Honda e vann einnig flokkinn „Smart product“ fyrir framúrskarandi hönnun. „Valið kemur ekki á óvart enda hefur Honda e fengið mikla athygli fyrir hönnun sína síðan hann var fyrst kynntur til leiks,“ segir í fréttatilkynningu frá Öskju, umboðsaðila Honda á Íslandi. Heildarútlit þessa netta borgarbíls þykir sérlega fallega hannað. Þá eru ýmiss konar tæknilegir eiginleikar sem spila vel saman með flottri hönnun á Honda e. Má þar nefna háskerpumyndavélar sem leysa hliðarspegla af hólmi. Hurðarhúnarnir falla sléttir að hurðunum og skjótast fram þegar þarf að opna þær. Framljós, myndavélar og radar eru samþætt í einni heildstæðri hönnun. Þess má geta að fyrstu Honda e bílarnir verða afhentir væntanlegum kaupendum í júlí.
Þriðju verðlaun Honda á Red Dot féllu í hlut CBR1000RR-R Fireblade SP mótorhjólsins fyrir framúrskarandi hönnun. Honda stendur sem fyrr í fremstu röð í framleiðslu og hönnun mótorhjóla. Red Dot verðlaunin eru ein þau virtustu í hönnunarheiminum. Dómnefndina skipa 40 alþjóðlegir sérfræðingar í hönnun.