Blaðamönnum í Hvíta-Rússlandi vísað úr landi Sylvía Hall skrifar 29. ágúst 2020 15:35 Mótmælendur hafa safnast saman víðs vegar um Hvíta-Rússland til þess að mótmæla úrslitum forsetakosninganna þar í landi. Vísir/AP Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. Um fimmtíu blaðamenn voru hnepptir í gæsluvarðhald af óeirðalögreglu á fimmtudag. Á meðal þeirra sem var vísað úr landi er sænski fréttaljósmyndarinn Paul Hansen samkvæmt frétt The Guardian. Honum var gefinn sólarhringur til þess að koma sér úr landi og var honum tilkynnt að hann mætti ekki snúa aftur á næstu fimm árum. Thank you all, for the overwhelming support in both words and action. I will be leaving #Belarus, but I will return and continue to try and tell the people’s story. ❤️ pic.twitter.com/AzOJZYUK0r— paul hansen (@paulhansen64) August 27, 2020 Þá hafa tveir blaðamenn BBC verið sviptir faggildingu sinni og hefur breska ríkisútvarpið gagnrýnt það opinberlega í yfirlýsingu. Segja þau mikilvægt að íbúar Hvíta-Rússlands geti nálgast hlutlausan fréttaflutning af stöðu mála í landinu. „BBC í Rússlandi, sem nær til yfir fimm milljóna á viku, hefur verið mikilvæg fréttaveita fyrir fólkið í Hvíta-Rússlandi sem og í Rússlandi eftir að mótmælin í kjölfar kosninganna hófust.“ Our two brilliant Belarusian BBC journalists are among a large group who’ve been stripped of their accreditation by the Foreign Ministry & deprived of the right to work.Ministry says it follows a commission mtg on ‘security in the information sphere’This is another level.— Sarah Rainsford (@sarahrainsford) August 29, 2020 Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Anatoly Glaz, sagði í samtali við AFP fréttaveituna að þetta hafi verið gert eftir tillögu frá andhryðjuverkasveit landsins. I condemn the mass detention of over 50 journalists last night in Belarus, including from @BBC, local & international media. This was a blatant attempt to interfere with objective & honest reporting. The Belarusian authorities must stop targeting journalists & #defendmediafreedom— Dominic Raab (@DominicRaab) August 28, 2020 Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt framgöngu yfirvalda í Hvíta-Rússlandi er breski utanríkisráðherrann Dominic Raab. Sagði hann þetta vera atlögu að sjálfstæði blaðamanna og til þess fallið að hafa áhrif á hlutlægan og heiðarlegan fréttaflutning. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26 Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45 Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Sjá meira
Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa vísað erlendum blaðamönnum, sem hafa fjallað um mótmælin í kjölfar forsetakosninganna, úr landi. Um fimmtíu blaðamenn voru hnepptir í gæsluvarðhald af óeirðalögreglu á fimmtudag. Á meðal þeirra sem var vísað úr landi er sænski fréttaljósmyndarinn Paul Hansen samkvæmt frétt The Guardian. Honum var gefinn sólarhringur til þess að koma sér úr landi og var honum tilkynnt að hann mætti ekki snúa aftur á næstu fimm árum. Thank you all, for the overwhelming support in both words and action. I will be leaving #Belarus, but I will return and continue to try and tell the people’s story. ❤️ pic.twitter.com/AzOJZYUK0r— paul hansen (@paulhansen64) August 27, 2020 Þá hafa tveir blaðamenn BBC verið sviptir faggildingu sinni og hefur breska ríkisútvarpið gagnrýnt það opinberlega í yfirlýsingu. Segja þau mikilvægt að íbúar Hvíta-Rússlands geti nálgast hlutlausan fréttaflutning af stöðu mála í landinu. „BBC í Rússlandi, sem nær til yfir fimm milljóna á viku, hefur verið mikilvæg fréttaveita fyrir fólkið í Hvíta-Rússlandi sem og í Rússlandi eftir að mótmælin í kjölfar kosninganna hófust.“ Our two brilliant Belarusian BBC journalists are among a large group who’ve been stripped of their accreditation by the Foreign Ministry & deprived of the right to work.Ministry says it follows a commission mtg on ‘security in the information sphere’This is another level.— Sarah Rainsford (@sarahrainsford) August 29, 2020 Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Anatoly Glaz, sagði í samtali við AFP fréttaveituna að þetta hafi verið gert eftir tillögu frá andhryðjuverkasveit landsins. I condemn the mass detention of over 50 journalists last night in Belarus, including from @BBC, local & international media. This was a blatant attempt to interfere with objective & honest reporting. The Belarusian authorities must stop targeting journalists & #defendmediafreedom— Dominic Raab (@DominicRaab) August 28, 2020 Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt framgöngu yfirvalda í Hvíta-Rússlandi er breski utanríkisráðherrann Dominic Raab. Sagði hann þetta vera atlögu að sjálfstæði blaðamanna og til þess fallið að hafa áhrif á hlutlægan og heiðarlegan fréttaflutning.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26 Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45 Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Sjá meira
Íslenskur fréttaljósmyndari í hremmingum á flugvellinum í Minsk Danskur blaðamaður stöðvaður í vegabréfaeftirliti og þá vísað úr landi. 28. ágúst 2020 12:26
Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45
Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00
Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55