Innlent

Fólk sér loppu ísbjarnar og klær í þessum steini

Kristján Már Unnarsson skrifar
Auðunn sýnir steininn með ísbjarnarloppunni. Það eru meira að segja klær á loppunni.
Auðunn sýnir steininn með ísbjarnarloppunni. Það eru meira að segja klær á loppunni. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Næst þegar þið gangið fram á stein sem í fljótu bragði virðist sáraómerkilegur, þá ættuð þið að velta fyrir ykkur dýrðinni sem einhver ástríðufyllsti steinasafnari landsins finnur í íslenskum steinum. Hann hittum við á Austurlandi, nánar tiltekið á Djúpavogi, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2.

Hann heitir Auðunn Baldursson og sýnir gestum leyndardóma steinaríkisins í iðnaðarskemmu á Djúpavogi, sem lætur ekki mikið yfir sér. Á neðri hæð er hann með sögun og steinslípun en á efri hæðinni safn, sem hann opnaði fyrir tíu árum.

Auðunn segist finna steinana í nágrenni Djúpavogs en Austurland hefur löngum þótt mekka íslenskra steinasafnara.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Auðunn hefur safnað steinum í þrjátíu ár. Steinana segist hann finna í dölum og fjöllum í kringum Djúpavog. Oftar en ekki opnar hann steinana til að sjá dýrðina, sem leynist innan í þeim. 

Um leið og hann fer með okkur í gegnum sýningarsalinn þylur hann upp hin ýmsu nöfn; agat, ópall, jaspis, krystall, geislasteinar. Suma steina sést í gegnum og aðrir geymar myndir. Hann sýnir okkur meðal annars stein sem fólki virðist vera eins og loppa á ísbirni á, meira að segja með klær.

Fjallað er um steinasafn Auðuns í þættinum Um land allt. Brot mátti sjá í fréttum Stöðvar 2:


Tengdar fréttir

Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds

Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×