Einhleypan: „Ástin er svarið við öllu og við komum öll hingað til að elska“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 31. ágúst 2020 20:28 Anna Guðný Torfadóttir heilsumarkþjálfi er Einhleypa Makamála þessa vikuna. „Að vera einhleyp á tímum COVID-19 hefur verið áhugavert og lítið um stefnumót. Þetta hefur samt gefið mér það dýrmæta tækifæri að rækta samband mitt við sjálfa mig enn frekar,“ segir Anna Guðný Torfadóttir sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Það samband, sambandið við sjálfa mig, er það mikilvægasta. Eftir allt saman þá situr maður alltaf uppi með sjálfan sig svo það er eins gott að kunna að njóta sín í eiginn félagsskap. Anna Guðný starfar sjálfstætt sem heilsumarkþjálfi og hefur hún mikla ástríðu fyrir því að hjálpa fólki að blómstra bæði á líkama og sál eins og hún orðar það. Hún heldur uppi heimasíðunni Heilsa og vellíðan þar sem hægt er að nálgast námskeið, greinar og uppskriftir. „Sem dæmi er ég með netnámskeið sem kallast Endurnærðu þig þar sem ég hjálpa fólki við að taka til í mataræðinu á geranlegan og skemmtilegan hátt, ásamt því að leggja mikla áherslu á andlegu heilsuna. Einnig er ég að leiðbeina konum í gegnum þerapíuna Lærðu að elska þig.“ Ég elska starfið mitt en það er mjög fjölbreytt og enginn dagur er eins. Anna Guðný starfar sem heilsumarkþjálfi og heldur úti heimasíðunni Heilsa og vellíðan þar sem hægt er að nálgast námskeið, greinar og uppskriftir. Ljósmyndari Ingibjörg Torfadóttir Fáum að kynnast Einhleypu vikunnar betur. Nafn? Anna Guðný Torfadóttir. Aldur í árum? 27 ára. Aldur í anda? Hoppa svolítið á milli þess að vera 17 & 35 ára þessa dagana. Menntun? Heilsumarkþjálfi frá Institute for Integrative Nutrition í Bandaríkjunum. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ég á mjög erfitt með að velja á milli hvort hún muni heita Gamlar Glæður eða Heiðaprinsessan. Kannski Heiðaprinsessan í leit að gömlum glæðum? Myndi rjúka út eins og heitar lummur. Guilty pleasure kvikmynd? Sennilega allt sem Julia Roberts hefur leikið í. Hef grenjað mikið yfir þeim myndum alveg síðan ég var 4 ára. Þetta eru samt mjög vonlausar ástarmyndir, ætti kannski að fara að einblína meira á myndir eins og Notebook. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Sá ekki sólina fyrir karakterunum Ryan í The O.C. og Lucas Scott í One Tree Hill. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei, en systir mín gerir það stundum, hef aldrei skilið af hverju. Syngur þú í sturtu? Já, það kemur fyrir þegar að sólin skín og ég er vel sofin. Anna Guðný er mikið náttúrubarn og er þessa dagana að skora á sig með því að fara meira ofan í kalt vatn. Ljósmyndari Ingibjörg Torfadóttir Uppáhaldsappið þitt? Klárlega Instagram. Elska að nota það til að koma frá mér efni á heilsaogvellidan reikningnum mínum og fá innblástur frá fólki. Ertu á Tinder? Nei, ekki í augnablikinu. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Einlæg, ævintýragjörn og jákvæð. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Gef dýrmætu vinkonu minni Emblu Ósk orðið: Fyndin, skilningsrík, ævintýrapési, alltaf til í öll mission og gerir lífið svo 1000% betra. Þar höfum við það. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Elska þegar að fólk þorir að vera 100% það sjálft og er ekki að velta sér upp úr áliti annarra. Þorir að stíga út úr kassanum og fara sína eigin leið í lífinu. Heiðarleiki og hreinskilni er líka mjög heillandi. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Óheiðarleiki, græðgi, rembingur og mikilmennska. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Kisa. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Louise Hay, Bob Marley og Jack Johnson. Sé þetta fyrir mér sem mjög gott double date. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Held að allir mínir hæfileikar séu uppi á yfirborðinu, þarf að fara að æfa mig í einhverju í leyni greinilega. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Elska að vera úti í náttúrunni, annaðhvort ein eða í góðum félagsskap og auðvitað með eitthvað gott nesti með í för. Það er alltaf gaman að sjá eitthvað nýtt og bara njóta stundarinnar úti í fallegri náttúru. Ég er mikið að reyna að skora á mig í kuldanum þessa dagana með því að kæla mig í fossi, sjó eða fallegu vatni. Aðsend mynd Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Klæða mig og koma mér heim eftir sund. Ertu A eða B týpa? Er á mjög hraðri leið með að komast yfir í A-liðið. Hvernig viltu eggin þín? Ég afþakka allar dýraafurðir á minn disk með brosi á vör og kærleik í hjarta. Hvernig viltu kaffið þitt? Er lítið í kaffi, stundum fæ ég samt löngun í það og útbý þá sjálf ískaffi með plöntumjólk, klökum, vanilludufti, kókospálmasykri og smá dass af uppáhelltu kaffi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Elliðaárdalinn, Heiðmörk, Rauðavatn, Hvaleyrarvatn…bara hvar sem að fallega náttúru er að finna. Það eru mjög mörg ár síðan að ég fór „út á lífið“. Ef einhver kallar þig sjomli/sjomla? Úff, er það ekki búið? Jaa, ég mun allavega ekki fá nein fiðrildi í magann. Aðsend mynd Draumastefnumótið? Road trip í einhverja fallega náttúrulaug, vel nestuð af einhverjum geggjuðum mat. Á heimleiðinni munu svo vera fallegustu norðurljós sem sögur fara af. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Já, það er nú það. Held ég syngi flestalla söngtexta vitlaust. Ég er búin að búa til mína eigin bullutexta við alltof mörg lög. Hvað horfðir þú á síðast á Netflix? Í þau örfáu skipti sem ég opna Netflix þá er það aðallega til að horfa(hlusta) á Friends eða einhverjar heimildarmyndir, ef ég er í stuði. Mjög margir mánuðir síðan síðast samt, horfi eiginlega aldrei á sjónvarp. Er meira fyrir uppbyggilegt efni eins og er, t.d. á Gaia.com. Hvaða bók lastu seinast? The Mastery of Love eftir Don Miguel Ruiz og þá var ég að lesa hana sennilega í þriðja skiptið. Mæli heilshugar með henni fyrir alla þá sem vilja læra allt um ástina og skilja sjálfa/n sig betur. Hvað er Ást? Ást er mjög falleg og mögnuð orka. Þarna elskar maður bæði sjálfa/n sig og aðra án allra skilyrða. Mikil virðing, skilningur og þolinmæði. Það er svo margt sem mun breytast í heiminum þegar að við förum öll að elska meira. Þá verður miklu meiri virðing fyrir öllum lífverum, meiri friður og við munum styðja miklu betur hvert við annað. Sjálfsástin er samt fyrsta skrefið og hún breytir öllum leiknum. Þá er sjálfsvirðingin svo miklu meiri, maður er tengdari sjálfum sér, hugsar miklu betur um heilsuna, stendur meira með sjálfum sér og þorir að setja öðrum mörk. Þegar maður elskar sjálfa/n sig þá lítur maður á ástarsamband sem plús við það magnaða samband sem maður á nú þegar við sjálfa/n sig. Ekki sem eitthvað sem þú þarft svo mikið á að halda, stekkur á næsta einstakling og verður svo háð/ur honum. Ástin er svarið við öllu og við komum öll hingað til að elska. Anna Guðný kýs frekar að fara í fjallgöngu eða baða sig í fossum frekar en að fara út á lífið. Ljósmyndari Ingibjörg Torfadóttir Fyrir þá sem vilja fylgjast með Önnu Guðnýju er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. Einhleypan Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Flestir hafa heyrt af fólki sem talar upp úr svefni, labbar í svefni eða jafnvel borðar í svefni. Allt er þetta hluti af einhvers konar svefnröskun. En hvað með kynlíf í svefnástandi? 28. ágúst 2020 08:00 Bone-orðin 10: „Kynorkan er lífsorkan okkar“ Gleðigjafinn og fjölmiðlakonan Sigga Lund hefur komið víða við á ferli sínum og var hún ekki nema 17 ára þegar hún stjórnaði sínum fyrsta útvarpsþætti. Flest allir landsmenn ættu að þekkja rödd Siggu sem þykir hljóma einstaklega vel á öldum ljósvakans. 26. ágúst 2020 21:40 „Ég elska konur, ég elska kynsegin fólk, ég elska karla“ „Ég geri mitt besta að sýna allskonar fólk í verkum mínum og mennta mig um baráttur þeirra eins og fötlunarfordóma, fitufordóma, hinseginfordóma og fleira í þeim dúr. Ég vil að þau sem hafa ekki séð sjálf sig í myndlist geti séð sig í mínum verkum.“ Þetta segir Alda Hrannardóttir listakona í viðtali við Makamál. 25. ágúst 2020 20:10 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Að vera einhleyp á tímum COVID-19 hefur verið áhugavert og lítið um stefnumót. Þetta hefur samt gefið mér það dýrmæta tækifæri að rækta samband mitt við sjálfa mig enn frekar,“ segir Anna Guðný Torfadóttir sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Það samband, sambandið við sjálfa mig, er það mikilvægasta. Eftir allt saman þá situr maður alltaf uppi með sjálfan sig svo það er eins gott að kunna að njóta sín í eiginn félagsskap. Anna Guðný starfar sjálfstætt sem heilsumarkþjálfi og hefur hún mikla ástríðu fyrir því að hjálpa fólki að blómstra bæði á líkama og sál eins og hún orðar það. Hún heldur uppi heimasíðunni Heilsa og vellíðan þar sem hægt er að nálgast námskeið, greinar og uppskriftir. „Sem dæmi er ég með netnámskeið sem kallast Endurnærðu þig þar sem ég hjálpa fólki við að taka til í mataræðinu á geranlegan og skemmtilegan hátt, ásamt því að leggja mikla áherslu á andlegu heilsuna. Einnig er ég að leiðbeina konum í gegnum þerapíuna Lærðu að elska þig.“ Ég elska starfið mitt en það er mjög fjölbreytt og enginn dagur er eins. Anna Guðný starfar sem heilsumarkþjálfi og heldur úti heimasíðunni Heilsa og vellíðan þar sem hægt er að nálgast námskeið, greinar og uppskriftir. Ljósmyndari Ingibjörg Torfadóttir Fáum að kynnast Einhleypu vikunnar betur. Nafn? Anna Guðný Torfadóttir. Aldur í árum? 27 ára. Aldur í anda? Hoppa svolítið á milli þess að vera 17 & 35 ára þessa dagana. Menntun? Heilsumarkþjálfi frá Institute for Integrative Nutrition í Bandaríkjunum. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ég á mjög erfitt með að velja á milli hvort hún muni heita Gamlar Glæður eða Heiðaprinsessan. Kannski Heiðaprinsessan í leit að gömlum glæðum? Myndi rjúka út eins og heitar lummur. Guilty pleasure kvikmynd? Sennilega allt sem Julia Roberts hefur leikið í. Hef grenjað mikið yfir þeim myndum alveg síðan ég var 4 ára. Þetta eru samt mjög vonlausar ástarmyndir, ætti kannski að fara að einblína meira á myndir eins og Notebook. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Sá ekki sólina fyrir karakterunum Ryan í The O.C. og Lucas Scott í One Tree Hill. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Nei, en systir mín gerir það stundum, hef aldrei skilið af hverju. Syngur þú í sturtu? Já, það kemur fyrir þegar að sólin skín og ég er vel sofin. Anna Guðný er mikið náttúrubarn og er þessa dagana að skora á sig með því að fara meira ofan í kalt vatn. Ljósmyndari Ingibjörg Torfadóttir Uppáhaldsappið þitt? Klárlega Instagram. Elska að nota það til að koma frá mér efni á heilsaogvellidan reikningnum mínum og fá innblástur frá fólki. Ertu á Tinder? Nei, ekki í augnablikinu. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Einlæg, ævintýragjörn og jákvæð. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Gef dýrmætu vinkonu minni Emblu Ósk orðið: Fyndin, skilningsrík, ævintýrapési, alltaf til í öll mission og gerir lífið svo 1000% betra. Þar höfum við það. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Elska þegar að fólk þorir að vera 100% það sjálft og er ekki að velta sér upp úr áliti annarra. Þorir að stíga út úr kassanum og fara sína eigin leið í lífinu. Heiðarleiki og hreinskilni er líka mjög heillandi. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Óheiðarleiki, græðgi, rembingur og mikilmennska. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Kisa. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Louise Hay, Bob Marley og Jack Johnson. Sé þetta fyrir mér sem mjög gott double date. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Held að allir mínir hæfileikar séu uppi á yfirborðinu, þarf að fara að æfa mig í einhverju í leyni greinilega. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Elska að vera úti í náttúrunni, annaðhvort ein eða í góðum félagsskap og auðvitað með eitthvað gott nesti með í för. Það er alltaf gaman að sjá eitthvað nýtt og bara njóta stundarinnar úti í fallegri náttúru. Ég er mikið að reyna að skora á mig í kuldanum þessa dagana með því að kæla mig í fossi, sjó eða fallegu vatni. Aðsend mynd Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Klæða mig og koma mér heim eftir sund. Ertu A eða B týpa? Er á mjög hraðri leið með að komast yfir í A-liðið. Hvernig viltu eggin þín? Ég afþakka allar dýraafurðir á minn disk með brosi á vör og kærleik í hjarta. Hvernig viltu kaffið þitt? Er lítið í kaffi, stundum fæ ég samt löngun í það og útbý þá sjálf ískaffi með plöntumjólk, klökum, vanilludufti, kókospálmasykri og smá dass af uppáhelltu kaffi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Elliðaárdalinn, Heiðmörk, Rauðavatn, Hvaleyrarvatn…bara hvar sem að fallega náttúru er að finna. Það eru mjög mörg ár síðan að ég fór „út á lífið“. Ef einhver kallar þig sjomli/sjomla? Úff, er það ekki búið? Jaa, ég mun allavega ekki fá nein fiðrildi í magann. Aðsend mynd Draumastefnumótið? Road trip í einhverja fallega náttúrulaug, vel nestuð af einhverjum geggjuðum mat. Á heimleiðinni munu svo vera fallegustu norðurljós sem sögur fara af. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Já, það er nú það. Held ég syngi flestalla söngtexta vitlaust. Ég er búin að búa til mína eigin bullutexta við alltof mörg lög. Hvað horfðir þú á síðast á Netflix? Í þau örfáu skipti sem ég opna Netflix þá er það aðallega til að horfa(hlusta) á Friends eða einhverjar heimildarmyndir, ef ég er í stuði. Mjög margir mánuðir síðan síðast samt, horfi eiginlega aldrei á sjónvarp. Er meira fyrir uppbyggilegt efni eins og er, t.d. á Gaia.com. Hvaða bók lastu seinast? The Mastery of Love eftir Don Miguel Ruiz og þá var ég að lesa hana sennilega í þriðja skiptið. Mæli heilshugar með henni fyrir alla þá sem vilja læra allt um ástina og skilja sjálfa/n sig betur. Hvað er Ást? Ást er mjög falleg og mögnuð orka. Þarna elskar maður bæði sjálfa/n sig og aðra án allra skilyrða. Mikil virðing, skilningur og þolinmæði. Það er svo margt sem mun breytast í heiminum þegar að við förum öll að elska meira. Þá verður miklu meiri virðing fyrir öllum lífverum, meiri friður og við munum styðja miklu betur hvert við annað. Sjálfsástin er samt fyrsta skrefið og hún breytir öllum leiknum. Þá er sjálfsvirðingin svo miklu meiri, maður er tengdari sjálfum sér, hugsar miklu betur um heilsuna, stendur meira með sjálfum sér og þorir að setja öðrum mörk. Þegar maður elskar sjálfa/n sig þá lítur maður á ástarsamband sem plús við það magnaða samband sem maður á nú þegar við sjálfa/n sig. Ekki sem eitthvað sem þú þarft svo mikið á að halda, stekkur á næsta einstakling og verður svo háð/ur honum. Ástin er svarið við öllu og við komum öll hingað til að elska. Anna Guðný kýs frekar að fara í fjallgöngu eða baða sig í fossum frekar en að fara út á lífið. Ljósmyndari Ingibjörg Torfadóttir Fyrir þá sem vilja fylgjast með Önnu Guðnýju er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér.
Einhleypan Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Flestir hafa heyrt af fólki sem talar upp úr svefni, labbar í svefni eða jafnvel borðar í svefni. Allt er þetta hluti af einhvers konar svefnröskun. En hvað með kynlíf í svefnástandi? 28. ágúst 2020 08:00 Bone-orðin 10: „Kynorkan er lífsorkan okkar“ Gleðigjafinn og fjölmiðlakonan Sigga Lund hefur komið víða við á ferli sínum og var hún ekki nema 17 ára þegar hún stjórnaði sínum fyrsta útvarpsþætti. Flest allir landsmenn ættu að þekkja rödd Siggu sem þykir hljóma einstaklega vel á öldum ljósvakans. 26. ágúst 2020 21:40 „Ég elska konur, ég elska kynsegin fólk, ég elska karla“ „Ég geri mitt besta að sýna allskonar fólk í verkum mínum og mennta mig um baráttur þeirra eins og fötlunarfordóma, fitufordóma, hinseginfordóma og fleira í þeim dúr. Ég vil að þau sem hafa ekki séð sjálf sig í myndlist geti séð sig í mínum verkum.“ Þetta segir Alda Hrannardóttir listakona í viðtali við Makamál. 25. ágúst 2020 20:10 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Bönnuð á Tinder fyrir lífstíð Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Íris Björk: „Kemur ástin ekki bara þegar hún á að koma?“ Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Flestir hafa heyrt af fólki sem talar upp úr svefni, labbar í svefni eða jafnvel borðar í svefni. Allt er þetta hluti af einhvers konar svefnröskun. En hvað með kynlíf í svefnástandi? 28. ágúst 2020 08:00
Bone-orðin 10: „Kynorkan er lífsorkan okkar“ Gleðigjafinn og fjölmiðlakonan Sigga Lund hefur komið víða við á ferli sínum og var hún ekki nema 17 ára þegar hún stjórnaði sínum fyrsta útvarpsþætti. Flest allir landsmenn ættu að þekkja rödd Siggu sem þykir hljóma einstaklega vel á öldum ljósvakans. 26. ágúst 2020 21:40
„Ég elska konur, ég elska kynsegin fólk, ég elska karla“ „Ég geri mitt besta að sýna allskonar fólk í verkum mínum og mennta mig um baráttur þeirra eins og fötlunarfordóma, fitufordóma, hinseginfordóma og fleira í þeim dúr. Ég vil að þau sem hafa ekki séð sjálf sig í myndlist geti séð sig í mínum verkum.“ Þetta segir Alda Hrannardóttir listakona í viðtali við Makamál. 25. ágúst 2020 20:10