Ólafur Helgi segir síðasta daginn hafa verið uppnámslausan Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 16:53 Ólafur Helgi Kjartansson rúllar hér munum út af skrifstofunni sinni á lögreglustöðinni á Suðurnesjum. vísir/sigurjón Ólafur Helgi Kjartansson kvaddi í dag starfsstöð sína hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann mun hefja störf í dómsmálaráðuneytinu næstu mánaðamót sem sérfræðingur í málefnum landamæra. Með því lýkur áratugalöngum löggæsluferli Ólafs. Þó svo að enn sé rúm vika í að hann taki við nýja starfinu var Ólafur Helgi að ganga frá skrifstofu sinni þegar ljósmyndara bar að garði á Suðurnesjum nú síðdegis. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að hann hafi átt inni nokkra sumarleyfisdaga sem hann hyggst nýta áður en hann fer í dómsmálaráðuneytið. Ólafur fundaði með ráðuneytisstjóra í dag á Suðurnesjum en að sögn DV var það vegna „uppnáms“ í lögreglustöðinni í Reykjanesbæ. Hann hafi t.a.m. reynt að opna læstan skjalaskáp með aðstoð lásasmiðs þar sem hann á hafa ásælst mannauðsgögn embættisins. Ólafur segir það hins vegar alrangt í samtali við fréttastofu, uppnámið hafi ekki verið neitt. Fundur hans og ráðuneytisstjórans hafi einungis snúið að yfirvofandi starfsskiptum og orlofi næstu daga. Hann hafnar því jafnframt að hafa ætlað að opna skjalaskáp með aðstoð lásasmiðs. Nokkur styr hefur staðið um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu. Þannig óskaði Ólafur Helgi eftir því við dómsmálaráðuneytið að veikindaleyfi tveggja starfsmanna embættisins yrði skoðað. Starfsmennirnir fóru í veikindaleyfi þremur dögum eftir að aðrir tveir starfsmenn kvörtuðu til fagráðs ríkislögreglustjóra undan einelti af þeirra hálfu. Lögreglustjóra hafði ekki verið tilkynnt um veikindin og komst hann að veikindaleyfi þeirra í gegn um sjálfvirkt svar í tölvupósti. Þá hafa ráðningamál verið í brennidepli eftir að ljósi var varpað á hæfnismat á umsækjendum um stöðu yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli vorið 2019. Þar var 30 ára starfsreynsla, grunn- og meistaranám í lögfræði, fjórar annir í mannauðsstjórnun og meistaranám í rannsóknum við norskan háskóla lagt að jöfnu við menntun í markþjálfun, eitt ár í Bifröst og eina önn í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Sá sem var með síðarnefndu menntunina var talinn hæfari, sem kom þó ekki að sök því Ólafur Helgi réð hvorugan. Hann vildi ekki tjá sig um innri málefni embættisins í samtali við fréttastofu. Ólafur Helgi segir þó að honum sé annt um embættið og segir að þar vinni gott og heiðarlegt fólk. Lögreglan Tengdar fréttir Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11 Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson kvaddi í dag starfsstöð sína hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann mun hefja störf í dómsmálaráðuneytinu næstu mánaðamót sem sérfræðingur í málefnum landamæra. Með því lýkur áratugalöngum löggæsluferli Ólafs. Þó svo að enn sé rúm vika í að hann taki við nýja starfinu var Ólafur Helgi að ganga frá skrifstofu sinni þegar ljósmyndara bar að garði á Suðurnesjum nú síðdegis. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að hann hafi átt inni nokkra sumarleyfisdaga sem hann hyggst nýta áður en hann fer í dómsmálaráðuneytið. Ólafur fundaði með ráðuneytisstjóra í dag á Suðurnesjum en að sögn DV var það vegna „uppnáms“ í lögreglustöðinni í Reykjanesbæ. Hann hafi t.a.m. reynt að opna læstan skjalaskáp með aðstoð lásasmiðs þar sem hann á hafa ásælst mannauðsgögn embættisins. Ólafur segir það hins vegar alrangt í samtali við fréttastofu, uppnámið hafi ekki verið neitt. Fundur hans og ráðuneytisstjórans hafi einungis snúið að yfirvofandi starfsskiptum og orlofi næstu daga. Hann hafnar því jafnframt að hafa ætlað að opna skjalaskáp með aðstoð lásasmiðs. Nokkur styr hefur staðið um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu. Þannig óskaði Ólafur Helgi eftir því við dómsmálaráðuneytið að veikindaleyfi tveggja starfsmanna embættisins yrði skoðað. Starfsmennirnir fóru í veikindaleyfi þremur dögum eftir að aðrir tveir starfsmenn kvörtuðu til fagráðs ríkislögreglustjóra undan einelti af þeirra hálfu. Lögreglustjóra hafði ekki verið tilkynnt um veikindin og komst hann að veikindaleyfi þeirra í gegn um sjálfvirkt svar í tölvupósti. Þá hafa ráðningamál verið í brennidepli eftir að ljósi var varpað á hæfnismat á umsækjendum um stöðu yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli vorið 2019. Þar var 30 ára starfsreynsla, grunn- og meistaranám í lögfræði, fjórar annir í mannauðsstjórnun og meistaranám í rannsóknum við norskan háskóla lagt að jöfnu við menntun í markþjálfun, eitt ár í Bifröst og eina önn í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Sá sem var með síðarnefndu menntunina var talinn hæfari, sem kom þó ekki að sök því Ólafur Helgi réð hvorugan. Hann vildi ekki tjá sig um innri málefni embættisins í samtali við fréttastofu. Ólafur Helgi segir þó að honum sé annt um embættið og segir að þar vinni gott og heiðarlegt fólk.
Lögreglan Tengdar fréttir Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11 Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11
Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14