Meiri áhætta að slaka á takmörkunum á vínveitingastöðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 17:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir meiri áhættu að slaka á takmörkunum á vínveitingastöðum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur meiri hættu á að kórónuveirusmit berist milli manna þegar vín er haft við hönd og því sé meiri áhætta að rýmka takmarkanir á opnun skemmtistaða og vínveitingastaða. Hann væntir þess að brátt verði hægt að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar hér á landi en mikill árangur hafi náðst í baráttunni við veiruna undanfarnar vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að mörg smita sem komið hafa upp hér innanlands að undanförnu tengist vínveitingastöðum. „Menn passa sig ekki þegar þeir eru komnir í gleðskapinn eins mikið,“ sagði Þórólfur. Viðlíka upplýsingar megi einnig sjá erlendis og því telji hann meiri áhættu á að rýmka aðgerðir á slíkum stöðum. Frá því í vetur hefur skemmtistöðum og vínveitingastöðum verið gert að loka klukkan ellefu kvöld hvert. Þórólfur segir takmarkanirnar mikilvægar vegna aukinnar smithættu þegar vín er haft við hönd. Eðlilegast að byrja á að slaka á innanlandstakmörkunum Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann teldi hægt að fara að slaka á hér innanlands bráðlega. „Mér finnst við hafa náð árangri með þessum skimunum, við erum búin að greina um níutíu einstaklinga á landamærunum sem annars hefðu farið hérna inn með veiruna og getað valdið hér sýkingum og dreifingu á veirunni,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis. „Ég held að við ættum að geta farið að slaka á og í mínum huga er eðlilegast að huga að því að byrja á því að slaka á innanlandstakmörkunum.“ Hann segir ekki ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggist leggja til en nú er um vika í að ný auglýsing heilbrigðisráðherra verði birt. Ýmislegt geti þó komið til álita sem enn eigi eftir að skoða og margt hafi hingað til verið viðrað í umræðum aðgerðateymisins. „Við erum komin með þessa grímuskyldu þar sem ekki er hægt að tryggja tvo metrana, þá höfum við mælt með grímunotkun. Það er hins vegar ekki þar með sagt að það sé hægt að henda tveggja metra reglunni út um gluggann bara til þess að geta notað grímur þannig að tveggja metra reglan er númer eitt og síðan kemur hitt þar sem ekki er hægt að viðhafa hana.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Boðar tilslakanir á veiruaðgerðum innanlands Aðspurður sagði sóttvarnalæknir ekki enn ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggst leggja til. 31. ágúst 2020 14:34 Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55 Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur meiri hættu á að kórónuveirusmit berist milli manna þegar vín er haft við hönd og því sé meiri áhætta að rýmka takmarkanir á opnun skemmtistaða og vínveitingastaða. Hann væntir þess að brátt verði hægt að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar hér á landi en mikill árangur hafi náðst í baráttunni við veiruna undanfarnar vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að mörg smita sem komið hafa upp hér innanlands að undanförnu tengist vínveitingastöðum. „Menn passa sig ekki þegar þeir eru komnir í gleðskapinn eins mikið,“ sagði Þórólfur. Viðlíka upplýsingar megi einnig sjá erlendis og því telji hann meiri áhættu á að rýmka aðgerðir á slíkum stöðum. Frá því í vetur hefur skemmtistöðum og vínveitingastöðum verið gert að loka klukkan ellefu kvöld hvert. Þórólfur segir takmarkanirnar mikilvægar vegna aukinnar smithættu þegar vín er haft við hönd. Eðlilegast að byrja á að slaka á innanlandstakmörkunum Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann teldi hægt að fara að slaka á hér innanlands bráðlega. „Mér finnst við hafa náð árangri með þessum skimunum, við erum búin að greina um níutíu einstaklinga á landamærunum sem annars hefðu farið hérna inn með veiruna og getað valdið hér sýkingum og dreifingu á veirunni,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis. „Ég held að við ættum að geta farið að slaka á og í mínum huga er eðlilegast að huga að því að byrja á því að slaka á innanlandstakmörkunum.“ Hann segir ekki ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggist leggja til en nú er um vika í að ný auglýsing heilbrigðisráðherra verði birt. Ýmislegt geti þó komið til álita sem enn eigi eftir að skoða og margt hafi hingað til verið viðrað í umræðum aðgerðateymisins. „Við erum komin með þessa grímuskyldu þar sem ekki er hægt að tryggja tvo metrana, þá höfum við mælt með grímunotkun. Það er hins vegar ekki þar með sagt að það sé hægt að henda tveggja metra reglunni út um gluggann bara til þess að geta notað grímur þannig að tveggja metra reglan er númer eitt og síðan kemur hitt þar sem ekki er hægt að viðhafa hana.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Boðar tilslakanir á veiruaðgerðum innanlands Aðspurður sagði sóttvarnalæknir ekki enn ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggst leggja til. 31. ágúst 2020 14:34 Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55 Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
Boðar tilslakanir á veiruaðgerðum innanlands Aðspurður sagði sóttvarnalæknir ekki enn ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggst leggja til. 31. ágúst 2020 14:34
Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55
Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29