Íslenskir karlmenn kaupa vændi af fötluðum konum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. mars 2020 21:00 Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. Í Kompás, sem sjá má í spilaranum, er fjallað um dökka hlið á vændi í Reykjavík: Fatlaðar vændiskonur. Kona, á fertugsaldri, lýsir reynslu sinni af vændi, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. „Það var svolítið erfitt þegar ég var barn. Það tók svolítið mikið á, vanlíðan. Eftir ofbeldið hef ég dílað við sjálfskaðandi hegðun. Svo byrjaði ég að fara að selja mig og fara illa með mig fyrir peninga út af því að ég bar ekki virðingu fyrir líkama mínum eftir ofbeldið sem ég lenti í. Mér fannst ég vera skítug og ógeðsleg og ljót,“ segir konan, sem við köllum Gabríelu. Konan hefur hefur verið í vændi í nokkur ár. Það gerir hún til að fjármagna spilafíkn sína. „Ég myndi giska að þetta sé yfir sjötíu manns. Þetta eru menn sem ég kynnist aðallega á Einkamáli,“ segir Gabríela. Hún hefur þó nokkrum sinnum þurft að leita á Neyðarmóttökuna vegna ofbeldis. „Ef þeir eru að biðja mig um eitthvað sem ég vil ekki og er ekki sátt við. Ef þeir eru að meiða mig, eru að meiða mig í leggöngunum, þá kæri ég menn fyrir það,“ segir Gabríela. Mál konunnar er ekki einsdæmi en þrjú vændismál, þar sem konan er með þroskahömlun, voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra en fjallað er um málin í þættinum. Í einu þeirra leikur grunur á að karlmaður hafi gert andlega og líkamlega fatlaða sambýliskonu sína út í vændi. Fólkið átti saman börn. „Ég get staðfest að við höfum haft svoleiðis mál til rannsóknar þar sem við höfum líka velt fyrir okkur mansalsvinkli,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem vinna með konunum segja að það sé erfitt fyrir þær að vinna úr afleiðingunum. „Því þær hafa ekki sömu verkfæri og heilbrigðar konur til að vinna með og skilja áhrifin sem þetta hefur. Það getur verið mjög erfitt og getur tekið langan tíma að hjálpa þeim að skilja að um ofbeldi sé að ræða. Þetta er hópur kvenna sem á erfitt með að trúa því að það vilji einhver vera vondur við þær,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Þá lýsir konan atviki þar sem hún varð fyrir ofbeldi eftir að maður gaf henni efni sem hún tók í nefið. „Þá var ég uppdópuð og ég var hálfvönkuð. Þá fórum við í rúmið, það var klukkan sjö um kvöldið. Þá var hann búinn að vera með mér frá klukkan sjö um kvöldið og búinn að meiða mig alveg til klukkan níu um morguninn,“ segir Gabríela. Kompás Tengdar fréttir „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Sjá meira
Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. Í Kompás, sem sjá má í spilaranum, er fjallað um dökka hlið á vændi í Reykjavík: Fatlaðar vændiskonur. Kona, á fertugsaldri, lýsir reynslu sinni af vændi, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. „Það var svolítið erfitt þegar ég var barn. Það tók svolítið mikið á, vanlíðan. Eftir ofbeldið hef ég dílað við sjálfskaðandi hegðun. Svo byrjaði ég að fara að selja mig og fara illa með mig fyrir peninga út af því að ég bar ekki virðingu fyrir líkama mínum eftir ofbeldið sem ég lenti í. Mér fannst ég vera skítug og ógeðsleg og ljót,“ segir konan, sem við köllum Gabríelu. Konan hefur hefur verið í vændi í nokkur ár. Það gerir hún til að fjármagna spilafíkn sína. „Ég myndi giska að þetta sé yfir sjötíu manns. Þetta eru menn sem ég kynnist aðallega á Einkamáli,“ segir Gabríela. Hún hefur þó nokkrum sinnum þurft að leita á Neyðarmóttökuna vegna ofbeldis. „Ef þeir eru að biðja mig um eitthvað sem ég vil ekki og er ekki sátt við. Ef þeir eru að meiða mig, eru að meiða mig í leggöngunum, þá kæri ég menn fyrir það,“ segir Gabríela. Mál konunnar er ekki einsdæmi en þrjú vændismál, þar sem konan er með þroskahömlun, voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra en fjallað er um málin í þættinum. Í einu þeirra leikur grunur á að karlmaður hafi gert andlega og líkamlega fatlaða sambýliskonu sína út í vændi. Fólkið átti saman börn. „Ég get staðfest að við höfum haft svoleiðis mál til rannsóknar þar sem við höfum líka velt fyrir okkur mansalsvinkli,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem vinna með konunum segja að það sé erfitt fyrir þær að vinna úr afleiðingunum. „Því þær hafa ekki sömu verkfæri og heilbrigðar konur til að vinna með og skilja áhrifin sem þetta hefur. Það getur verið mjög erfitt og getur tekið langan tíma að hjálpa þeim að skilja að um ofbeldi sé að ræða. Þetta er hópur kvenna sem á erfitt með að trúa því að það vilji einhver vera vondur við þær,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Þá lýsir konan atviki þar sem hún varð fyrir ofbeldi eftir að maður gaf henni efni sem hún tók í nefið. „Þá var ég uppdópuð og ég var hálfvönkuð. Þá fórum við í rúmið, það var klukkan sjö um kvöldið. Þá var hann búinn að vera með mér frá klukkan sjö um kvöldið og búinn að meiða mig alveg til klukkan níu um morguninn,“ segir Gabríela.
Kompás Tengdar fréttir „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Sjá meira
„Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30
Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00