Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 13:40 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að mikilvægt sé að hækka atvinnuleysisbætur á tímum efnahagsþrenginga. Hún segir útlit fyrir að atvinnuleysi muni aukast meira á næstu mánuðum en fjölgun starfa. Vísir/vilhelm Um atvinnuleysisbætur var fjallað á fundi fjármála-og efnahagsnefndar Alþingis með Ásgeiri Jónssyni, seðlabankastjóra, og Gunnari Jakobssyni, varaseðlabankastjóra, fjármálastöðugleika í morgun. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og nefndarmaður í fjármála- og efnahagsnefnd, bað Ásgeir um álit hans á hækkun atvinnuleysisbóta en í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Ásgeiri að hækkun atvinnuleysisbóta gæti leitt til þess að atvinnuleysi dragist á langinn. Almenna reglan sé sú að hækkun bóta geti dregið úr eftirspurn eftir störfum. Ásgeir svaraði því til á fundinum að Seðlabankinn tæki ekki afstöðu til upphæðar atvinnuleysisbóta en að ríkisstjórnin hafi stigið rétt skref með framlengingu á tekjutengdum bótum. Sjá nánar: Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Hann sagði að hækkun bóta gæti orðið til þess að atvinnuleysi verði þrálátara og að „vilji til atvinnusóknar minnki,“ einkum hjá ungu fólki. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og nefndarmaður í fjármála- og efnahagsnefnd er ósammála röksemdarfærslu Ásgeirs. Hún vill hækka bætur til að aðstoða heimilin en einnig til auka eftirspurn í hagkerfinu. Fréttastofa ræddi við Oddnýju í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Því miður held ég að það verði þannig - og að menn séu sammála um það - að atvinnuleysi muni aukast hraðar á næstu vikum heldur en fjölgun starfa. Þess vegna finnst mér mikilvægt að beina sjónum að efnahagi heimilanna. […] Við erum algjörlega ósammála um að það skipti máli að skapa neyð á heimilum atvinnulausra.“ Oddnýju finnst þessi sjónarmið ekki eiga við, sérstaklega ekki á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. „Þegar stærsta atvinnugreinin okkar er í stórkostlegum vanda og atvinnulausir hafa í ekkert að sækja.“ Meiri kostnaður til lengri tíma að gera ekki neitt Hún kveðst hafa þungar áhyggjur af stöðu atvinnumála, einkum á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi hefur aukist hratt vegna veirunnar. „Ein af hverjum fimm konum ganga atvinnulausar á Suðurnesjum. Það er augljóst að efnahagslegt áfall heimila er mikið. Ef við höldum atvinnulausum í svona miklum vanda til lengri tíma þá mun það skapa kostnað; félagslegan og heilsufarslegan kostnað til lengri tíma. Við eigum ekki að horfa á það sem fer út úr ríkissjóði nákvæmlega núna og á næstu vikum heldur fremur á það sem mun fara út úr ríkissjóði ef við gerum ekkert.“ Oddný segir að það sé reginmunur á atvinnuleysi í kreppu og atvinnuleysi í góðæri. Hið fyrrnefnda sé mun alvarlegra. „Þegar atvinnuleysi er í góðæri þá gætu þau rök hugsanlega staðist að atvinnuleysisbætur eigi ekki að vera háar en í þessari kreppu sem við erum að fara í gegnum er nauðsynlegt að mæta efnahagsvanda heimilanna núna strax. Annars mun það valda kostnaði; heilsufarslegum, félagslegum, efnahagslegum inn í framtíðina.“ Vinnumarkaður Suðurnesjabær Seðlabankinn Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. 27. ágúst 2020 09:07 Bein útsending: Þingstubburinn hefst Alþingi kemur aftur saman í dag eftir sumarleyfi 27. ágúst 2020 09:44 Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Um atvinnuleysisbætur var fjallað á fundi fjármála-og efnahagsnefndar Alþingis með Ásgeiri Jónssyni, seðlabankastjóra, og Gunnari Jakobssyni, varaseðlabankastjóra, fjármálastöðugleika í morgun. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og nefndarmaður í fjármála- og efnahagsnefnd, bað Ásgeir um álit hans á hækkun atvinnuleysisbóta en í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Ásgeiri að hækkun atvinnuleysisbóta gæti leitt til þess að atvinnuleysi dragist á langinn. Almenna reglan sé sú að hækkun bóta geti dregið úr eftirspurn eftir störfum. Ásgeir svaraði því til á fundinum að Seðlabankinn tæki ekki afstöðu til upphæðar atvinnuleysisbóta en að ríkisstjórnin hafi stigið rétt skref með framlengingu á tekjutengdum bótum. Sjá nánar: Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Hann sagði að hækkun bóta gæti orðið til þess að atvinnuleysi verði þrálátara og að „vilji til atvinnusóknar minnki,“ einkum hjá ungu fólki. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og nefndarmaður í fjármála- og efnahagsnefnd er ósammála röksemdarfærslu Ásgeirs. Hún vill hækka bætur til að aðstoða heimilin en einnig til auka eftirspurn í hagkerfinu. Fréttastofa ræddi við Oddnýju í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Því miður held ég að það verði þannig - og að menn séu sammála um það - að atvinnuleysi muni aukast hraðar á næstu vikum heldur en fjölgun starfa. Þess vegna finnst mér mikilvægt að beina sjónum að efnahagi heimilanna. […] Við erum algjörlega ósammála um að það skipti máli að skapa neyð á heimilum atvinnulausra.“ Oddnýju finnst þessi sjónarmið ekki eiga við, sérstaklega ekki á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. „Þegar stærsta atvinnugreinin okkar er í stórkostlegum vanda og atvinnulausir hafa í ekkert að sækja.“ Meiri kostnaður til lengri tíma að gera ekki neitt Hún kveðst hafa þungar áhyggjur af stöðu atvinnumála, einkum á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi hefur aukist hratt vegna veirunnar. „Ein af hverjum fimm konum ganga atvinnulausar á Suðurnesjum. Það er augljóst að efnahagslegt áfall heimila er mikið. Ef við höldum atvinnulausum í svona miklum vanda til lengri tíma þá mun það skapa kostnað; félagslegan og heilsufarslegan kostnað til lengri tíma. Við eigum ekki að horfa á það sem fer út úr ríkissjóði nákvæmlega núna og á næstu vikum heldur fremur á það sem mun fara út úr ríkissjóði ef við gerum ekkert.“ Oddný segir að það sé reginmunur á atvinnuleysi í kreppu og atvinnuleysi í góðæri. Hið fyrrnefnda sé mun alvarlegra. „Þegar atvinnuleysi er í góðæri þá gætu þau rök hugsanlega staðist að atvinnuleysisbætur eigi ekki að vera háar en í þessari kreppu sem við erum að fara í gegnum er nauðsynlegt að mæta efnahagsvanda heimilanna núna strax. Annars mun það valda kostnaði; heilsufarslegum, félagslegum, efnahagslegum inn í framtíðina.“
Vinnumarkaður Suðurnesjabær Seðlabankinn Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. 27. ágúst 2020 09:07 Bein útsending: Þingstubburinn hefst Alþingi kemur aftur saman í dag eftir sumarleyfi 27. ágúst 2020 09:44 Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. 27. ágúst 2020 09:07
Bein útsending: Þingstubburinn hefst Alþingi kemur aftur saman í dag eftir sumarleyfi 27. ágúst 2020 09:44
Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05