Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 13:40 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að mikilvægt sé að hækka atvinnuleysisbætur á tímum efnahagsþrenginga. Hún segir útlit fyrir að atvinnuleysi muni aukast meira á næstu mánuðum en fjölgun starfa. Vísir/vilhelm Um atvinnuleysisbætur var fjallað á fundi fjármála-og efnahagsnefndar Alþingis með Ásgeiri Jónssyni, seðlabankastjóra, og Gunnari Jakobssyni, varaseðlabankastjóra, fjármálastöðugleika í morgun. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og nefndarmaður í fjármála- og efnahagsnefnd, bað Ásgeir um álit hans á hækkun atvinnuleysisbóta en í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Ásgeiri að hækkun atvinnuleysisbóta gæti leitt til þess að atvinnuleysi dragist á langinn. Almenna reglan sé sú að hækkun bóta geti dregið úr eftirspurn eftir störfum. Ásgeir svaraði því til á fundinum að Seðlabankinn tæki ekki afstöðu til upphæðar atvinnuleysisbóta en að ríkisstjórnin hafi stigið rétt skref með framlengingu á tekjutengdum bótum. Sjá nánar: Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Hann sagði að hækkun bóta gæti orðið til þess að atvinnuleysi verði þrálátara og að „vilji til atvinnusóknar minnki,“ einkum hjá ungu fólki. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og nefndarmaður í fjármála- og efnahagsnefnd er ósammála röksemdarfærslu Ásgeirs. Hún vill hækka bætur til að aðstoða heimilin en einnig til auka eftirspurn í hagkerfinu. Fréttastofa ræddi við Oddnýju í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Því miður held ég að það verði þannig - og að menn séu sammála um það - að atvinnuleysi muni aukast hraðar á næstu vikum heldur en fjölgun starfa. Þess vegna finnst mér mikilvægt að beina sjónum að efnahagi heimilanna. […] Við erum algjörlega ósammála um að það skipti máli að skapa neyð á heimilum atvinnulausra.“ Oddnýju finnst þessi sjónarmið ekki eiga við, sérstaklega ekki á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. „Þegar stærsta atvinnugreinin okkar er í stórkostlegum vanda og atvinnulausir hafa í ekkert að sækja.“ Meiri kostnaður til lengri tíma að gera ekki neitt Hún kveðst hafa þungar áhyggjur af stöðu atvinnumála, einkum á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi hefur aukist hratt vegna veirunnar. „Ein af hverjum fimm konum ganga atvinnulausar á Suðurnesjum. Það er augljóst að efnahagslegt áfall heimila er mikið. Ef við höldum atvinnulausum í svona miklum vanda til lengri tíma þá mun það skapa kostnað; félagslegan og heilsufarslegan kostnað til lengri tíma. Við eigum ekki að horfa á það sem fer út úr ríkissjóði nákvæmlega núna og á næstu vikum heldur fremur á það sem mun fara út úr ríkissjóði ef við gerum ekkert.“ Oddný segir að það sé reginmunur á atvinnuleysi í kreppu og atvinnuleysi í góðæri. Hið fyrrnefnda sé mun alvarlegra. „Þegar atvinnuleysi er í góðæri þá gætu þau rök hugsanlega staðist að atvinnuleysisbætur eigi ekki að vera háar en í þessari kreppu sem við erum að fara í gegnum er nauðsynlegt að mæta efnahagsvanda heimilanna núna strax. Annars mun það valda kostnaði; heilsufarslegum, félagslegum, efnahagslegum inn í framtíðina.“ Vinnumarkaður Suðurnesjabær Seðlabankinn Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. 27. ágúst 2020 09:07 Bein útsending: Þingstubburinn hefst Alþingi kemur aftur saman í dag eftir sumarleyfi 27. ágúst 2020 09:44 Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Sjá meira
Um atvinnuleysisbætur var fjallað á fundi fjármála-og efnahagsnefndar Alþingis með Ásgeiri Jónssyni, seðlabankastjóra, og Gunnari Jakobssyni, varaseðlabankastjóra, fjármálastöðugleika í morgun. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og nefndarmaður í fjármála- og efnahagsnefnd, bað Ásgeir um álit hans á hækkun atvinnuleysisbóta en í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Ásgeiri að hækkun atvinnuleysisbóta gæti leitt til þess að atvinnuleysi dragist á langinn. Almenna reglan sé sú að hækkun bóta geti dregið úr eftirspurn eftir störfum. Ásgeir svaraði því til á fundinum að Seðlabankinn tæki ekki afstöðu til upphæðar atvinnuleysisbóta en að ríkisstjórnin hafi stigið rétt skref með framlengingu á tekjutengdum bótum. Sjá nánar: Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Hann sagði að hækkun bóta gæti orðið til þess að atvinnuleysi verði þrálátara og að „vilji til atvinnusóknar minnki,“ einkum hjá ungu fólki. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og nefndarmaður í fjármála- og efnahagsnefnd er ósammála röksemdarfærslu Ásgeirs. Hún vill hækka bætur til að aðstoða heimilin en einnig til auka eftirspurn í hagkerfinu. Fréttastofa ræddi við Oddnýju í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Því miður held ég að það verði þannig - og að menn séu sammála um það - að atvinnuleysi muni aukast hraðar á næstu vikum heldur en fjölgun starfa. Þess vegna finnst mér mikilvægt að beina sjónum að efnahagi heimilanna. […] Við erum algjörlega ósammála um að það skipti máli að skapa neyð á heimilum atvinnulausra.“ Oddnýju finnst þessi sjónarmið ekki eiga við, sérstaklega ekki á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. „Þegar stærsta atvinnugreinin okkar er í stórkostlegum vanda og atvinnulausir hafa í ekkert að sækja.“ Meiri kostnaður til lengri tíma að gera ekki neitt Hún kveðst hafa þungar áhyggjur af stöðu atvinnumála, einkum á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi hefur aukist hratt vegna veirunnar. „Ein af hverjum fimm konum ganga atvinnulausar á Suðurnesjum. Það er augljóst að efnahagslegt áfall heimila er mikið. Ef við höldum atvinnulausum í svona miklum vanda til lengri tíma þá mun það skapa kostnað; félagslegan og heilsufarslegan kostnað til lengri tíma. Við eigum ekki að horfa á það sem fer út úr ríkissjóði nákvæmlega núna og á næstu vikum heldur fremur á það sem mun fara út úr ríkissjóði ef við gerum ekkert.“ Oddný segir að það sé reginmunur á atvinnuleysi í kreppu og atvinnuleysi í góðæri. Hið fyrrnefnda sé mun alvarlegra. „Þegar atvinnuleysi er í góðæri þá gætu þau rök hugsanlega staðist að atvinnuleysisbætur eigi ekki að vera háar en í þessari kreppu sem við erum að fara í gegnum er nauðsynlegt að mæta efnahagsvanda heimilanna núna strax. Annars mun það valda kostnaði; heilsufarslegum, félagslegum, efnahagslegum inn í framtíðina.“
Vinnumarkaður Suðurnesjabær Seðlabankinn Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. 27. ágúst 2020 09:07 Bein útsending: Þingstubburinn hefst Alþingi kemur aftur saman í dag eftir sumarleyfi 27. ágúst 2020 09:44 Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Sjá meira
Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. 27. ágúst 2020 09:07
Bein útsending: Þingstubburinn hefst Alþingi kemur aftur saman í dag eftir sumarleyfi 27. ágúst 2020 09:44
Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05