Reynir Pétur gefur út munnhörpudisk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. maí 2020 20:00 Reynir Pétur á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi fagnar því þessa dagana að nú eru 35 ár liðin frá því að hann gekk hringinn í kringum landið fyrstur manna. Reynir Pétur er enn duglegur að ganga en aðaláhugamálið hans í dag er þó munnhörpuleikur en hann er að fara að gefa út geisladisk þar sem hann spilar á munnhörpuna sína. Reynir Pétur Steinunnarson, sem er rúmlega sjötugur er alltaf á fleygiferð og alltaf meira en nóg að gera hjá honum á Sólheimum. Fyrir 35 árum síðan þá var hann að ganga hringinn í kringum landið en þá gekk hann 1472 kílómetra á 32 dögum í Íslandsgöngu sinni. „Mér þykir þetta lyginni líkast að þetta gerðist fyrir 35 árum og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að framkvæma þetta. Það var margt mjög skemmtilegt við gönguna, ég sá mikið af fallegu landslagi, og svo mætti ég fullt af flottu fólki á leiðinni,“ segir Reynir Pétur. Nú eru 35 ár frá því að Reynir Pétur gekk hringinn í kringum landið, fyrstur manna á Íslandi.EinkasafnEn myndi Reynir Pétur treysta sér að ganga aftur hringinn í dag? „Maður þyrfti þá að hafa allan aðbúnað eins og ég orða það, það yrði mikil fyrirhöfn og allt sem því fylgir, þannig að ég get ekki svarað því“. Reynir Pétur gengur enn mikið í dag og hann er líka duglegur að hjóla. En það sem á allan hug hans í dag er að spila á munnhörpuna sína. „Heyrðu, það er að koma út ný plata með sumrinu. Nú skalt þú vera fljótur að ná þér í eitt eintak þegar hún kemur. Það verður að koma í ljós hvernig diskur þetta verður, sjón eru sögu ríkari, ég vil ekkert gefa upp, þú verður bara að heimsækja karlinn“, segir Reynir Pétur. Ekki er ólíklegt að Reynir Pétur verði duglegur að spila á munnhörpuna fyrir gesti sem heimsækja Sólheima í sumar á 90 ára afmæli staðarins og þá reynir hann örugglega að koma nýja disknum líka út. Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Reynir Pétur á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi fagnar því þessa dagana að nú eru 35 ár liðin frá því að hann gekk hringinn í kringum landið fyrstur manna. Reynir Pétur er enn duglegur að ganga en aðaláhugamálið hans í dag er þó munnhörpuleikur en hann er að fara að gefa út geisladisk þar sem hann spilar á munnhörpuna sína. Reynir Pétur Steinunnarson, sem er rúmlega sjötugur er alltaf á fleygiferð og alltaf meira en nóg að gera hjá honum á Sólheimum. Fyrir 35 árum síðan þá var hann að ganga hringinn í kringum landið en þá gekk hann 1472 kílómetra á 32 dögum í Íslandsgöngu sinni. „Mér þykir þetta lyginni líkast að þetta gerðist fyrir 35 árum og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að framkvæma þetta. Það var margt mjög skemmtilegt við gönguna, ég sá mikið af fallegu landslagi, og svo mætti ég fullt af flottu fólki á leiðinni,“ segir Reynir Pétur. Nú eru 35 ár frá því að Reynir Pétur gekk hringinn í kringum landið, fyrstur manna á Íslandi.EinkasafnEn myndi Reynir Pétur treysta sér að ganga aftur hringinn í dag? „Maður þyrfti þá að hafa allan aðbúnað eins og ég orða það, það yrði mikil fyrirhöfn og allt sem því fylgir, þannig að ég get ekki svarað því“. Reynir Pétur gengur enn mikið í dag og hann er líka duglegur að hjóla. En það sem á allan hug hans í dag er að spila á munnhörpuna sína. „Heyrðu, það er að koma út ný plata með sumrinu. Nú skalt þú vera fljótur að ná þér í eitt eintak þegar hún kemur. Það verður að koma í ljós hvernig diskur þetta verður, sjón eru sögu ríkari, ég vil ekkert gefa upp, þú verður bara að heimsækja karlinn“, segir Reynir Pétur. Ekki er ólíklegt að Reynir Pétur verði duglegur að spila á munnhörpuna fyrir gesti sem heimsækja Sólheima í sumar á 90 ára afmæli staðarins og þá reynir hann örugglega að koma nýja disknum líka út.
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira