Boltastrákur á fræga 4-0 sigrinum á móti Barca spilaði fyrir Liverpool liðið um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 09:00 Billy Koumetio nýtur þess að fá að æfa með aðalliði Liverpool í æfingaferðinni í Austurríki. Getty/ John Powell 4-0 sigur Liverpool á Barcelona í Meistaradeildinni 2019 er enn í fersku minni hjá flestum fótboltaáhugamönnum enda ein ótrúlegasta endurkoma liðs í svo stórum leik frá upphafi. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 í undanúrslitum keppninnar en Liverpool steig upp frá dauðum með ótrúlegri frammistöðu í seinni leiknum á Anfield, vann 4-0 og fór svo alla leið og tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. En af hverju að rifja upp þennan sögulega sigur núna þegar nýtt tímabil er að hefjast? Jú ástæðan er strákur að nafni Billy Koumetio. Billy Koumetio steig nefnilega fyrstu sporin sín með aðalliði Liverpool í 3-0 sigri á Stuttgart í æfingarleik í Þýskalandi um helgina. Sami Billy var nefnilega boltastrákur á þessum fræga leik á Anfield 7. maí 2019. Six foot three inches Ball boy for Liverpool 4-0 Barcelona Klopp: 'He's a big talent' Fans are excited after Billy Koumetio made his first appearance for the senior team on Saturday https://t.co/YWM013IOl5— SPORTbible (@sportbible) August 23, 2020 Billy Koumetio er aðeins sautján ára gamall og hann spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins og stóð sig vel. Koumetio kom inn í miðvarðarstöðuna og vakti athygli fyrir bæði góða hæð og góða tækni. Það er ástæða fyrir stuðningsmenn Liverpool að vera áhugasama um þennan efnilega leikmann. Billy Koumetio er 190 sentímetrar á hæð og spilar vinstra megin í vörninni. Liverpool fólk á samfélagsmiðlum var strax byrjað að tala um hann sem framtíðarmann við hlið Virgil van Dijk í miðri vörn liðsins. Billy Koumetio fær góð ráð frá Jürgen Klopp áður en hann kemur inn á móti VfB Stuttgart.Getty/John Powell/ Billy Koumetio kom til Liverpool árið 2018 eftir að hafa staðið sig vel í prufu. Jürgen Klopp ákvað að gefa honum smá þef af aðalliðinu núna og þýski knattspyrnustjórinn segir að strákurinn líti meira út eins og fullorðinn maður en táningur. „Billy the kid,“ grínaðist Jürgen Klopp með við blaðamann Daily Mirror. „Hann lítur samt ekki út eins og krakki. Ef þú spyrð mig, þá er andlitið hans eins og á krakka en restin er vara, vá,“ sagði Klopp. „Já hann er mikið efni,“ sagði Jürgen Klopp. Billy Koumetio er samt ekki að koma inn í liðið alveg strax en hann er að minnsta kosti farinn að banka aðeins á dyrnar. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
4-0 sigur Liverpool á Barcelona í Meistaradeildinni 2019 er enn í fersku minni hjá flestum fótboltaáhugamönnum enda ein ótrúlegasta endurkoma liðs í svo stórum leik frá upphafi. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 í undanúrslitum keppninnar en Liverpool steig upp frá dauðum með ótrúlegri frammistöðu í seinni leiknum á Anfield, vann 4-0 og fór svo alla leið og tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. En af hverju að rifja upp þennan sögulega sigur núna þegar nýtt tímabil er að hefjast? Jú ástæðan er strákur að nafni Billy Koumetio. Billy Koumetio steig nefnilega fyrstu sporin sín með aðalliði Liverpool í 3-0 sigri á Stuttgart í æfingarleik í Þýskalandi um helgina. Sami Billy var nefnilega boltastrákur á þessum fræga leik á Anfield 7. maí 2019. Six foot three inches Ball boy for Liverpool 4-0 Barcelona Klopp: 'He's a big talent' Fans are excited after Billy Koumetio made his first appearance for the senior team on Saturday https://t.co/YWM013IOl5— SPORTbible (@sportbible) August 23, 2020 Billy Koumetio er aðeins sautján ára gamall og hann spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins og stóð sig vel. Koumetio kom inn í miðvarðarstöðuna og vakti athygli fyrir bæði góða hæð og góða tækni. Það er ástæða fyrir stuðningsmenn Liverpool að vera áhugasama um þennan efnilega leikmann. Billy Koumetio er 190 sentímetrar á hæð og spilar vinstra megin í vörninni. Liverpool fólk á samfélagsmiðlum var strax byrjað að tala um hann sem framtíðarmann við hlið Virgil van Dijk í miðri vörn liðsins. Billy Koumetio fær góð ráð frá Jürgen Klopp áður en hann kemur inn á móti VfB Stuttgart.Getty/John Powell/ Billy Koumetio kom til Liverpool árið 2018 eftir að hafa staðið sig vel í prufu. Jürgen Klopp ákvað að gefa honum smá þef af aðalliðinu núna og þýski knattspyrnustjórinn segir að strákurinn líti meira út eins og fullorðinn maður en táningur. „Billy the kid,“ grínaðist Jürgen Klopp með við blaðamann Daily Mirror. „Hann lítur samt ekki út eins og krakki. Ef þú spyrð mig, þá er andlitið hans eins og á krakka en restin er vara, vá,“ sagði Klopp. „Já hann er mikið efni,“ sagði Jürgen Klopp. Billy Koumetio er samt ekki að koma inn í liðið alveg strax en hann er að minnsta kosti farinn að banka aðeins á dyrnar.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira