Herða leitina að uppruna smitsins vegna mótsagnakenndra niðurstaðna Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2020 15:27 Nítján íbúar Hlífar eru nú í sóttkví vegna málsins. Vísir/Vilhelm Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem greindist með kórónuveiruna á laugardag fór aftur í sýnatöku í vikunni. Í þeirri sýnatöku fannst veiran ekki í íbúanum. Hefur mótefnamæling einnig leitt í ljós að íbúinn er ekki með mótefni fyrir veirunni. Þessar mótsagnakenndu niðurstöður hafa orðið til þess að leitin að uppruna kórónuveirusmitsins á Ísafirði hefur verið hert enn frekar. Sá sem greindist er níræðisaldri sem ekki hefur þurft að leggja inn á sjúkrahús. Íbúinn greindist með kórónuveiruna á laugardag. Strax á sunnudag voru allir sem höfðu verið í nánum tengslum við íbúann sendir í sýnatöku. Reyndust þeir 32 talsins og var enginn þeirra sýktur af kórónuveirunni. „Og það er einkennilegt þegar við erum með einstakling sem er smitaður af kórónuveirunni en það er enginn jákvæður í kringum hann,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. Því fór heilbrigðisstarfsfólk á Ísafirði að velta fyrir sér hvort að niðurstöðurnar væru réttar og hvort það væri hugsanlegt að íbúinn væri hreinlega með gamalt kórónuveirusmit. Þekkt er að þeir sem smitast hafa af veirunni geti greinst með hana allt að tveimur mánuðum síðar, en oftast er þar um að ræða leifar af sýkingunni og þeir alveg einkennalausir. Var viðkomandi sendur í mótefnamælingu sem leiddi í ljós að íbúinn var ekki með mótefni við veirunni. Var íbúinn sendur í aðra sýnatöku sem reyndist neikvæð. Eru niðurstöður prófanna afar mótsagnakenndar og heldur leitin því áfram. 100 manns voru boðaðir í sýnatöku á Ísafirði í dag og verður íbúinn sendur aftur í sýnatöku á morgun. Súsanna segir að íbúinn verði í einangrun í tvær vikur frá deginum sem hann greindist með veiruna. Annað komi ekki til greina því íbúarnir á Hlíf séu allir í áhættuhópi sökum aldurs. „Við gerum frekar of mikið heldur en of lítið því þetta er lífshættulegur sjúkdómur,“ segir Súsanna. Hún segir allar aðgerðir á Ísafirðir skipulagðar í samráði við sóttvarnalækni, Covid-göngudeild Landspítalans og smitrakningateymið. Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem greindist með kórónuveiruna á laugardag fór aftur í sýnatöku í vikunni. Í þeirri sýnatöku fannst veiran ekki í íbúanum. Hefur mótefnamæling einnig leitt í ljós að íbúinn er ekki með mótefni fyrir veirunni. Þessar mótsagnakenndu niðurstöður hafa orðið til þess að leitin að uppruna kórónuveirusmitsins á Ísafirði hefur verið hert enn frekar. Sá sem greindist er níræðisaldri sem ekki hefur þurft að leggja inn á sjúkrahús. Íbúinn greindist með kórónuveiruna á laugardag. Strax á sunnudag voru allir sem höfðu verið í nánum tengslum við íbúann sendir í sýnatöku. Reyndust þeir 32 talsins og var enginn þeirra sýktur af kórónuveirunni. „Og það er einkennilegt þegar við erum með einstakling sem er smitaður af kórónuveirunni en það er enginn jákvæður í kringum hann,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. Því fór heilbrigðisstarfsfólk á Ísafirði að velta fyrir sér hvort að niðurstöðurnar væru réttar og hvort það væri hugsanlegt að íbúinn væri hreinlega með gamalt kórónuveirusmit. Þekkt er að þeir sem smitast hafa af veirunni geti greinst með hana allt að tveimur mánuðum síðar, en oftast er þar um að ræða leifar af sýkingunni og þeir alveg einkennalausir. Var viðkomandi sendur í mótefnamælingu sem leiddi í ljós að íbúinn var ekki með mótefni við veirunni. Var íbúinn sendur í aðra sýnatöku sem reyndist neikvæð. Eru niðurstöður prófanna afar mótsagnakenndar og heldur leitin því áfram. 100 manns voru boðaðir í sýnatöku á Ísafirði í dag og verður íbúinn sendur aftur í sýnatöku á morgun. Súsanna segir að íbúinn verði í einangrun í tvær vikur frá deginum sem hann greindist með veiruna. Annað komi ekki til greina því íbúarnir á Hlíf séu allir í áhættuhópi sökum aldurs. „Við gerum frekar of mikið heldur en of lítið því þetta er lífshættulegur sjúkdómur,“ segir Súsanna. Hún segir allar aðgerðir á Ísafirðir skipulagðar í samráði við sóttvarnalækni, Covid-göngudeild Landspítalans og smitrakningateymið.
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira