Boltastrákur á fræga 4-0 sigrinum á móti Barca spilaði fyrir Liverpool liðið um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 09:00 Billy Koumetio nýtur þess að fá að æfa með aðalliði Liverpool í æfingaferðinni í Austurríki. Getty/ John Powell 4-0 sigur Liverpool á Barcelona í Meistaradeildinni 2019 er enn í fersku minni hjá flestum fótboltaáhugamönnum enda ein ótrúlegasta endurkoma liðs í svo stórum leik frá upphafi. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 í undanúrslitum keppninnar en Liverpool steig upp frá dauðum með ótrúlegri frammistöðu í seinni leiknum á Anfield, vann 4-0 og fór svo alla leið og tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. En af hverju að rifja upp þennan sögulega sigur núna þegar nýtt tímabil er að hefjast? Jú ástæðan er strákur að nafni Billy Koumetio. Billy Koumetio steig nefnilega fyrstu sporin sín með aðalliði Liverpool í 3-0 sigri á Stuttgart í æfingarleik í Þýskalandi um helgina. Sami Billy var nefnilega boltastrákur á þessum fræga leik á Anfield 7. maí 2019. Six foot three inches Ball boy for Liverpool 4-0 Barcelona Klopp: 'He's a big talent' Fans are excited after Billy Koumetio made his first appearance for the senior team on Saturday https://t.co/YWM013IOl5— SPORTbible (@sportbible) August 23, 2020 Billy Koumetio er aðeins sautján ára gamall og hann spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins og stóð sig vel. Koumetio kom inn í miðvarðarstöðuna og vakti athygli fyrir bæði góða hæð og góða tækni. Það er ástæða fyrir stuðningsmenn Liverpool að vera áhugasama um þennan efnilega leikmann. Billy Koumetio er 190 sentímetrar á hæð og spilar vinstra megin í vörninni. Liverpool fólk á samfélagsmiðlum var strax byrjað að tala um hann sem framtíðarmann við hlið Virgil van Dijk í miðri vörn liðsins. Billy Koumetio fær góð ráð frá Jürgen Klopp áður en hann kemur inn á móti VfB Stuttgart.Getty/John Powell/ Billy Koumetio kom til Liverpool árið 2018 eftir að hafa staðið sig vel í prufu. Jürgen Klopp ákvað að gefa honum smá þef af aðalliðinu núna og þýski knattspyrnustjórinn segir að strákurinn líti meira út eins og fullorðinn maður en táningur. „Billy the kid,“ grínaðist Jürgen Klopp með við blaðamann Daily Mirror. „Hann lítur samt ekki út eins og krakki. Ef þú spyrð mig, þá er andlitið hans eins og á krakka en restin er vara, vá,“ sagði Klopp. „Já hann er mikið efni,“ sagði Jürgen Klopp. Billy Koumetio er samt ekki að koma inn í liðið alveg strax en hann er að minnsta kosti farinn að banka aðeins á dyrnar. Enski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
4-0 sigur Liverpool á Barcelona í Meistaradeildinni 2019 er enn í fersku minni hjá flestum fótboltaáhugamönnum enda ein ótrúlegasta endurkoma liðs í svo stórum leik frá upphafi. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 í undanúrslitum keppninnar en Liverpool steig upp frá dauðum með ótrúlegri frammistöðu í seinni leiknum á Anfield, vann 4-0 og fór svo alla leið og tryggði sér sigur í Meistaradeildinni. En af hverju að rifja upp þennan sögulega sigur núna þegar nýtt tímabil er að hefjast? Jú ástæðan er strákur að nafni Billy Koumetio. Billy Koumetio steig nefnilega fyrstu sporin sín með aðalliði Liverpool í 3-0 sigri á Stuttgart í æfingarleik í Þýskalandi um helgina. Sami Billy var nefnilega boltastrákur á þessum fræga leik á Anfield 7. maí 2019. Six foot three inches Ball boy for Liverpool 4-0 Barcelona Klopp: 'He's a big talent' Fans are excited after Billy Koumetio made his first appearance for the senior team on Saturday https://t.co/YWM013IOl5— SPORTbible (@sportbible) August 23, 2020 Billy Koumetio er aðeins sautján ára gamall og hann spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins og stóð sig vel. Koumetio kom inn í miðvarðarstöðuna og vakti athygli fyrir bæði góða hæð og góða tækni. Það er ástæða fyrir stuðningsmenn Liverpool að vera áhugasama um þennan efnilega leikmann. Billy Koumetio er 190 sentímetrar á hæð og spilar vinstra megin í vörninni. Liverpool fólk á samfélagsmiðlum var strax byrjað að tala um hann sem framtíðarmann við hlið Virgil van Dijk í miðri vörn liðsins. Billy Koumetio fær góð ráð frá Jürgen Klopp áður en hann kemur inn á móti VfB Stuttgart.Getty/John Powell/ Billy Koumetio kom til Liverpool árið 2018 eftir að hafa staðið sig vel í prufu. Jürgen Klopp ákvað að gefa honum smá þef af aðalliðinu núna og þýski knattspyrnustjórinn segir að strákurinn líti meira út eins og fullorðinn maður en táningur. „Billy the kid,“ grínaðist Jürgen Klopp með við blaðamann Daily Mirror. „Hann lítur samt ekki út eins og krakki. Ef þú spyrð mig, þá er andlitið hans eins og á krakka en restin er vara, vá,“ sagði Klopp. „Já hann er mikið efni,“ sagði Jürgen Klopp. Billy Koumetio er samt ekki að koma inn í liðið alveg strax en hann er að minnsta kosti farinn að banka aðeins á dyrnar.
Enski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn