Innlent

Fimm innanlandssmit og tvö virk á landamærunum

Sylvía Hall skrifar
Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu.
Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Fjórir af þeim fimm sem greindust með kórónuveiruna í gær voru í sóttkví við greiningu. Fimm innanlandssmit greindust í gær, tvö virk smit greindust á landamærunum en einn bíður niðurstöðu mótefnamælingar.

Þetta kemur fram í nýjustu tölum á covid.is. 

111 eru nú í einangrun og fækkar því um tvo milli daga. Tíu hafa lokið einangrun milli daga. Þá eru 1.020 í sóttkví og fer þeim fækkandi, en 1.072 voru í sóttkví í gær. 23.948 hafa lokið sóttkví frá því að faraldurinn hófst hér á landi. 

Enginn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar.

491 einkennasýni var tekið í gær á sýkla- og veirufræðideildinni og hjá Íslenskri erfðagreiningu. 1.283 sýni voru tekin á landamærunum og 172 í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. 

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur fer úr 18,8 niður í 18,5. Þá er nýgengi landamærasmita nú 9,5, en var 9,8 í gær.

Uppfært: Í fyrstu tölum kom fram að hlutfall fólks í sóttkví við greiningu hafi verið 100 prósent. Það hefur verið leiðrétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×