög fljótlega,“ bætti Margrét Lára við og hélt áfram.

„Ég held að hún hafi verið einn eða tvo leiki á varamannabekknum hjá íslenska landsliðinu áður en hún vann sér sæti í byrjunarliðinu.“

Margrét Lára segir að þó að þetta sé frábært afrek sé Sara Björk einfaldlega þannig að hún muni finna sér ný og háleitari markmið eftir því sem dögunum líður.

„Hún mun lifa vel og lengi með þessu. Maður veit þó hvernig hún virkar og hún vaknar eftir tvo til þrjá daga og fer að finna sér ný markmið. Hún er bara þannig. Finnur sér næstu áskorun og vill meira. Hún vill alltaf meira.“

Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Söru

Tengdar fréttir

„Ég fíla að fara eftir fjarlægum draumi“

„Mér þykir ótrúlega vænt um allar þessar kveðjur. Ég var í smá sjokki yfir hve margir voru að horfa á leikinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, nývöknuð í Frakklandi. Hamingjuóskum hefur rignt yfir hinn nýkrýnda Evrópumeistara í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×