Borche: Frábært að komast í úrslitakeppni fjórða árið í röð Sæbjörn Steinke skrifar 2. mars 2020 21:33 Borche kom ÍR í úrslit Íslandsmótsins á síðustu leiktíð og er á leið með liðið í úrslitakeppnina fjórða árið í röð. vísir/daníel ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins. „Tilfinningin er góð. Við vinnum og tryggjum okkur í úrslitakeppnina. Andlega var erfitt að koma inn eftir mánaðarhlé. Við vorum ekki upp á okkar bestu og lendum fjórtán stigum undir í þriðja leikhluta," sagði Borche. „Við skerptum á varnarleiknum og bættum í baráttuna í lokafjórðungnum. Við fengum á okkur eina villu í þriðja leikhluta og hún kom seint í honum. Ég var ekki ánægður með það. Leikmenn gáfu allt sem þeir áttu í lokafjórðunginn og fjórða tímabilið í röð erum við komnir í úrslitakeppni. Það er það mikilvægasta í þessu." Borche hélt áfram að tala um afrekið að komast í úrslitakeppnina og sagði hann marga hafa efast um ágæti ÍR-liðsins og sumir hafi gengið svo langt að spá liðinu falli. Borche segir sitt lið þurfa að bæta sig mikið ef það ætli sér einhverja hluti í úrslitakeppnina en hversu mikilvægt var það fyrir Borche að sanna fyrir þeim sem efuðust um ÍR-liðið í upphafi móts að meira væri spunnið í liðið en þeir héldu? „Þeir höfðu ekki rangt fyrir sér þegar talað var um að margir væru farnir frá því í fyrra. Við byggðum upp nýtt lið og þó það sé ekki fullkomið jafnvægi í því þá gefa allir allt sem þeir eiga í leikina og þess vegna erum við á þessum stað." „Markmiðið var upphaflega að halda okkur uppi en svo þegar leið á stefndum við á úrslitakeppni, frábært að ná því þegar þrír leikir eru eftir. Nú spilum við upp á stoltið og undirbúum okkur fyrir úrslitakeppnina," sagði Borche að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 90-85 | ÍR öruggt í úrslitakeppni ÍR vann fimm stiga sigur á Þór Þ. eftir spennandi lokakafla í Seljaskóla í kvöld. Georgi Boyanov var frábær hjá heimamönnum og var það hans framlag auk sterkra tauga undir lok leiks sem skóp sigurinn. ÍR er með sigrinum komið í úrslitakeppnina fjórða árið í röð. 2. mars 2020 22:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins. „Tilfinningin er góð. Við vinnum og tryggjum okkur í úrslitakeppnina. Andlega var erfitt að koma inn eftir mánaðarhlé. Við vorum ekki upp á okkar bestu og lendum fjórtán stigum undir í þriðja leikhluta," sagði Borche. „Við skerptum á varnarleiknum og bættum í baráttuna í lokafjórðungnum. Við fengum á okkur eina villu í þriðja leikhluta og hún kom seint í honum. Ég var ekki ánægður með það. Leikmenn gáfu allt sem þeir áttu í lokafjórðunginn og fjórða tímabilið í röð erum við komnir í úrslitakeppni. Það er það mikilvægasta í þessu." Borche hélt áfram að tala um afrekið að komast í úrslitakeppnina og sagði hann marga hafa efast um ágæti ÍR-liðsins og sumir hafi gengið svo langt að spá liðinu falli. Borche segir sitt lið þurfa að bæta sig mikið ef það ætli sér einhverja hluti í úrslitakeppnina en hversu mikilvægt var það fyrir Borche að sanna fyrir þeim sem efuðust um ÍR-liðið í upphafi móts að meira væri spunnið í liðið en þeir héldu? „Þeir höfðu ekki rangt fyrir sér þegar talað var um að margir væru farnir frá því í fyrra. Við byggðum upp nýtt lið og þó það sé ekki fullkomið jafnvægi í því þá gefa allir allt sem þeir eiga í leikina og þess vegna erum við á þessum stað." „Markmiðið var upphaflega að halda okkur uppi en svo þegar leið á stefndum við á úrslitakeppni, frábært að ná því þegar þrír leikir eru eftir. Nú spilum við upp á stoltið og undirbúum okkur fyrir úrslitakeppnina," sagði Borche að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 90-85 | ÍR öruggt í úrslitakeppni ÍR vann fimm stiga sigur á Þór Þ. eftir spennandi lokakafla í Seljaskóla í kvöld. Georgi Boyanov var frábær hjá heimamönnum og var það hans framlag auk sterkra tauga undir lok leiks sem skóp sigurinn. ÍR er með sigrinum komið í úrslitakeppnina fjórða árið í röð. 2. mars 2020 22:00 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 90-85 | ÍR öruggt í úrslitakeppni ÍR vann fimm stiga sigur á Þór Þ. eftir spennandi lokakafla í Seljaskóla í kvöld. Georgi Boyanov var frábær hjá heimamönnum og var það hans framlag auk sterkra tauga undir lok leiks sem skóp sigurinn. ÍR er með sigrinum komið í úrslitakeppnina fjórða árið í röð. 2. mars 2020 22:00