Fjárfestadagur Startup SuperNova verður í beinni útsendingu á Vísi á dag. Útsendingin hefst klukkan 13 og má sjá hér að neðan. Tíu sprotafyrirtæki taka þátt í fjárfestadeginum og kynna viðskiptahugmyndir sínar. Þetta er í fyrsta sinn sem fjárfestiviðburður sem þessi er í beinni á netinu en hingað til hefur þessi vinsæli viðburður aðeins verið aðgengilegur fyrir boðsgesti.
Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunar opnar viðburðinn. Sigurlína Ingvarsdóttir, einn fremsti leiðtogi í leikjaiðnaði á heimsvísu, heldur erindi en Sigurlína hefur m.a. stýrt framleiðslu á FIFA og Star WARS Battlefront. Kynnir er Bergur Ebbi Benediktsson.