Myndum af nýjum Ford Bronco lekið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. mars 2020 07:00 Nýr Ford Bronco Vísir/Autocar Bílaframleiðandinn Ford hefur ekki farið neitt leynt með að vinna að nýrri kynslóð af Ford Bronco. Óvíst er þó hvenær bíllinn verður formlega frumsýndur en myndum af honum hefur verið lekið á netið. Lekinn virðist koma frá starfsmanni Ford og myndirnar teknar á síma viðkomandi. Á myndunum má sjá bílinn í öllu sínu veldi. Framendinn ber nafn bílsins „Bronco“ með LED ljósum og breiðum brettaköntum sem passa við breidd dekkjanna.Afturendinn á Ford Bronco Sport.Vísir/AutocarAð því er virðist verða tvær gerðir kynntar. Þær eru Bronco og Bronco Sport. Bronco Sport er öllu minni og getgátur höfðu verið uppi um að sú gerð ætti að bera nafnið Maverick, svo virðist þó ekki vera. Líklega verða bílarnir fáanlegir í tveggja og fjögurra dyra útgáfum. Vélarnar eru líklegast annað hvort 2,3 lítra fjögurra sílendera bensín vél með forþjöppu, eða 2,77 lítra V6 vél með forþjöppu. Bíllinn verður væntanlega fyrst um sinn einungis í boði sjálfskiptur. Beinskipt útgáfa er þó væntanleg síðar og orðrómur er uppi um tvinn-útgáfu.Framendinn á Ford Bronco Sport.Vísir/AutocarVæntanlega verður Bronco formlega kynntur í marsmánuði en afhendingar ættu að geta hafist á árinu. Bílar Tengdar fréttir Afturendanum á BMW M3 G80 lekið Breskt fyrirtæki (Evolve Automotive) sem sérhæfir sig í að uppfæra og fínstilla BMW bifreiðar svo þær virki sem allra best birti á Facebook síðu sinni mynd af afturendanum á nýjum, væntanlegum BMW M3. 22. október 2019 14:00 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent
Bílaframleiðandinn Ford hefur ekki farið neitt leynt með að vinna að nýrri kynslóð af Ford Bronco. Óvíst er þó hvenær bíllinn verður formlega frumsýndur en myndum af honum hefur verið lekið á netið. Lekinn virðist koma frá starfsmanni Ford og myndirnar teknar á síma viðkomandi. Á myndunum má sjá bílinn í öllu sínu veldi. Framendinn ber nafn bílsins „Bronco“ með LED ljósum og breiðum brettaköntum sem passa við breidd dekkjanna.Afturendinn á Ford Bronco Sport.Vísir/AutocarAð því er virðist verða tvær gerðir kynntar. Þær eru Bronco og Bronco Sport. Bronco Sport er öllu minni og getgátur höfðu verið uppi um að sú gerð ætti að bera nafnið Maverick, svo virðist þó ekki vera. Líklega verða bílarnir fáanlegir í tveggja og fjögurra dyra útgáfum. Vélarnar eru líklegast annað hvort 2,3 lítra fjögurra sílendera bensín vél með forþjöppu, eða 2,77 lítra V6 vél með forþjöppu. Bíllinn verður væntanlega fyrst um sinn einungis í boði sjálfskiptur. Beinskipt útgáfa er þó væntanleg síðar og orðrómur er uppi um tvinn-útgáfu.Framendinn á Ford Bronco Sport.Vísir/AutocarVæntanlega verður Bronco formlega kynntur í marsmánuði en afhendingar ættu að geta hafist á árinu.
Bílar Tengdar fréttir Afturendanum á BMW M3 G80 lekið Breskt fyrirtæki (Evolve Automotive) sem sérhæfir sig í að uppfæra og fínstilla BMW bifreiðar svo þær virki sem allra best birti á Facebook síðu sinni mynd af afturendanum á nýjum, væntanlegum BMW M3. 22. október 2019 14:00 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent
Afturendanum á BMW M3 G80 lekið Breskt fyrirtæki (Evolve Automotive) sem sérhæfir sig í að uppfæra og fínstilla BMW bifreiðar svo þær virki sem allra best birti á Facebook síðu sinni mynd af afturendanum á nýjum, væntanlegum BMW M3. 22. október 2019 14:00