Verdens Gang spurði Ingibjörgu hvort hún væri of gróf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 10:30 Ingibjörg Sigurðardóttir fagnar góðum sigri með félögum sínum í Vålerenga liðinu. Ingibjörg situr fyrir framan og heldur uppi þremur fingrum til marks um stigin þrjú. Mynd/@VIFDamer Ingibjörg Sigurðardóttir hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með Vålerenga í Noregi. Hún var bæði með mörk og stoðsendingu í toppslagnum á móti Lilleström um helgina þrátt fyrir að spila í vörninni. Vålerenga vann leikinn 3-1 og er eitt á toppi deildarinnar. Það vakti athygli að Ingibjörg var tekin í viðtal hjá norska stórblaðinu Verdens Gang fyrir leikinn og það var því vissulega aðeins meiri pressa á henni að standa sig í leiknum. Það var ekki hægt að kvarta mikið yfir hennar leik. Ingibjörg skoraði fyrsta mark leiksins og átti síðan mikinn þátt í að gera endanlega út um hann með því að gefa frábæra stoðsendingu úr vörninni í þriðja markinu. En aftur af viðtalinu þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir ræddi feril sinn sem hófst mjög snemma í meistaraflokki á Íslandi. Debuterte i toppfotballen som 13-åring klar for norsk gullkamp https://t.co/uWtrs9OTcJ— VG Sporten (@vgsporten) August 22, 2020 Blaðamaður Verdens Gang segir að Ingibjörg hafi verið barnastjarna á Íslandi og verið góð í bæði fótbolta og körfubolta í Grindavík. „Ég valdi fótboltann. Mér fannst ég eiga meiri möguleika þar að verða atvinnumaður og lifa af fótboltanum,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Grindavík þrettán ára gömul og þegar hún var fimmtán ára þá fékk hún hálfatvinnumannasamning hjá Breiðabliki. „Allir vissu hver ég var og hvað ég gat. Ég fékk samt ekki að fara með landsliðinu af því að þeir vildu gefa öðrum tækifæri,“ sagði Ingibjörg sem fann leiðir til að bæta sig. Ingibjörg fór að æfa með strákunum og jafnvel með eldri strákum ef hana vantaði meiri æfingu. „Það er svo einfalt að ef þú ert ekki nógu góð þá færðu ekki að vera með. Ef þú spilar illa þá færðu ekki boltann. Þú verður alltaf að sýna þitt besta,“ sagði Ingibjörg. Hún gefur ekkert eftir inn á vellinum og blaðamaður VG spyr hana út í það. Slik begynte denne herlige lørdagen ! https://t.co/qh1ATie5nF— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 22, 2020 „Það er kannski svolítið íslenskt. Ef þú skoðar íslenska landsliðið þá er það ekki fullt af heimsklassa leikmönnum og við þurfum því að leggja meira á okur. Þar er grunnurinn og svona hef ég alltaf verið,“ sagði Ingibjörg en er hún of föst fyrir. Blaðamaðurinn spurði hana hvort hún væri grófur leikmaður. „Nei ég spila ekki gróft og ég reyni aldrei að meiða einhvern. En ég spara mig ekkert í tæklingunum,“ sagði Ingibjörg, sem hefur oft safnað spjöldunum á sínum ferli. „Nú er ég bara komin með tvö gul spjöld. Það er gott. Ég þarf að verða betri hér en stundum þarf ég þó að fórna mér fyrir liðið,“ sagði Ingibjörg. Hér fyrir neðan má sjá hápunktana úr leiknum um helgina og þar á meðal markið og stoðsendinguna frá Ingibjörgu. Gårsdagens høydepunkter fåru her! pic.twitter.com/pHyLcoTYKa— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 23, 2020 Norski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Ingibjörg Sigurðardóttir hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili með Vålerenga í Noregi. Hún var bæði með mörk og stoðsendingu í toppslagnum á móti Lilleström um helgina þrátt fyrir að spila í vörninni. Vålerenga vann leikinn 3-1 og er eitt á toppi deildarinnar. Það vakti athygli að Ingibjörg var tekin í viðtal hjá norska stórblaðinu Verdens Gang fyrir leikinn og það var því vissulega aðeins meiri pressa á henni að standa sig í leiknum. Það var ekki hægt að kvarta mikið yfir hennar leik. Ingibjörg skoraði fyrsta mark leiksins og átti síðan mikinn þátt í að gera endanlega út um hann með því að gefa frábæra stoðsendingu úr vörninni í þriðja markinu. En aftur af viðtalinu þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir ræddi feril sinn sem hófst mjög snemma í meistaraflokki á Íslandi. Debuterte i toppfotballen som 13-åring klar for norsk gullkamp https://t.co/uWtrs9OTcJ— VG Sporten (@vgsporten) August 22, 2020 Blaðamaður Verdens Gang segir að Ingibjörg hafi verið barnastjarna á Íslandi og verið góð í bæði fótbolta og körfubolta í Grindavík. „Ég valdi fótboltann. Mér fannst ég eiga meiri möguleika þar að verða atvinnumaður og lifa af fótboltanum,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Grindavík þrettán ára gömul og þegar hún var fimmtán ára þá fékk hún hálfatvinnumannasamning hjá Breiðabliki. „Allir vissu hver ég var og hvað ég gat. Ég fékk samt ekki að fara með landsliðinu af því að þeir vildu gefa öðrum tækifæri,“ sagði Ingibjörg sem fann leiðir til að bæta sig. Ingibjörg fór að æfa með strákunum og jafnvel með eldri strákum ef hana vantaði meiri æfingu. „Það er svo einfalt að ef þú ert ekki nógu góð þá færðu ekki að vera með. Ef þú spilar illa þá færðu ekki boltann. Þú verður alltaf að sýna þitt besta,“ sagði Ingibjörg. Hún gefur ekkert eftir inn á vellinum og blaðamaður VG spyr hana út í það. Slik begynte denne herlige lørdagen ! https://t.co/qh1ATie5nF— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 22, 2020 „Það er kannski svolítið íslenskt. Ef þú skoðar íslenska landsliðið þá er það ekki fullt af heimsklassa leikmönnum og við þurfum því að leggja meira á okur. Þar er grunnurinn og svona hef ég alltaf verið,“ sagði Ingibjörg en er hún of föst fyrir. Blaðamaðurinn spurði hana hvort hún væri grófur leikmaður. „Nei ég spila ekki gróft og ég reyni aldrei að meiða einhvern. En ég spara mig ekkert í tæklingunum,“ sagði Ingibjörg, sem hefur oft safnað spjöldunum á sínum ferli. „Nú er ég bara komin með tvö gul spjöld. Það er gott. Ég þarf að verða betri hér en stundum þarf ég þó að fórna mér fyrir liðið,“ sagði Ingibjörg. Hér fyrir neðan má sjá hápunktana úr leiknum um helgina og þar á meðal markið og stoðsendinguna frá Ingibjörgu. Gårsdagens høydepunkter fåru her! pic.twitter.com/pHyLcoTYKa— Vålerenga Fotball Damer (@VIFDamer) August 23, 2020
Norski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira