Sara Sigmunds: Kveikti virkilega í mér að sjá þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 07:30 Sara Sigmundsdóttir ætlar sér stóra hluti á heimsleikunum í ár. Mynd/Instagram Sara Sigmundsdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana og þá var gott fyrir hana að sjá síðu heimsleikanna rifja það upp þegar Sara stimplaði sig inn sem þriðja íslenska drottningin á heimsleikunum. Þegar CrossFit heimurinn hélt að litla Íslands ætti bara tvær CrossFir drottningar í allra fremstu röð þá mætti sú þriðja til leiks með stæl. Heimsleikarnir fyrir fimm árum voru eftirminnilegir fyrir margar sakir. Það er innan við mánuður í heimsleikana í CrossFit og forráðamenn leikanna eru duglegir við að rifja upp eftirminnilegar stundir frá leikunum á síðustu árum. Ísland hefur átt marga frábæra keppendur og kemur því oft fyrir í slíkum upprifjunum. Það á einnig við um þá sem birtist í gær. „Ertu nokkuð búinn að gleyma þegar þú sást Söru Sigmundsdóttur fyrst?“ Svo byrjar ný færsla á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit. View this post on Instagram Repost from @emily_rolfe19 When ya girl is stoked for you to get that games ticket! . #tdshots for #sarasigmundsdottir #sonyalpha #bealphasports #gettysport #gettysports #crossfitgames #wza #wodapalooza #miami #niketraining #hype #SDMsports #complexsports #hypebeastsports #crossfit #compete #support @trainingdaymedia A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Apr 6, 2020 at 12:39pm PDT Sara Sigmunsdóttir skaust fram í sviðsljósið á heimsleikunum fyrir fimm árum síðan með frábærri frammistöðu sinni í grein á föstudagskvöldinu á heimsleikunum 2015. Sara pakkaði öllum hinum stelpunum saman og tók um leið forystuna í keppninni. Þetta var fimmta greinin á leikunum og Sara hafði best náð fjórða sætinu í fyrstu fjórum. Hún varð níunda í bæði þriðju og fjórðu greininni. CrossFit samfélagið fékk að hafa áhrif á æfinguna og þar var kosið um að hækka þyngdina á stönginni úr 105 pundum í 144 pund hjá konunum sem jafngildir því að fara úr 47 kílóum í rúm 65 kíló. Sara sýndi styrk sinn með því að rústa þessari æfingu og það með bros á vör. Sara endaði á því að klára æfinguna á 8 mínútum og 25 sekúndum. Hún var næstum því 54 sekúndum á undan næstu konu sem var landa hennar Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara átti eftir að vera í toppbaráttunni til enda keppninnar 2015 en missti af sigri í lokin og endaði þriðja. Þetta voru hennar fyrstu heimsleikar. Katrín Tanja Davíðsdóttir fór hins vegar alla leið og tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í CrossFit. Áður haðfi Anníe Mist Þórisdóttir orðið tvisvar heimsmeistari. Hér fyrir neðan má sjá þetta myndbrot þegar CrossFit heimurinn uppgötvaði nýjustu íslensku stórstjörnuna í CrossFit og fékk að kynnast keppnishörku og útgeislun Suðurnesjamærinnar. Sara endurbirti myndbandið á sinni síðu en hún hafði mjög gaman að þessu og sagði að þetta myndband hafi kveikt í henni í miðjum undirbúningi fyrir heimaleikana. Hún sagði það að þetta sé enn uppáhaldsminning hennar frá leikunum og það er auðvelt að trúa því. „Þetta kveikir virkilega í mér,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Seeing this posted on the @crossfitgames IG this morning brought me that warm and fuzzy Games feeling. The 2015 Heavy DT" is definitely my favorite Games memory of them all and this really me up! #younggrasshopper #crossfitgames #2015 #memorylane A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Aug 24, 2020 at 11:11am PDT CrossFit Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fleiri fréttir Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Hófí Dóra brunaði í 29. sæti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Fyndnast í Lokasókninni: „Var tveir fyrir einn í Herragarðinum?“ Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana og þá var gott fyrir hana að sjá síðu heimsleikanna rifja það upp þegar Sara stimplaði sig inn sem þriðja íslenska drottningin á heimsleikunum. Þegar CrossFit heimurinn hélt að litla Íslands ætti bara tvær CrossFir drottningar í allra fremstu röð þá mætti sú þriðja til leiks með stæl. Heimsleikarnir fyrir fimm árum voru eftirminnilegir fyrir margar sakir. Það er innan við mánuður í heimsleikana í CrossFit og forráðamenn leikanna eru duglegir við að rifja upp eftirminnilegar stundir frá leikunum á síðustu árum. Ísland hefur átt marga frábæra keppendur og kemur því oft fyrir í slíkum upprifjunum. Það á einnig við um þá sem birtist í gær. „Ertu nokkuð búinn að gleyma þegar þú sást Söru Sigmundsdóttur fyrst?“ Svo byrjar ný færsla á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit. View this post on Instagram Repost from @emily_rolfe19 When ya girl is stoked for you to get that games ticket! . #tdshots for #sarasigmundsdottir #sonyalpha #bealphasports #gettysport #gettysports #crossfitgames #wza #wodapalooza #miami #niketraining #hype #SDMsports #complexsports #hypebeastsports #crossfit #compete #support @trainingdaymedia A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Apr 6, 2020 at 12:39pm PDT Sara Sigmunsdóttir skaust fram í sviðsljósið á heimsleikunum fyrir fimm árum síðan með frábærri frammistöðu sinni í grein á föstudagskvöldinu á heimsleikunum 2015. Sara pakkaði öllum hinum stelpunum saman og tók um leið forystuna í keppninni. Þetta var fimmta greinin á leikunum og Sara hafði best náð fjórða sætinu í fyrstu fjórum. Hún varð níunda í bæði þriðju og fjórðu greininni. CrossFit samfélagið fékk að hafa áhrif á æfinguna og þar var kosið um að hækka þyngdina á stönginni úr 105 pundum í 144 pund hjá konunum sem jafngildir því að fara úr 47 kílóum í rúm 65 kíló. Sara sýndi styrk sinn með því að rústa þessari æfingu og það með bros á vör. Sara endaði á því að klára æfinguna á 8 mínútum og 25 sekúndum. Hún var næstum því 54 sekúndum á undan næstu konu sem var landa hennar Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara átti eftir að vera í toppbaráttunni til enda keppninnar 2015 en missti af sigri í lokin og endaði þriðja. Þetta voru hennar fyrstu heimsleikar. Katrín Tanja Davíðsdóttir fór hins vegar alla leið og tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í CrossFit. Áður haðfi Anníe Mist Þórisdóttir orðið tvisvar heimsmeistari. Hér fyrir neðan má sjá þetta myndbrot þegar CrossFit heimurinn uppgötvaði nýjustu íslensku stórstjörnuna í CrossFit og fékk að kynnast keppnishörku og útgeislun Suðurnesjamærinnar. Sara endurbirti myndbandið á sinni síðu en hún hafði mjög gaman að þessu og sagði að þetta myndband hafi kveikt í henni í miðjum undirbúningi fyrir heimaleikana. Hún sagði það að þetta sé enn uppáhaldsminning hennar frá leikunum og það er auðvelt að trúa því. „Þetta kveikir virkilega í mér,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Seeing this posted on the @crossfitgames IG this morning brought me that warm and fuzzy Games feeling. The 2015 Heavy DT" is definitely my favorite Games memory of them all and this really me up! #younggrasshopper #crossfitgames #2015 #memorylane A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Aug 24, 2020 at 11:11am PDT
CrossFit Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fleiri fréttir Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Hófí Dóra brunaði í 29. sæti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Fyndnast í Lokasókninni: „Var tveir fyrir einn í Herragarðinum?“ Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik