Boðar tilslakanir á veiruaðgerðum innanlands Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 14:34 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir væntir þess að brátt verði hægt að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar hér á landi, fyrst innanlands. Vísaði hann máli sínu til stuðnings í þann árangur sem náðst hefur í baráttunni við veiruna undanfarnar vikur. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna í dag. Aðspurður sagði sóttvarnalæknir ekki enn ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggst leggja til en nú er um vika í að ný auglýsing heilbrigðisráðherra um veiruaðgerðir verði birt. Núverandi auglýsing heilbrigðisráðherra gildir til 10. september næstkomandi. Þórólfur benti jafnframt á að við þyrftum að vera viðbúin því að fólk greinist áfram með veiruna hér á landi. Þá séu aðgerðir hér síður en svo harðari en í öðrum löndum og halda þurfi áfram skimun á landamærum. Nokkurrar óánægju hefur gætt um það fyrirkomulag, einkum úr röðum ferðaþjónustunnar. Í framhaldi af tilslökunum innanlands sagði Þórólfur að e.t.v. verði hægt að slaka á aðgerðum við landamærin en stíga þurfi mjög varlega til jarðar til að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hingað til lands. Þórólfur lagði jafnframt áherslu á að núverandi fyrirkomulag á landamærum, þ.e. skimun við komu til landsins, nokkurra daga sóttkví og seinni skimun, hafi skilað árangri. Það sé aðgerðum stjórnvalda að þakka að veiran sé ekki alvarlegt heilsufarsvandamál á Íslandi um þessar mundir. Frá 15. júní hafi rúmlega 90 greinst með veiruna við landamærin sem þýði að tekist hafi að koma í veg fyrir að þetta fólk dreifði veirunni í samfélaginu. Þá hafi fleiri greinst í seinni sýnatöku en Þórólfur bjóst við í fyrstu, eða 14 manns. Það sýni að sú aðgerði beri árangur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir ofsóknaræði og martröðum þar sem hann lá sofandi í öndunarvél með Covid William Thomas Möller, sem greindist með kórónuveiruna í byrjun ágúst, veiktist mjög alvarlega af veirunni og lá sofandi í öndunarvél í fimm daga. 31. ágúst 2020 14:01 Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með virkt kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þó greindust tveir með kórónuveirusmit á landamærunum, en bíða báðir mótefnamælingar. 31. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir væntir þess að brátt verði hægt að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar hér á landi, fyrst innanlands. Vísaði hann máli sínu til stuðnings í þann árangur sem náðst hefur í baráttunni við veiruna undanfarnar vikur. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna í dag. Aðspurður sagði sóttvarnalæknir ekki enn ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggst leggja til en nú er um vika í að ný auglýsing heilbrigðisráðherra um veiruaðgerðir verði birt. Núverandi auglýsing heilbrigðisráðherra gildir til 10. september næstkomandi. Þórólfur benti jafnframt á að við þyrftum að vera viðbúin því að fólk greinist áfram með veiruna hér á landi. Þá séu aðgerðir hér síður en svo harðari en í öðrum löndum og halda þurfi áfram skimun á landamærum. Nokkurrar óánægju hefur gætt um það fyrirkomulag, einkum úr röðum ferðaþjónustunnar. Í framhaldi af tilslökunum innanlands sagði Þórólfur að e.t.v. verði hægt að slaka á aðgerðum við landamærin en stíga þurfi mjög varlega til jarðar til að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hingað til lands. Þórólfur lagði jafnframt áherslu á að núverandi fyrirkomulag á landamærum, þ.e. skimun við komu til landsins, nokkurra daga sóttkví og seinni skimun, hafi skilað árangri. Það sé aðgerðum stjórnvalda að þakka að veiran sé ekki alvarlegt heilsufarsvandamál á Íslandi um þessar mundir. Frá 15. júní hafi rúmlega 90 greinst með veiruna við landamærin sem þýði að tekist hafi að koma í veg fyrir að þetta fólk dreifði veirunni í samfélaginu. Þá hafi fleiri greinst í seinni sýnatöku en Þórólfur bjóst við í fyrstu, eða 14 manns. Það sýni að sú aðgerði beri árangur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir ofsóknaræði og martröðum þar sem hann lá sofandi í öndunarvél með Covid William Thomas Möller, sem greindist með kórónuveiruna í byrjun ágúst, veiktist mjög alvarlega af veirunni og lá sofandi í öndunarvél í fimm daga. 31. ágúst 2020 14:01 Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með virkt kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þó greindust tveir með kórónuveirusmit á landamærunum, en bíða báðir mótefnamælingar. 31. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Lýsir ofsóknaræði og martröðum þar sem hann lá sofandi í öndunarvél með Covid William Thomas Möller, sem greindist með kórónuveiruna í byrjun ágúst, veiktist mjög alvarlega af veirunni og lá sofandi í öndunarvél í fimm daga. 31. ágúst 2020 14:01
Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með virkt kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þó greindust tveir með kórónuveirusmit á landamærunum, en bíða báðir mótefnamælingar. 31. ágúst 2020 11:04