Sport

Anníe Mist: Alltaf hægt að gera eitthvað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir leyfir sínum fylgjendum að fylgjast með endurkomu hennar sem fer auðvitað mjög rólega af stað.
Anníe Mist Þórisdóttir leyfir sínum fylgjendum að fylgjast með endurkomu hennar sem fer auðvitað mjög rólega af stað. Mynd/Instagram

Íslenska CrossFit stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir er vön því að hreyfa sig miklu miklu meira en meðalmaðurinn enda ein besta CrossFit kona heims í meira en áratug.

Nú er hún hins vegar í nýrri stöðu sem nýbökuð móðir og þarf sinn tíma til að jafna sig eftir mjög erfiða fæðingu.

Eins og vanalega þá leyfir Anníe Mist fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með stöðunni á sér og hvernig hún metur stöðuna hverju sinni.

Anníe Mist ætlar að passa sig að fara rólega af stað en það kemur þó ekki í veg fyrir að hún lítur á alla möguleika til að verða sterkari fyrir sig og sína.

Anníe Mist tæklar það í nýrri færslu sinn á Instagram hversu mikilvægt það sé að taka og sætta sig við litlu skrefin þegar þú ert að koma til baka úr slíkri lífsreynslu og slíku álagi sem líkami hennar gekk í gegnum.

„Það er alltaf eitthvað sem þú getur gert til að gera þig sterkari á morgun fyrir þig sjálfa eða fyrir fólkið sem þú elskar,“ skrifar Anníe Mist á ensku hér fyrir ofan.

„Við festumst oft í því að hugsa um þá hluti sem við getum ekki gert einmitt núna eða að hugsa um hluti sem við höfum enga stjórn á,“ skrifar Anníe Mist.

„Veldu það að verða betri og einbeittu þér að því sem þú getur gert núna,“ skrifar Anníe Mist og undir er myllumerkið #bemorehuman eða „vertu mannlegri“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×