Fjallið ekki í neinum vafa: Ég mun rota Eddie í fyrstu lotu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 09:00 Hafþór Júlíus Björnsson er kominn í mun betra formi og hefur ennþá eitt ár til að undirbúa sig enn betur. Þess mynd birti hann á Instagram síðu sinni. Mynd/Instagram Hafþór Júlíus Björnsson er farinn að finna sig mun betur í hnefaleikahringnum og það er allt annað að sjá formið hjá kappanum nú þegar hann er byrjaður að æfa hnefaleika á fullu. Hafþór er duglegur að leyfa stuðningsmönnum sínum og öðrum að fylgjast með því sem er að gerast hjá honum en í nýjasta myndbandinu þá hitar hann vel upp fyrir bardagann með því að spá fyrir um úrslit bardagans á móti Eddie Hall. Hafþór ætlar að láta Eddie Hall líta kjánalega út í hringnum þegar þeir berjast í Las Vegas á næsta ári. „Ég ætla að æfa með Kolla að þessu sinni og hann er besti þungarvigtarboxari okkar Íslendinga í dag,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í upphafi myndbandsins en æfingin fór fram í hnefaleikastöðinni Æsi upp á Höfða. Hafþór sagði frá því að Javan ‚Sugarhill' Steward þjálfi Kolbein Kristinsson. „Hann er einn besti boxþjálfarinn í heimi og ég mun á þessari æfingu reyna að fylgja hans prógrammi eins mikið og ég get. Ég ætlar mér að reyna að læra eins mikið og ég get,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram Working on being extra slow. Going super well! A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Aug 27, 2020 at 5:42am PDT „Við pössum að hafa þetta ekki of flókið því þetta er nú nýtt sport fyrir mig. Ég hef mjög gaman af þessu og ég að læra mikið. Mér finnst ég læra eitthvað nýtt á hverjum degi og það er mjög skemmtilegt,“ sagði Hafþór um leið og hann sýndi hvernig hann hitar upp með skuggaboxi. Hafþór sýndi síðan upptöku frá æfingu sinni með Kolbeini Kristinssyni. Fjallið ræddi líka við myndavélina á milli æfingahluta og þar var hann mjög yfirlýsingaglaður. „Þegar ég byrjaði að æfa fyrir þetta þá var ég 206 kíló en nú er ég kominn í kringum 180 kílóin. Ég er ennþá þungur en þolið er orðið miklu betra. Ég hef ennþá meira en ár til að undirbúa mig. Mér finnst hlægilegt að heyra það að ég muni ekki hafa úthald í meira en eina lotu. Ég er búinn að vera íþróttamaður alla mína ævi og ég elska að æfa,“ sagði Hafþór. „Ég mun mæta í besta forminu á ævinni í þennan bardaga því ég mun æfa mjög vel fram að honum. Ég skal lofa ykkur því að ég mun endast allar loturnar ef ég þarf á því að halda. Ég held að bardaginn verði ekki svo langur. Mér líður vel og ég sé miklar framfarir. Ég mun væntanlega rota feita gæjann í fyrstu eða annarri lotu,“ sagði Hafþór og á þar auðvitað við Eddie Hall sem ætlar að berjast við hann í Las Vegas. „Það besta sem gæti gerst væri að láta hann líta aulalega út og láta hann þjást. Hann er bara kjafturinn. Hann er búinn að segja ýmislegt að undanförnu og nú er kominn tími til að gera það upp. Hann mun á endanum biðjast vægðar,“ sagði Hafþór. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er farinn að finna sig mun betur í hnefaleikahringnum og það er allt annað að sjá formið hjá kappanum nú þegar hann er byrjaður að æfa hnefaleika á fullu. Hafþór er duglegur að leyfa stuðningsmönnum sínum og öðrum að fylgjast með því sem er að gerast hjá honum en í nýjasta myndbandinu þá hitar hann vel upp fyrir bardagann með því að spá fyrir um úrslit bardagans á móti Eddie Hall. Hafþór ætlar að láta Eddie Hall líta kjánalega út í hringnum þegar þeir berjast í Las Vegas á næsta ári. „Ég ætla að æfa með Kolla að þessu sinni og hann er besti þungarvigtarboxari okkar Íslendinga í dag,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í upphafi myndbandsins en æfingin fór fram í hnefaleikastöðinni Æsi upp á Höfða. Hafþór sagði frá því að Javan ‚Sugarhill' Steward þjálfi Kolbein Kristinsson. „Hann er einn besti boxþjálfarinn í heimi og ég mun á þessari æfingu reyna að fylgja hans prógrammi eins mikið og ég get. Ég ætlar mér að reyna að læra eins mikið og ég get,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram Working on being extra slow. Going super well! A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Aug 27, 2020 at 5:42am PDT „Við pössum að hafa þetta ekki of flókið því þetta er nú nýtt sport fyrir mig. Ég hef mjög gaman af þessu og ég að læra mikið. Mér finnst ég læra eitthvað nýtt á hverjum degi og það er mjög skemmtilegt,“ sagði Hafþór um leið og hann sýndi hvernig hann hitar upp með skuggaboxi. Hafþór sýndi síðan upptöku frá æfingu sinni með Kolbeini Kristinssyni. Fjallið ræddi líka við myndavélina á milli æfingahluta og þar var hann mjög yfirlýsingaglaður. „Þegar ég byrjaði að æfa fyrir þetta þá var ég 206 kíló en nú er ég kominn í kringum 180 kílóin. Ég er ennþá þungur en þolið er orðið miklu betra. Ég hef ennþá meira en ár til að undirbúa mig. Mér finnst hlægilegt að heyra það að ég muni ekki hafa úthald í meira en eina lotu. Ég er búinn að vera íþróttamaður alla mína ævi og ég elska að æfa,“ sagði Hafþór. „Ég mun mæta í besta forminu á ævinni í þennan bardaga því ég mun æfa mjög vel fram að honum. Ég skal lofa ykkur því að ég mun endast allar loturnar ef ég þarf á því að halda. Ég held að bardaginn verði ekki svo langur. Mér líður vel og ég sé miklar framfarir. Ég mun væntanlega rota feita gæjann í fyrstu eða annarri lotu,“ sagði Hafþór og á þar auðvitað við Eddie Hall sem ætlar að berjast við hann í Las Vegas. „Það besta sem gæti gerst væri að láta hann líta aulalega út og láta hann þjást. Hann er bara kjafturinn. Hann er búinn að segja ýmislegt að undanförnu og nú er kominn tími til að gera það upp. Hann mun á endanum biðjast vægðar,“ sagði Hafþór. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira