Innlent

Sigríður Björk þykir hæfust

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Sigríður Björk Guðjónsdóttir þykir hæfust til að gegna embætti ríkislögreglustjóra.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir þykir hæfust til að gegna embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/vilhelm
Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrír af sjö umsækjendum um embætti ríkislögreglustjóra séu taldir hæfir til þess að gegna embættinu.

Það eru Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, Páll Winkel, fangelsismálastjóri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Nefndin telur Sigríði Björk þó hæfasta og fengu þau Halla Bergþóra og Páll tækifæri um síðustu helgi til þess að fara yfir rökstuðning nefndarinnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Heimildir Fréttablaðsins herma slíkt hið sama.

Sjá einnig: Hörð barátta um starf ríkislögreglustjóra

Aðrir umsækjendur voru Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol, Kristín Jóhannesdóttir, lögfræðingur, Logi Kjartansson, lögfræðingur og Arnar Ágústsson, öryggisvörður.

Skipa átti í embættið 1. mars síðastliðinn en því var frestað til 15. mars þar sem hæfisnefnd hafði ekki lokið vinnu sinni. Henni lauk svo í byrjun þessarar viku þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tók við rökstuðningi nefndarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×