Sér eftir því að hafa drukkið of mikið í beinni Sylvía Hall skrifar 29. ágúst 2020 14:08 Drew Barrymore segist hafa drukkið of marga drykki í þættinum. Vísir/Getty Leikkonan Drew Barrymore segir að hún hafi aldrei fyrirgefið sér það að hafa drukkið of mikið þegar hún var gestur í spjallþættinum Watch What Happens Live árið 2018. Þetta kom fram í myndbroti úr nýjum þáttum Barrymore The Drew Barrymore Show. Í þættinum ræðir hún meðal annars við Andy Cohen, stjórnanda Watch What Happens Live. Þar rifjaði hún upp heimsókn sína í þáttinn og lofaði því að þetta myndi ekki gerast aftur. „Þetta var í þættinum þínum, ég drakk of mikið og ég hef aldrei fyrirgefið mér það, og ég mun ekki fyrirgefa mér það,“ sagði Barrymore. Hún segir það hafa kennt sér mikið að hafa verið í sviðsljósinu frá unga aldri. Hún hafi þurft að horfast í augu við það að hún væri ekki fullkomin og þyrfti því að gangast við mistökum sínum. „Það var annað hvort að væla yfir því eða hugsa: Það er smá frelsandi að þurfa ekki að þykjast vera fullkomin,“ sagði Barrymore. Hér að neðan má sjá klippu úr þættinum sem Barrymore var gestur í. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikkonan Drew Barrymore segir að hún hafi aldrei fyrirgefið sér það að hafa drukkið of mikið þegar hún var gestur í spjallþættinum Watch What Happens Live árið 2018. Þetta kom fram í myndbroti úr nýjum þáttum Barrymore The Drew Barrymore Show. Í þættinum ræðir hún meðal annars við Andy Cohen, stjórnanda Watch What Happens Live. Þar rifjaði hún upp heimsókn sína í þáttinn og lofaði því að þetta myndi ekki gerast aftur. „Þetta var í þættinum þínum, ég drakk of mikið og ég hef aldrei fyrirgefið mér það, og ég mun ekki fyrirgefa mér það,“ sagði Barrymore. Hún segir það hafa kennt sér mikið að hafa verið í sviðsljósinu frá unga aldri. Hún hafi þurft að horfast í augu við það að hún væri ekki fullkomin og þyrfti því að gangast við mistökum sínum. „Það var annað hvort að væla yfir því eða hugsa: Það er smá frelsandi að þurfa ekki að þykjast vera fullkomin,“ sagði Barrymore. Hér að neðan má sjá klippu úr þættinum sem Barrymore var gestur í.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein