Í yfirlýsingunni segir að félagið hafi neyðst til að loka London Colney, æfingasvæði félagsins, eftir að það kom í ljós að Arteta væri kominn með veiruna.
Club statement: COVID-19
— Arsenal (@Arsenal) March 12, 2020
Í yfirlýsingunni segir enn fremur að allir þeir sem hafi unnið náið með Arteta síðustu daga muni nú fara í sóttkví en það er ljóst að það eru ansi margir sem eru á leið í sóttkví; bæði leikmenn og starfslið félagsins.
Í yfirlýsingunni segir einnig að félagið muni vinna náið með heilbrigðisyfirvöldum sem og ensku úrvalsdeildinni en Arsenal mun ekki spila á næstunni. Svo mikið er víst.
Liðið átti að mæta Brighton á útivelli á laugardaginn en allar líkur eru á því að þeim leik verði frestað. Enska úrvalsdeildin gaf þó út fyrr í kvöld að ekki stæði til að fresta leikjum en ljóst er að fresta þarf að minnsta kosti leikjum Arsenal næstu vikurnar.
BREAKING: Arsenal manager Mikel Arteta has tested positive for COVID-19. pic.twitter.com/3bZOsESB4f
— Squawka News (@SquawkaNews) March 12, 2020