Smit hjá starfsmanni hótels þar sem ríkisstjórnin borðaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. ágúst 2020 22:30 Ekki var talið tilefni til að ráðherrar gerðu sérstakar ráðstafanir vegna smitsins. Vísir/Vilhelm Starfsmaður hótels á Suðurlandi, þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar dvöldust í hádeginu á þriðjudag, greindist með kórónuveiruna í dag. Starfsmaðurinn var ekki að þjónusta ráðherrana þar sem þeir snæddu. Smitrakning vegna smitaða starfsmannsins er í fullum gangi. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins. Þar er haft eftir Róberti Marshall, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, að samráð hafi verið haft við sóttvarnalækni vegna málsins og ekki verið talin ástæða til þess að ráðherrarnir gerðu sérstakar ráðstafanir vegna smitsins. Þá er haft eftir Róberti að umræddur starfsmaður hafi ekki komið inn í salinn þar sem ríkisstjórnin sat til borðs. Haft er eftir Kjartani Hreini Njálssyni, aðstoðarmanni landlæknis, að smitrakning sé nú í gangi, líkt og venjan er þegar kórónuveirusmit greinast. Starfsmaðurinn er sagður hafa veikst í morgun. Sýni hafi verið tekið úr honum um hádegisbil og því komið til Reykjavíkur. Niðurstaða hafi legið fyrir síðdegis. Hótel Rangá lokað tímabundið Í frétt RÚV kemur fram að umrætt hótel sé Hótel Rangá. Tilkynning frá eiganda hótelsins rennir stoðum undir þá fullyrðingu. Í tilkynningu frá Friðrik Pálssyni, eiganda Hótel Rangár, kemur fram að smit hafi greinst á hótelinu. Smitrakning sé nú í gangi. „Vegna þessa verður hótelið lokað næstu daga á meðan umfang er upplýst og sótthreinsun fer fram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Starfsmaður hótels á Suðurlandi, þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar dvöldust í hádeginu á þriðjudag, greindist með kórónuveiruna í dag. Starfsmaðurinn var ekki að þjónusta ráðherrana þar sem þeir snæddu. Smitrakning vegna smitaða starfsmannsins er í fullum gangi. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins. Þar er haft eftir Róberti Marshall, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, að samráð hafi verið haft við sóttvarnalækni vegna málsins og ekki verið talin ástæða til þess að ráðherrarnir gerðu sérstakar ráðstafanir vegna smitsins. Þá er haft eftir Róberti að umræddur starfsmaður hafi ekki komið inn í salinn þar sem ríkisstjórnin sat til borðs. Haft er eftir Kjartani Hreini Njálssyni, aðstoðarmanni landlæknis, að smitrakning sé nú í gangi, líkt og venjan er þegar kórónuveirusmit greinast. Starfsmaðurinn er sagður hafa veikst í morgun. Sýni hafi verið tekið úr honum um hádegisbil og því komið til Reykjavíkur. Niðurstaða hafi legið fyrir síðdegis. Hótel Rangá lokað tímabundið Í frétt RÚV kemur fram að umrætt hótel sé Hótel Rangá. Tilkynning frá eiganda hótelsins rennir stoðum undir þá fullyrðingu. Í tilkynningu frá Friðrik Pálssyni, eiganda Hótel Rangár, kemur fram að smit hafi greinst á hótelinu. Smitrakning sé nú í gangi. „Vegna þessa verður hótelið lokað næstu daga á meðan umfang er upplýst og sótthreinsun fer fram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira