Fótbolti

Um­boðs­maður Thiago Silva hraunaði yfir Unai Emery

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thiago Silva tekur við silfurverðlaununum í Meistaradeildinni.
Thiago Silva tekur við silfurverðlaununum í Meistaradeildinni. vísir/getty

Paulo Tonietto, umboðsmaður Thiago Silva, segir að ákvörðun PSG að ráða Unai Emery til félagsins árið 2016 hafi verið slæm ákvörðun.

Emery vann einn deildartitil með PSG en datt m.a. eftirminnilega út úr Meistaradeildinni er þeir glutruðu niður 4-0 forystu gegn Barcelona.

„PSG tapaði tveimur árum þegar þeir réðu hann,“ sagði Tonietto við L'Equipe og sagði að hann réði illa við stjörnufár.

„Vandamálið hans er að hann getur ekki skýrt stjörnum. Það voru leikmennirnir sem leystu rifrildið á milli Neymar og Cavani þegar þeir rifust yfir vítaspyrnu.“

„Þegar hann fór til Arsenal þá var Mesut Özil fyrsti leikmaðurinn sem hann lenti upp á kant við. Hann er góður í Evrópudeildinni en ekki Meistaradeildinni.“

„Jakkafötin voru of stór fyrir hann. Hann var hræðilegur þjálfari fyrir PSG. Ef það hefði verið annar þjálfari á þessum tíma þá hefði PSG nú þegar unnið Meistaradeildina,“ sagði umbinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×