Kristianstads vann 1-0 sigur á Kopparbergs/Gautaborg og er nú í þriðja sæti í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð.
Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Kristianstads en þjálfari liðsins er Elísabet Gunnarsdóttir. Therese Sessy Aasland skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu. Eins og áður segir er Kristianstads í þriðja sæti, fimm stigum á eftir toppliðinu Rosengard.
Valerenga laut í lægra haldi fyrir FK Haugesund í norsku úrvalsdeild karla. Matthías Vilhjálmsson spilaði allan leikinn og skoraði fyrir Valerenga í 2-1 tapi. Viðar Örn Kjartansson samdi við liðið á dögunum en var ekki í leikmannahópnum í dag. Valerenga situr í 5. sæti deildarinnar.