Kórónuveiran: Leita leiða til að bjarga smærri fyrirtækjum frá lokun Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. mars 2020 09:15 Víða í heiminum beinast sjónir nú að smærri fyrirtækjum og aðgerðum í þeirra garð til að draga úr áhrifum kórónuveirunnar. Vísir/Getty Æ fleiri beina sjónum sínum nú að smærri fyrirtækjum og velta fyrir sér afdrifum þeirra í kjölfar kórónuveirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa veitt greiðslufresti til greiðslu á sumum sköttum og gjöldum en nú þegar er þó talað um að gjaldþrot smærri fyrirtækja á Ítalíu muni nema þúsundum. Í síðustu viku tilkynntu áströlsk yfirvöld sex mánaða greiðslufrest launaskatta fyrir smærri fyrirtæki. Fresturinn tók gildi afturvirkt og nær til 1.febrúar síðastliðins. Trump hefur tilkynnt fundarhöld með forsvarsmönnum þingsins á morgun til að ræða sambærilegar aðgerðir. Þá ekki síst til að mæta launagreiðslum vegna sóttkvía. Í gær bættist Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn síðan við þegar aðalhagfræðingur sjóðsins hvatti stjórnvöld til að grípa til aðgerða sem meðal annars fælu í sér að létta á innheimtu skatta og gjalda á fyrirtæki. Hagsmunasamtök smærri fyrirtækja í Ástralíu vilja samt ganga skrefinu lengra og benda á að algengasta ástæða þess að lítil fyrirtæki loki sé lausafjárvandi. Við blasir tekjusamdráttur í kjölfar kórónuveirunnar og því er hvatt til þess að stjórnvöld fresti ekki greiðslu á sköttum og álögum, heldur afnemi þær tímabundið. Það sé eina leiðin til að mæta raunverulegum lausafjárvanda sem tímabundið mun skella á marga. Ganga tillögur þeirra út á að bæði ríkið og sveitarfélög standi að þessari aðgerð þannig að tímabundið afnám skatta og gjalda eigi einnig við um þau gjöld sem sveitarfélög rukka fyrirtæki um enda felist meiri hagsmunir í að halda atvinnulífinu gangandi og skapa störf. Á Íslandi greiða fyrirtæki virðisaukaskatt 5. hvers mánaðar annan hvern mánuð og eru vextir háir ef ekki er greitt á eindaga. Staðgreiðsluskattar og tryggingargjald er greitt 15.hvers mánaðar. Hér á landi hafa stjórnvöld boðað aðgerðir í formi breytinga á lögum sjúkratrygginga þannig að atvinnurekendur sem greiða launamanni laun í sóttkví, geti krafið sjúkratryggingar um endurgreiðslu kostnaðar að ákveðnu hámarki séu tilteknar aðstæður fyrir hendi, eins og til dæmis að launamaður geti ekki sinnt vinnu heiman frá sér. Þá hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðað markaðsátak fyrir ferðaþjónustuna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Æ fleiri beina sjónum sínum nú að smærri fyrirtækjum og velta fyrir sér afdrifum þeirra í kjölfar kórónuveirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa veitt greiðslufresti til greiðslu á sumum sköttum og gjöldum en nú þegar er þó talað um að gjaldþrot smærri fyrirtækja á Ítalíu muni nema þúsundum. Í síðustu viku tilkynntu áströlsk yfirvöld sex mánaða greiðslufrest launaskatta fyrir smærri fyrirtæki. Fresturinn tók gildi afturvirkt og nær til 1.febrúar síðastliðins. Trump hefur tilkynnt fundarhöld með forsvarsmönnum þingsins á morgun til að ræða sambærilegar aðgerðir. Þá ekki síst til að mæta launagreiðslum vegna sóttkvía. Í gær bættist Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn síðan við þegar aðalhagfræðingur sjóðsins hvatti stjórnvöld til að grípa til aðgerða sem meðal annars fælu í sér að létta á innheimtu skatta og gjalda á fyrirtæki. Hagsmunasamtök smærri fyrirtækja í Ástralíu vilja samt ganga skrefinu lengra og benda á að algengasta ástæða þess að lítil fyrirtæki loki sé lausafjárvandi. Við blasir tekjusamdráttur í kjölfar kórónuveirunnar og því er hvatt til þess að stjórnvöld fresti ekki greiðslu á sköttum og álögum, heldur afnemi þær tímabundið. Það sé eina leiðin til að mæta raunverulegum lausafjárvanda sem tímabundið mun skella á marga. Ganga tillögur þeirra út á að bæði ríkið og sveitarfélög standi að þessari aðgerð þannig að tímabundið afnám skatta og gjalda eigi einnig við um þau gjöld sem sveitarfélög rukka fyrirtæki um enda felist meiri hagsmunir í að halda atvinnulífinu gangandi og skapa störf. Á Íslandi greiða fyrirtæki virðisaukaskatt 5. hvers mánaðar annan hvern mánuð og eru vextir háir ef ekki er greitt á eindaga. Staðgreiðsluskattar og tryggingargjald er greitt 15.hvers mánaðar. Hér á landi hafa stjórnvöld boðað aðgerðir í formi breytinga á lögum sjúkratrygginga þannig að atvinnurekendur sem greiða launamanni laun í sóttkví, geti krafið sjúkratryggingar um endurgreiðslu kostnaðar að ákveðnu hámarki séu tilteknar aðstæður fyrir hendi, eins og til dæmis að launamaður geti ekki sinnt vinnu heiman frá sér. Þá hefur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðað markaðsátak fyrir ferðaþjónustuna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira