Hjalti: Lélegur og leiðinlegur leikur Ísak Hallmundarson skrifar 1. mars 2020 21:30 Hjalti telur sína menn geta gert betur en í kvöld þrátt fyrir sigur vísir/daníel Keflavík lagði Hauka af velli í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-69. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var alls ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld þrátt fyrir sigurinn, en leikurinn var kaflaskiptur þar sem Keflavík leiddi á tímabili með 14 stigum en Haukar náðu að vinna sig inn í leikinn og komast yfir. Það fór þó allt vel fyrir Hjalta hans menn sem náðu að kreista fram sigur í lokin. ,,Sigur er alltaf sigur og tvö stig eru alltaf tvö stig en þetta var rosalega lélegur og leiðinlegur leikur,‘‘ sagði Hjalti í viðtali eftir leik. Keflavík byrjaði eins og áður sagði betur en misstu leikinn úr höndum sér í lok annars leikhluta. ,,Varnarleikurinn var góður í byrjun og það var góð orka í liðinu og við fengum hraðaupphlaup og þess vegna náðum við kannski þessum mun. Svo vorum við bara rosalega slappir í öðrum og þriðja leikhluta þar sem að við þurftum að fara að setja upp á hálfum velli. Þá fór allt í lás einhvernveginn.‘‘ Valur Orri Valsson sem samdi við Keflavík á dögunum kom inn á lok þriðja leikhluta og spilaði tæpar fimm mínútur. ,,Ég var búinn að ákveða að spila honum í einhverjar fjórar, fimm mínútur. Hann lenti bara í gær og tók eina æfingu með liðinu og veit svona fjögur eða fimm kerfi hjá okkur. Ég vildi aðeins leyfa honum að spila,‘‘ sagði Hjalti um innkomu Vals. En hvað þurfa Hjalti og hans menn að laga fyrir næsta leik? ,,Miðað við þennan leik þurfum við að laga allan sóknarleikinn. Við þurfum að vera miklu beittari í öllum aðgerðum en varnarlega vorum við þokkalegir.‘‘ Nú er stutt í úrslitakeppnina og einungis þrír leikir eftir af deildarkeppninni. Hjalti segir lokasprettinn leggjast vel í liðið eftir þriggja vikna keppnishlé. ,,Þetta voru mjög góðar þrjár vikur. Við tókum gott frí til að byrja með og svo var æft af krafti einhverjar tvær vikur. Við erum tilbúnir í úrslitakeppnina,‘‘ sagði Hjalti að lokum. Næst mætir Keflavík botnliði Fjölnis á útivelli, nánar tiltekið næsta fimmtudag. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Sjá meira
Keflavík lagði Hauka af velli í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld, 80-69. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var alls ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld þrátt fyrir sigurinn, en leikurinn var kaflaskiptur þar sem Keflavík leiddi á tímabili með 14 stigum en Haukar náðu að vinna sig inn í leikinn og komast yfir. Það fór þó allt vel fyrir Hjalta hans menn sem náðu að kreista fram sigur í lokin. ,,Sigur er alltaf sigur og tvö stig eru alltaf tvö stig en þetta var rosalega lélegur og leiðinlegur leikur,‘‘ sagði Hjalti í viðtali eftir leik. Keflavík byrjaði eins og áður sagði betur en misstu leikinn úr höndum sér í lok annars leikhluta. ,,Varnarleikurinn var góður í byrjun og það var góð orka í liðinu og við fengum hraðaupphlaup og þess vegna náðum við kannski þessum mun. Svo vorum við bara rosalega slappir í öðrum og þriðja leikhluta þar sem að við þurftum að fara að setja upp á hálfum velli. Þá fór allt í lás einhvernveginn.‘‘ Valur Orri Valsson sem samdi við Keflavík á dögunum kom inn á lok þriðja leikhluta og spilaði tæpar fimm mínútur. ,,Ég var búinn að ákveða að spila honum í einhverjar fjórar, fimm mínútur. Hann lenti bara í gær og tók eina æfingu með liðinu og veit svona fjögur eða fimm kerfi hjá okkur. Ég vildi aðeins leyfa honum að spila,‘‘ sagði Hjalti um innkomu Vals. En hvað þurfa Hjalti og hans menn að laga fyrir næsta leik? ,,Miðað við þennan leik þurfum við að laga allan sóknarleikinn. Við þurfum að vera miklu beittari í öllum aðgerðum en varnarlega vorum við þokkalegir.‘‘ Nú er stutt í úrslitakeppnina og einungis þrír leikir eftir af deildarkeppninni. Hjalti segir lokasprettinn leggjast vel í liðið eftir þriggja vikna keppnishlé. ,,Þetta voru mjög góðar þrjár vikur. Við tókum gott frí til að byrja með og svo var æft af krafti einhverjar tvær vikur. Við erum tilbúnir í úrslitakeppnina,‘‘ sagði Hjalti að lokum. Næst mætir Keflavík botnliði Fjölnis á útivelli, nánar tiltekið næsta fimmtudag.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Sjá meira