Úrúgvæska markavélin Luis Suarez er ekki í framtíðaráætlunum Ronald Koeman og Barcelona ef marka má orð þjálfarans.
Hollendingurinn Koeman tók við stjórnartaumunum hjá Barcelona á dögunum. Margir leikmenn hafa verið orðaðir frá Barcelona og sagt að liðið ætli að hreinsa til í leikmannahópnum fyrir næsta tímabil.
Luis Suarez er einn þeirra og hefur hann meira að segja verið orðaður við Heimi Hallgrímsson og félaga hjá Al-Arabi.
Koeman var spurður út í Suarez á dögunum og virtist nokkuð sama um örlög Úrúgvæans.
Ronald Koeman about Luis Suarez future: “Suarez back to Ajax? If that makes you happy, than that's fine...”. Keep an eye on the situation of Luis, again. Barça want him out. 🔴 #FCB #Ajax #transfers
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 20, 2020
Hollendingurinn svaraði þegar hann var spurður hvort Suarez væri á leið til síns gamla liðs Ajax á þá leið að honum væri alveg sama.
Luis Suarez hefur hinsvegar sjálfur sagt að hann sé alveg til í að vera áfram hjá Barcelona. Suarez skoraði 21 mark í öllum keppnum á nýliðnu tímabili og því spurning hvernig Barcelona myndi fylla hans skarð ef hann yfirgefur liðið.