Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 13:40 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að mikilvægt sé að hækka atvinnuleysisbætur á tímum efnahagsþrenginga. Hún segir útlit fyrir að atvinnuleysi muni aukast meira á næstu mánuðum en fjölgun starfa. Vísir/vilhelm Um atvinnuleysisbætur var fjallað á fundi fjármála-og efnahagsnefndar Alþingis með Ásgeiri Jónssyni, seðlabankastjóra, og Gunnari Jakobssyni, varaseðlabankastjóra, fjármálastöðugleika í morgun. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og nefndarmaður í fjármála- og efnahagsnefnd, bað Ásgeir um álit hans á hækkun atvinnuleysisbóta en í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Ásgeiri að hækkun atvinnuleysisbóta gæti leitt til þess að atvinnuleysi dragist á langinn. Almenna reglan sé sú að hækkun bóta geti dregið úr eftirspurn eftir störfum. Ásgeir svaraði því til á fundinum að Seðlabankinn tæki ekki afstöðu til upphæðar atvinnuleysisbóta en að ríkisstjórnin hafi stigið rétt skref með framlengingu á tekjutengdum bótum. Sjá nánar: Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Hann sagði að hækkun bóta gæti orðið til þess að atvinnuleysi verði þrálátara og að „vilji til atvinnusóknar minnki,“ einkum hjá ungu fólki. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og nefndarmaður í fjármála- og efnahagsnefnd er ósammála röksemdarfærslu Ásgeirs. Hún vill hækka bætur til að aðstoða heimilin en einnig til auka eftirspurn í hagkerfinu. Fréttastofa ræddi við Oddnýju í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Því miður held ég að það verði þannig - og að menn séu sammála um það - að atvinnuleysi muni aukast hraðar á næstu vikum heldur en fjölgun starfa. Þess vegna finnst mér mikilvægt að beina sjónum að efnahagi heimilanna. […] Við erum algjörlega ósammála um að það skipti máli að skapa neyð á heimilum atvinnulausra.“ Oddnýju finnst þessi sjónarmið ekki eiga við, sérstaklega ekki á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. „Þegar stærsta atvinnugreinin okkar er í stórkostlegum vanda og atvinnulausir hafa í ekkert að sækja.“ Meiri kostnaður til lengri tíma að gera ekki neitt Hún kveðst hafa þungar áhyggjur af stöðu atvinnumála, einkum á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi hefur aukist hratt vegna veirunnar. „Ein af hverjum fimm konum ganga atvinnulausar á Suðurnesjum. Það er augljóst að efnahagslegt áfall heimila er mikið. Ef við höldum atvinnulausum í svona miklum vanda til lengri tíma þá mun það skapa kostnað; félagslegan og heilsufarslegan kostnað til lengri tíma. Við eigum ekki að horfa á það sem fer út úr ríkissjóði nákvæmlega núna og á næstu vikum heldur fremur á það sem mun fara út úr ríkissjóði ef við gerum ekkert.“ Oddný segir að það sé reginmunur á atvinnuleysi í kreppu og atvinnuleysi í góðæri. Hið fyrrnefnda sé mun alvarlegra. „Þegar atvinnuleysi er í góðæri þá gætu þau rök hugsanlega staðist að atvinnuleysisbætur eigi ekki að vera háar en í þessari kreppu sem við erum að fara í gegnum er nauðsynlegt að mæta efnahagsvanda heimilanna núna strax. Annars mun það valda kostnaði; heilsufarslegum, félagslegum, efnahagslegum inn í framtíðina.“ Vinnumarkaður Suðurnesjabær Seðlabankinn Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. 27. ágúst 2020 09:07 Bein útsending: Þingstubburinn hefst Alþingi kemur aftur saman í dag eftir sumarleyfi 27. ágúst 2020 09:44 Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05 Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira
Um atvinnuleysisbætur var fjallað á fundi fjármála-og efnahagsnefndar Alþingis með Ásgeiri Jónssyni, seðlabankastjóra, og Gunnari Jakobssyni, varaseðlabankastjóra, fjármálastöðugleika í morgun. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og nefndarmaður í fjármála- og efnahagsnefnd, bað Ásgeir um álit hans á hækkun atvinnuleysisbóta en í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Ásgeiri að hækkun atvinnuleysisbóta gæti leitt til þess að atvinnuleysi dragist á langinn. Almenna reglan sé sú að hækkun bóta geti dregið úr eftirspurn eftir störfum. Ásgeir svaraði því til á fundinum að Seðlabankinn tæki ekki afstöðu til upphæðar atvinnuleysisbóta en að ríkisstjórnin hafi stigið rétt skref með framlengingu á tekjutengdum bótum. Sjá nánar: Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Hann sagði að hækkun bóta gæti orðið til þess að atvinnuleysi verði þrálátara og að „vilji til atvinnusóknar minnki,“ einkum hjá ungu fólki. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og nefndarmaður í fjármála- og efnahagsnefnd er ósammála röksemdarfærslu Ásgeirs. Hún vill hækka bætur til að aðstoða heimilin en einnig til auka eftirspurn í hagkerfinu. Fréttastofa ræddi við Oddnýju í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Því miður held ég að það verði þannig - og að menn séu sammála um það - að atvinnuleysi muni aukast hraðar á næstu vikum heldur en fjölgun starfa. Þess vegna finnst mér mikilvægt að beina sjónum að efnahagi heimilanna. […] Við erum algjörlega ósammála um að það skipti máli að skapa neyð á heimilum atvinnulausra.“ Oddnýju finnst þessi sjónarmið ekki eiga við, sérstaklega ekki á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. „Þegar stærsta atvinnugreinin okkar er í stórkostlegum vanda og atvinnulausir hafa í ekkert að sækja.“ Meiri kostnaður til lengri tíma að gera ekki neitt Hún kveðst hafa þungar áhyggjur af stöðu atvinnumála, einkum á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi hefur aukist hratt vegna veirunnar. „Ein af hverjum fimm konum ganga atvinnulausar á Suðurnesjum. Það er augljóst að efnahagslegt áfall heimila er mikið. Ef við höldum atvinnulausum í svona miklum vanda til lengri tíma þá mun það skapa kostnað; félagslegan og heilsufarslegan kostnað til lengri tíma. Við eigum ekki að horfa á það sem fer út úr ríkissjóði nákvæmlega núna og á næstu vikum heldur fremur á það sem mun fara út úr ríkissjóði ef við gerum ekkert.“ Oddný segir að það sé reginmunur á atvinnuleysi í kreppu og atvinnuleysi í góðæri. Hið fyrrnefnda sé mun alvarlegra. „Þegar atvinnuleysi er í góðæri þá gætu þau rök hugsanlega staðist að atvinnuleysisbætur eigi ekki að vera háar en í þessari kreppu sem við erum að fara í gegnum er nauðsynlegt að mæta efnahagsvanda heimilanna núna strax. Annars mun það valda kostnaði; heilsufarslegum, félagslegum, efnahagslegum inn í framtíðina.“
Vinnumarkaður Suðurnesjabær Seðlabankinn Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. 27. ágúst 2020 09:07 Bein útsending: Þingstubburinn hefst Alþingi kemur aftur saman í dag eftir sumarleyfi 27. ágúst 2020 09:44 Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05 Mest lesið Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira
Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. 27. ágúst 2020 09:07
Bein útsending: Þingstubburinn hefst Alþingi kemur aftur saman í dag eftir sumarleyfi 27. ágúst 2020 09:44
Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05