Inda fékk sér húðflúr af Kára Stefánssyni: „Ég á það til að vera hvatvís“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. ágúst 2020 19:13 Kona sem fékk sér húðflúr af Kára Stefánssyni á kálfann segist eiga það til að vera hvatvís. Viðbrögðin hafa verið mikil en henni sjálfri finnst gagnrýni netverja skemmtilegust. Það vakti athygli landsmanna að sjá fregnir af því að andlit Kára Stefánssonar hefði verið húðflúrað á konu hér á landi. Nafn konunnar fylgdi ekki með en eftir miklar viðræður féllst Inda Hrönn Björnsdóttir loks á að ræða húðflúrið ásamt Ólafíu Kristjánsdóttur sem rekur tattústofuna Immortal á Akranesi. „Þetta er ekkert eins og fólk heldur að ég sé vakin og sofin yfir Kára Stefánssyni, þó mér finnist hann mjög merkilegur maður. Ég var bara stödd í vinnunni og það var viðtal við hann í sjónvarpinu. Ég skellti þessu fram að ég ætlaði að fá mér tattú af honum. Það fóru allir að hlæja nema það var einn sem sagði: Þér gæti hugsanlega dottið það í hug! Þá sneri ég mér við og labbaði að borðinu mínu og hugsaði: Já, ég ætla að gera það. Þetta er ekkert dýpra,“ segir Inda. Inda hringdi í Ólafíu og hófst þá leitin að réttu myndinni. Það tók Ólafíu fimm klukkutíma að flúra andlit Kára á kálfa Indu. Hér má sjá raunverulega ljósmynd af Kára borna saman við húðflúrið sem Ólafía gerði. Hvernig hafa viðbrögðin verið eftir að þú fékkst þér þetta húðflúr? „Þau hafa verið allskonar. Mér finnst gagnrýnin skemmtilegust. En svo kemur ekkert öllum á óvart að detta eitthvað svona í hug og framkvæmi það. Ég á það til að vera hvatvís.“ Hefur einhver verið að gagnrýna þig? „Maður hefur séð virka í athugasemdum.“ Hvað viltu segja við þá? „Ekkert, mér finnst það bara frábært. Fólk þarf alltaf að hafa skoðun á öllu. Mér finnst gaman að lesa það?“ Ólafía segist sjálf ekki hafa dottið það til hugar að hún yrði einhvern tímann beðin um að flúra andlit Kára á einhvern. „Mér fannst þetta bara geggjuð hugmynd,“ segir Ólafía. Áttu þér eitthvað óska andlit til að flúra á einhvern næst? „Guðna forseta,“ svarar Ólafía. Hvar myndir þú setja Guðna á þig? „Hvergi svarar,“ svarar Inda hlæjandi og bætir við. „Ég hef samt ekkert á móti honum, finnst hann frábær.“ Hér má sjá húðflúrið sem Inda fékk sér. Inda segist ekki hafa fengið of mikla bakþanka. „Ég hef aldrei séð eftir þessu, ekki nema þegar ég fékk símtal frá þér í gær, en svo fór ég að hugsa ef ég fer í sund og það kemur eitthvað barn upp að mér og spyr: Af hverju ertu með afa minn á kálfanum? En þá díla ég bara við það,“ segir Inda hlæjandi. Húðflúr Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Kona sem fékk sér húðflúr af Kára Stefánssyni á kálfann segist eiga það til að vera hvatvís. Viðbrögðin hafa verið mikil en henni sjálfri finnst gagnrýni netverja skemmtilegust. Það vakti athygli landsmanna að sjá fregnir af því að andlit Kára Stefánssonar hefði verið húðflúrað á konu hér á landi. Nafn konunnar fylgdi ekki með en eftir miklar viðræður féllst Inda Hrönn Björnsdóttir loks á að ræða húðflúrið ásamt Ólafíu Kristjánsdóttur sem rekur tattústofuna Immortal á Akranesi. „Þetta er ekkert eins og fólk heldur að ég sé vakin og sofin yfir Kára Stefánssyni, þó mér finnist hann mjög merkilegur maður. Ég var bara stödd í vinnunni og það var viðtal við hann í sjónvarpinu. Ég skellti þessu fram að ég ætlaði að fá mér tattú af honum. Það fóru allir að hlæja nema það var einn sem sagði: Þér gæti hugsanlega dottið það í hug! Þá sneri ég mér við og labbaði að borðinu mínu og hugsaði: Já, ég ætla að gera það. Þetta er ekkert dýpra,“ segir Inda. Inda hringdi í Ólafíu og hófst þá leitin að réttu myndinni. Það tók Ólafíu fimm klukkutíma að flúra andlit Kára á kálfa Indu. Hér má sjá raunverulega ljósmynd af Kára borna saman við húðflúrið sem Ólafía gerði. Hvernig hafa viðbrögðin verið eftir að þú fékkst þér þetta húðflúr? „Þau hafa verið allskonar. Mér finnst gagnrýnin skemmtilegust. En svo kemur ekkert öllum á óvart að detta eitthvað svona í hug og framkvæmi það. Ég á það til að vera hvatvís.“ Hefur einhver verið að gagnrýna þig? „Maður hefur séð virka í athugasemdum.“ Hvað viltu segja við þá? „Ekkert, mér finnst það bara frábært. Fólk þarf alltaf að hafa skoðun á öllu. Mér finnst gaman að lesa það?“ Ólafía segist sjálf ekki hafa dottið það til hugar að hún yrði einhvern tímann beðin um að flúra andlit Kára á einhvern. „Mér fannst þetta bara geggjuð hugmynd,“ segir Ólafía. Áttu þér eitthvað óska andlit til að flúra á einhvern næst? „Guðna forseta,“ svarar Ólafía. Hvar myndir þú setja Guðna á þig? „Hvergi svarar,“ svarar Inda hlæjandi og bætir við. „Ég hef samt ekkert á móti honum, finnst hann frábær.“ Hér má sjá húðflúrið sem Inda fékk sér. Inda segist ekki hafa fengið of mikla bakþanka. „Ég hef aldrei séð eftir þessu, ekki nema þegar ég fékk símtal frá þér í gær, en svo fór ég að hugsa ef ég fer í sund og það kemur eitthvað barn upp að mér og spyr: Af hverju ertu með afa minn á kálfanum? En þá díla ég bara við það,“ segir Inda hlæjandi.
Húðflúr Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira